Feykir


Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 7
28/2014 Feykir 7 listarferill hans að taka flugið. Og hef ég verið að spila með honum síðan þá.“ Búnir að heimsækja 22 lönd Tónlistin virtist fara heldur betur vel í landann og segir Júlíus að sennilega hafi selst um 30 þúsund plötur, bara á Íslandi. „Eftir útgáfu plötunnar tók við talsvert spilerí hérna heima haustið 2012, svo vorum við Ásgeir ansi duglegir að hoppa út um allt með kassagítara oft í viku og jafnvel nokkrum sinnum á dag. Í ársbyrjun 2013 fórum við svo að færa okkur út fyrir landsteinana og má segja að við séum búnir að vera þar meira og minna síðasta eitt og hálfa árið. Það er auðvitað alveg magnað að fá tækifæri til að þvælast svona um heiminn og sjá nýja staði. Gæti trúað að við séum núna búnir að heimsækja 22 lönd. Áður en þetta byrjaði allt þá hafði ég ekki einu sinni farið út fyrir Ísland. Svo það eru for- réttindi að fá að upplifa nýja staði, mismunandi menningu og fullt af fallegu fólki.“ Aðspurður hvort hann hafi lent í skemmtilegum uppákom- um á ferðalögum sínum segir Júlíus fyrstu utanlandsferðina alltaf vera minnisstæða. „Þá fórum við bara tveir út, ég og Ásgeir, og við vorum að spila í Seattle. Við ákváðum að taka leigubíl og láta keyra okkur að húsinu sem Kurt Cobain, aðalmaðurinn í Nirvana, átti og bjó í sína síðustu daga. Við skoðuðum það og tókum myndir. Svo fengum við þá snilldarhugmynd að labba til baka. Innst inni langaði okkur að villast og lenda í veseni. Það tókst ljómandi vel og vorum við rammvilltir í u.þ.b. fimm klukkutíma í Seattle en skiluðum okkur á hótelið okkar fyrir rest með bólgna fætur en bros á vör. Svo einhverra hluta vegna eru alltaf minnistæðust giggin þar sem eitthvað bilar og það er einhver hasar. Þá er gaman.“ Júlíus er búinn að vera í góðu sumarfríi undanfarið og hefur tekið því rólega fyrir næstu keyrslu, en næst á döfinni hjá þeim félögunum er túr um Asíu og Ástralíu. „Þetta verður örugg- lega virkilega gaman. Svo sýnist mér að við séum að fara að eyða stórum hluta af haustinu í Bandaríkjunum, sem er líka mjög gaman, Ameríkaninn er æðislegur. Þannig að framhaldið lítur bara vel út og það verður nóg að gera.“ Jón Þorsteinn Reynisson frá Mýrarkoti á Höfðaströnd hélt Takk tónleika fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar síðasta þriðjudag, til að sýna þakklæti sitt sem fyrrum nemandi skólans og rann allur ágóðinn óskiptur til skólans. Jón Þorsteinn er yngstur fjögurra barna hjónanna Reynis Sveinssonar bónda og Önnu Kristínar Jónsdóttir bónda, organista og fyrrverandi tónlistarkennara. Jón Þorsteinn er búsettur úti í Danmörku ásamt kærustu sinni Rakel Hinriksdóttur og eiga þau von á sínu fyrsta barni í september. Jón hefur verið í námi við Det Kongelige Danske Musikkonservatorium frá árinu 2012 þar sem hann stundar bachelornám á harmoniku. Jón Þorsteinn var ungur þegar hann byrjaði að spila á hljóðfæri, en fimm ára gamall æfði hann bæði á blokkflautu og píanó. Þegar hann var átta ára byrjaði hann að æfa á harmoniku samhliða píanóinu, en snéri sér alfarið að harmonikunni 14 ára. ,,Mig minnir að mamma hafi byrjað að kenna mér á hljóðfæri hérna heima nánast um leið og ég var farinn að geta haldið haus. Þegar ég var fimm ára byrjaði ég svo í Tónlistar- skólanum á Hofsósi og lærði þar þangað til ég byrjaði í FNV og fór að læra á tónlist á Króknum.” Árið 2010 flutti Jón Þorsteinn suður á höfuðborgarsvæðið og ákvað að reyna fyrir sér í tónlistarbransanum. Hann fékk fljótlega inn í nokkrum kórum og vann fyrir sér að stórum hluta með því að syngja við jarðafarir auk þess sem hann fékk hlutastarf við harmonikukennslu. Eftir tvö fín ár í borginni fékk hann inni í bachelornámi á harmoniku í Det Kongelige Danske Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn og lauk í vor sínu öðru ári þar. Það hafði alltaf verið draumur hjá Jóni Þorsteini að fara út í tónlistarháskóla og reyna að gera spilamennskuna að atvinnu sinni. ,,Mín skoðun er sú að maður hafi alltaf gott af því að fara erlendis að læra, sjá alla hluti í stærra samhengi og vera í samfélagi með fleiri nemendum sem eru að gera svipaða hluti og maður sjálfur. Ég hef frá byrjun verið mjög ánægður með allt varðandi námið, sem krefst þess að maður leggi sig alltaf allan fram. Kennslan og aðstaðan er frábær og Kaupmannahöfn er dásamlegur staður að búa á.” Þrátt fyrir að að mjög gott sé að búa í Kaupmannahöfn stefna Jón Þorsteinn og Rakel á að flytja heim eftir námið, þó búsetan ílengist ef hann ákveður að fara í mastersnám þá segir Jón Þorsteinn Ísland toga og þau muni alltaf enda hér heima, það sé óumflýjanlegt. Takk tónleikar Síðasta þriðjudag hélt Jón Þorsteinn Takk tónleika í Hofsóskirkju til að þakka Tónlistarskóla Skagafjarðar fyrir gott starf og lét hann allan ágóða af tónleikunum renna óskiptan til skólans. ,,Þetta var nú hugmyndin hennar Rakelar, mér leist að sjálfsögðu vel á hana enda hefur mér alltaf þótt vænt um gamla skólann minn. Hann á þetta skilið. Án hans væri ég ekki að gera það sem mér finnst skemmtilegast,” segir Jón Þorsteinn þegar blaðamaður spyr hann hvernig hugmyndin að tónleikunum hafi kviknað. Jón Þorsteinn er nú í sumarfríi á Íslandi í rúmar tvær vikur og spilaði, auk Takk tónleikanna, í Akureyrarkirkju þann 20. júlí sl. og endar svo dvölina hér heima á að spila í brúðkaupi. Hann heldur svo aftur út til Danmerkur til að ljúka þriðja og síðasta árinu í bachelor náminu. Að námi loknu stefnir Jón Þorsteinn á að vinna við tón- listina á sem fjölbreyttastan máta og á sem flestum stöðum. /GSG Stundar bachelornám í Kaupmannahöfn Jón Þorsteinn Reynisson harmonikuleikari

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.