Feykir


Feykir - 24.07.2014, Page 4

Feykir - 24.07.2014, Page 4
4 Feykir 28/2014 Aflafréttir vikuna 13.- 20. júlí Enn er handagangur í öskjunni Í viku 29 var jafnvel enn meira líf og fjör í Skagastrandarhöfn, en þar var landað hartnær 150 tonnum, sem er um 50 tonnum meira en kom þar að landi í vikunni á undan. Þá var landað tæpum 25 tonnum á Hofsósi, tæpum 40 tonnum á Sauðárkróki og um 14 tonnum á Hvammstanga. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Sæborg HU-80 Handfæri 1.936 Sæunn HU Handfæri 2.742 Víðir ÞH-210 Handfæri 2.850 Vinur SH-34 Handfæri 5.180 Von GK-113 Lína 31.486 Alls á Skagaströnd: 149.387 Aggi SI-8 Handfæri 1.942 Ásmundur SK-123 Landb.lína 5.284 Dúan SI-130 Handfæri 3.062 Félaginn KÓ-25 Handfæri 328 Geisli SK-66 Handfæri 4.457 Hafbjörg SK-58 Handfæri 2.853 Skáley SK-32 Handfæri 3.434 Þorgrímur SK-27 Lína 3.137 Alls á Hofsósi 24.497 Fannar SK-11 3.121 Hafey SK-10 Handfæri 2.165 Helga Guðm. SK-23 Handfæri 3.170 Hrappur SK-121 Handfæri 1.317 Kristín SK-77 Handfæri 3.143 Maró SK-23 Handfæri 1.628 Nona SK-141 Handfæri 2.620 Óskar SK-13 2.798 Röst SK-17 Rækjuvarpa 11.188 Steini G. SK-14 Handfæri 2.098 Vinur SK-22 Handfæri 2.921 Ösp SK-135 Handfæri 3.008 Alls á Sauðárkróki 39.177 Húni HU-4 Handfæri 14.454 Alls á Hvammstanga 14.454 Alda HU-112 Landb.lína 14.682 Arnar 2 SH-557 Handfæri 3.753 Arney HU-36 Handfæri 1.434 Ásdís HU-24 Handfæri 2.981 Bergur sterki HU-17 Handfæri 2.207 Bjarmi HU-33 Handfæri 2.613 Bjartur í Vík HU-11 Handfæri 3.373 Blær HU-77 Handfæri 1.928 Bogga í Vík Handfæri 2.372 Dagrún HU-121 Handfæri 3.139 Elín ÞH-82 Handfæri 3.178 Eydís EA-44 Handfæri 12.164 Fjöður GK-90 Handfæri 2.610 Garpur HU-58 Handfæri 2.398 Geiri HU-69 Handfæri 2.116 Greifinn SK-19 Handfæri 3.118 Guðmundur á Hópi Handfæri 1.923 Guðrún Ragna BA-162 Handfæri 3.127 Húni HU-62 Handfæri 5.973 Ísborg EA-153 Handfæri 2.769 Kiddi Árna Handfæri 855 Lukka EA-777 Handfæri 2.927 María HU-46 Handfæri 444 Nonni HU-9 Handfæri 3.126 Smári HU-7 Handfæri 2.543 Snorri ST-24 Handfæri 3.242 Stella GK-23 Lína 11.072 Sveinbjörg HU-49 Handfæri 3.126 Heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni látið blæða út Leggja á niður fjölda heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni frá 1. ágúst. Ráðningar starfsmanna og þjónusta við núverandi heilbrigðisstofnanir er í fullkominni óvissu og uppnámi. Skorið hefur verið á allt sam- ráð við heimafólk um skipan heilbrigðismála í héraði. Bæjarstjóri Vesturbyggðar á Patreksfirði kallar framkomu stjórnvalda í heilbrigðismálum Vestfjarða „ruddaskap“. Skag- firðingar segja ráðherra hafi komið í bakið á þeim. Ráðnir verða sérstakir landshlutaforstjórar frá 1. ágúst fyrir „nýja stofnun“, hreyturnar af þjónustunni sem eftir verður í fjórðung- unum. Heilbrigðisstofnanir skornar í heilum landshlutum Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi, Sauðárkróki, Siglu- AÐSENT JÓN BJARNASON SKRIFAR firði, Akureyri og Húsavík verði lagðar niður frá 1. októ- ber n.k. Sú starfsemi sem þá verður eftir á svæðinu fer undir „nýja stofnun", Heilbrigðis- stofnun Norðurlands frá 1. ágúst, sem tekur yfir þjónustu við íbúa frá Austur-Húnavatns- sýslu í vestur um Skagafjörð, Eyjafjarðarsýslu, Suður- og Norður-Þingeyjarsýslur í austur. Sama er gert með heil- brigðisstofnanirnar frá Patreks- firði til Bolungarvíkur sem verða lagðar af og sameinaðar í eina á Ísafirði fyrir alla Vestfirði. Einnig á að sameina heilbrigð- isstofnanir á Suðaustur-, Suður- landi og Vestmannaeyjum í eina. Ásthildur Sturludóttir sveitarstjóri á Patreksfirði mót- mælir kröftuglega en nýlega var sýslumannsembættið þar lagt niður og fært til Ísafjarðar í nafni hagræðingar og byggða- stefnu. Samgöngur eru þó nánast engar milli þessara staða 7-8 mánuði á ári. Ráðherra óttaðist sveitarstjórnarkosningar Augljóst er að heilbrigðisráð- herra hefur ekki þorað að birta þessa ákvörðun sína fyrir sveitarstjórnarkosningar af ótta við afleiðingar hennar á úrslit þeirra. Nú er langt í næstu kosningar og hægt að haga sér að vild við íbúana. Í samræmi við fyrri yfirlýs- ingar úr Skagafirði er vænst harkalegra mótmæla