Feykir


Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 6

Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 6
6 Feykir 28/2014 Spjallað við Júlíus Aðalstein um tónlistina, lífið og ferðalögin Fjölskylda Júlíusar er mikil músíkfjölskylda. Faðir hans spilar bæði á gítar og syngur og segir Júlíus hann hafa smitað sig og systkini sín af tónlistaráhuga þegar þau voru að alast upp. „Eldri systir mín lærði á gítar og píanó, yngri bróðir minn er gítarleikari og trommari, yngri systir mín spilar á píanó og yngsti bróðir minn er gítar- leikari. Móðir mín spilar hins vegar eingöngu á spil, en þess má geta að hún vann einmitt fyrstu verðlaun í félagsvist á spilakvöldi Kvennabandsins á Borðeyri síðastliðinn vetur“, segir Júlíus í gamansömum tón. Júlíus var sex ára þegar hann VIÐTAL Guðrún Sif Gísladóttir Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauða- þögn. Þegar upptökur voru byrjaðar á plötunni vorið 2012 og lög farin að hljóma í útvarpi, þá fer Ásgeir að koma fram á ýmsum stöðum og spyr mig hvort mig langi ekki að taka þessi gigg með honum. Við höfðum verið að glamra og gaula saman í einhver ár áður og ég hef gert svolítið af textum fyrir hann svo mér fannst það alveg kjörið. Svo um það leyti sem ég er að hætta að vinna við að byggja brýr, þá byrjar tón- Júlíus Aðalsteinn Róbertsson er fæddur og uppalinn í Hrútafirði í Húnaþingi vestra, sonur Hafdísar Þorsteinsdóttur og Róberts Júlíussonar. Hann stundaði nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um tíma með nokkrum hléum og lauk þar 1. stigi vélstjórnar og útskrifaðist einnig sem húsasmiður. Júlíus starfaði sem brúarsmiður í átta ár hjá brúarvinnuflokki sem er gerður út frá Hvammstanga en ákvað að hætta því sumarið 2012 og freista gæfunnar á öðrum sviðum. Hann flutti til Reykjavíkur og hefur síðan þá verið að spila á gítar og syngja með ungum manni að nafni Ásgeir Trausti. Hljómsveitin Ásgeir Trausti. Júlíus Aðalsteinn með gítarinn. byrjaði í tónlistarskóla og fyrsta árið æfði hann á blokkflautu en skipti svo yfir í trompet og stundaði það hljóðfæri til tólf ára aldurs. Á þeim tíma lærði hann líka aðeins á píanó en er hann var þrettán ára fór hann að glamra á gítar og hefur spilað á gítar allar götur síðan. Hljómsveitin sem Júlíus spilar í heitir Ásgeir Trausti, en auk hans og Ásgeirs eru þrír meðlimir úr reggí hljómsveit- inni Hjálmum, þeir Guðmundur Kristinn Jónsson, sem er einnig „pródúser“ af fyrstu plötu Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, Þorsteinn Einarsson, eldri bróðir Ásgeirs, og Helgi Svavar Helgason. „Hljómsveitin var sett saman til að fylgja eftir útgáfunni á fyrstu sólóplötu -

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.