frá sveitar- stjórn Skagafjarðar en ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að leggja niður sjálfstæða Heilbrigðis- stofnun á Sauðárkróki þykir mikil niðurlæging fyrir ráð- herra og þingmenn stjórnar- flokkanna í kjördæminu og áfall fyrir íbúana og nýjan meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Sveitarfélag- inu Skagafirði. Öðruvísi mér áður brá Komið var í veg fyrir að hlið- stæð áform ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar frá árinu 2008 næðu fram að ganga. Sem ráðherra neitaði ég á sínum tíma að samþykkja til- lögur út úr ríksstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem fólu í sér að leggja þessar heilbrigðis- stofnanir niður og skerða enn frekar starfsemi þeirra. Skagfirðingum ætti að vera það í fersku minni eftir mikinn darraðardans, þegar Ögmund- ur Jónasson þáverandi heil- brigðisráðherra afturkallaði reglugerð fyrirrennara síns um að leggja Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki niður og færa stjórnun hennar og starfsemi til Akureyrar. Lýsti Ögmundur því þá yfir sem ráðherra að stjórnvöld myndu aldrei breyta skipan heilbrigðismála í héraði án vilja og samþykkis heima- manna. Tvískinnungur þingmanna Mér kemur á óvart að þing- menn Norðvesturkjördæmis skuli standa að þessum að- gerðum gagnvart heilbrigðis- stofnunum í þessum lands- hlutum með skagfirska ráðherrann Gunnar Braga Sveinsson og Einar Kristinn Guðfinnsson þingforseta í broddi fylkingar, að ótöldum sérlegum aðstoðarmanni for- sætisráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni alþingismanni. Ég minnist málflutnings þeirra og tillöguflutnings á Alþingi þegar þeir voru í stjórnarandstöðu og loforða fyrir síðustu Alþingiskosning- ar, en þá börðu þeir sér á brjóst og sögðust myndu vaða eld og brennistein til að verja sjálf- stæði og þjónustustig þessara heilbrigðisstofnana. Nú gefst þessum sömu þingmönnum og ráðherra tækifæri til að standa við gefin loforð og yfirlýsingar á fjölda- fundum með heimamönnum og verja heilbrigðisstofnan- irnar í kjördæminu. Góð heilbrigðisþjónusta – Líftaug byggðanna Ég hygg að mörgum Norðlend- ingnum finnist mjög að sér vegið af þingmönnum sínum óháð því hvar skrifstofa Heil- brigðisstofnunar Norðurlands verði staðsett. Við erum minn- ug þess hve hart var tekist á um heilbrigðismálin fyrir um fjór- um árum á fjöldafundum í Skagafirði og víðar. Sjálfsagt er að endurskoða ýmsa skipan heilbrigðismála í héraði við breyttar aðstæður en þá ber að gera það að vel athuguðu máli og í nánu samráði við heimamenn. Rakalaus gjörningur heilbrigðisráðherra Engin rök hafa verið færð fyrir þessum aðgerðum nú önnur en þau að spara og skera niður þjónustu á landsbyggðinni. Hinsvegar er góð og örugg almenn heilbrigðisþjónusta í nærumhverfi fólks forsenda fyrir þróun byggðar og jafn- ræði til búsetu í landinu Mun réttara hefði verið að gera úttekt á því hvernig til hefur tekist með uppstokkun og niðurskurð og sameiningu heilbrigðisþjónustunnar á Austurlandi, Vesturlandi og víðar á undanförnum árum áður en ráðist væri í nýja óvissuferð með viðkvæma heilbrigðisþjónustu í öðrum landshlutum undir merkjum „hagræðingar“. Sárt að horfa á heilbrigðisþjónustu landsbyggðarinnar brotna niður Mér þykir sárt að sjá heilbrigð- isstofnanirnar og þjónustu þeirra á landsbyggðinni molna niður og blæða út í ákvörð- unum stjórnvalda. Skorið hefur verið á allt samráð við heimafólk um skipan heilbrigðismála í héraði. Bæjarstjóri Vesturbyggðar á Patreksfirði kallar framkomu stjórnvalda í heilbrigðismálum Vestfjarða „ruddaskap“. Grípið til varnar fyrir heilbrigðisþjónustuna! Mér verður hugsað til þeirra sem studdu Framsókn og Sjálf- stæðisflokk til valda í Skagafirði síðastliðið vor. Skagfirðingar hafa staðið saman um að verja Heilbrigðisstofnun sína. Þar hlýtur nú að verða tekin upp hörð vörn fyrir Heilbrigðis- stofnunina á Sauðárkróki og ráðherrann látinn afturkalla þessa ákvörðun með svipuðum hætti og gert var með stuðningi og baráttu heimamanna létum afturkalla ákvörðun sama eðlis í ársbyrjun 2009. Jón Bjarnason

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.