Feykir


Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 5

Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 5
28/2014 Feykir 5 1. deild karla: Tindastóll – BÍ/Bolungarvík 4-6 Tíu marka tryllir en niðurstaðan tap Áhorfendur á Sauðárkróksvelli fengu að líta markaveislu þegar Tindastóll og BÍ/ Bolungarvík mættust í 1. deildinni sl. laugardag. Staðan í hálfleik var 1-3 en þegar upp var staðið sigruðu gestirnir 4-6 þrátt fyrir góða baráttu heimamanna. Það voru varla liðnar tvær mínútur þegar BÍB komst yfir eftir að Fannar Freyr tapaði boltanum við miðlínu. Orlando Bayona, einn af sex erlendum leikmönnum gestanna, hamraði boltann í markið. Annað mark leiksins gerði Björgvin Stef- ánsson á 23. mínútu og fór nú um heimamenn en Stólarnir komust óvænt inn í leikinn aftur tveimur mínútum síðar þegar Morin rændi boltanum af aftasta varnarmanni og afgreiddi hann laglega í markið. Eftir þetta var allur annar bragur á liði heima- manna sem sýndi í kjölfarið ágætt spil og liðið skapaði sér nokkur sæmileg færi eftir laglegar sóknir. Það var því nokkuð þungt högg þegar Stólarnir gerðu sjálfsmark eftir hornspyrnu gestanna rétt fyrir hálfleik. Heimamenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og nú hafði bætti í rigninguna. Hún hafði sitt að segja þegar Stólarnir Um helgina mun Bílaklúbbur Skagafjarðar standa fyrir þriðju umferð í Íslandsmeist- aramótinu í rallý. Klúbburinn sem fagnar 25 ára afmæli sínu með þessu rallý hefur um árabil haldið eina bestu keppni mótsins í nágrenni Sauðárkróks. Leikar hefjast nk. föstudagskvöld klukkan 18 við Skagfirðingabúð og verður ekið um Þverárfjall en það er einstaklega skemmtileg áhorfendaleið þar sem ekið er samhliða þjóðveginum, ýmist vinstra eða hægra megin. Meðan á keppni stendur er þjóðvegurinn lokaður á þeim stað sem ekið er yfir veginn en áhorfendur geta staðsett sig á milli lokana og notið keppninnar þannig enn betur. Keppninni lýkur síðan á föstudagskvöldið með innanbæjarleið um Sauðárkrókshöfn. Er fólk hvatt til að koma og fylgjast með keppnunum, einfalt er að ganga að Sauðárkrókshöfn eða leggja bílum við Kjarnann og ganga inn á áhorfenda- svæðin. Eftir næturhlé verður haldið upp á Mælifellsdal en þar reynir gríðarlega á bæði bíla og áhafnir þar sem sú leið er 22 km löng. Sú leið verður ekin fram og til baka, hafa ýmsar áhafnir endað keppni á þeim leiðum. Að því loknu verður Vestur- dalurinn einnig ekinn fram og til baka. Síðasta leið keppninnar er að venju áhorfendaleiðin um svokallaðar Nafir. Sú leið hefur ávallt verið augna- yndi áhorfenda enda innanbæjarleið, þar sem gestir geta auðveldlega gengið og fylgst með. Auk þess verður síðari ferðin svokölluð Gestacoara-leið. Á slíkri leið fá gestir að spreyta sig sem aðstoðarökumenn. Þrír heppnir vinnings- hafar af sýningunni Kraftur verða meðal þeirra. Er fólk hvatt til að koma og fylgjast með keppninni en bent á að virða öryggislokanir. /Fréttatilkynning Þriðja umferð í rallýinu um helgina Kaffi Króks rallý Bærinn mun iða af lífi um verslunarmannahelgina þegar 17. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki. Unglingalands- mót er mikið meira en keppni og hefur hópur fólks lagt sig fram við það að búa til metnaðarfulla og spennandi afþreyingar- dagskrá. Feykir hafði samband við Laufeyju Kristínu Skúladóttur afþreyingarstjóra, Daníel Loga Þorsteinsson sem situr í ungl- ingaráði mótsins og Auðunn Blöndal sjónvarps- og útvarps- mann og skemmtikraft. Nóg verður um að vera fyrir alla gesti mótsins um helgina en þeim krökkum sem ekki hafa aldur til að taka þátt í Unglingalandsmótinu (yngri en 10 ára) býðst að taka þátt í sérstöku frjálsíþróttamóti og fótboltaleikum. Einnig verður sápukúluland, andlitsmálun, leiktæki, hægt að setjast niður og hlusta á sögur og margt, margt fleira. ,,Það er því fullt í boði fyrir litlu systkinin þó þau geti ekki formlega skráð sig til keppni á mótinu fyrr en þau verða 10 ára,” segir Laufey Kristín Skúladóttir, afþrey- ingarstjóri mótsins. ,,Svo er auðvitað margt í boði fyrir foreldrana líka eins og skokk, Zumba og gönguferðir um bæinn. Svo verða líka kynn- ingar á allskonar íþróttum fyrir allan aldur, allt frá strand- blaki, Júdó, Parkour og fleira.” Undirbúningurinn gengið vel Að sögn Daníels Loga Þor- steinssonar sem situr í unglingaráðinu hefur undir- búningur mótsins gengið mjög vel og mikil tilhlökkun komin í hópinn. ,,Við höfum verið að mæta reglulega á fundi á vegum UMFÍ og skipulagt mótið og afþreyingu þess. Þetta gengur eins og smurt fyrir sig, enda flottur hópur sem heldur utan um þetta. Við erum auðvitað öll mismunandi og höfum mis- munandi skoðanir. Þótt smá núningur hafi myndast af og til þá komumst við alltaf að sameiginlegri ákvörðun.” Daníel hlakkar alveg gífur- lega til mótsins og segist ekki geta beðið eftir að fá að njóta verslunarmannahelgarinnar með fjölskyldu og vinum á, því sem hann telur, besta Ungl- ingalandsmótinu hingað til. Ekkert sem toppar að skemmta í gamla heimabænum Auðunn Blöndal, eða Auddi Blö eins og hann er oftast kallaður verður á meðal þeirra sem skemmta landsmóts- gestum um helgina. Hann ætlar að bjóða fólki upp á almennan hressleika, létta Ísland Got Talent keppni og margt fleira skemmtilegt. Aðspurður hvernig það leggist í hann að koma og skemmta í gamla heimabænum segir hann ekkert toppa það. ,,Við Jón Jónsson vorum einmitt á Króknum um daginn að skemmta á Landsbankamót- inu og var það virkilega gaman. Maður er nú ekki með stand up-ið sem maður notar á fullorðinsskemmtunum en reynir nú að skemmta eldra liðinu í leiðinni með svona földum djókum.” Sjálfur segist Auðunn hafa tekið þátt í fótbolta á einu Unglingalands- móti og hafi liðinu hans gengið mjög vel fyrri daginn. Seinni dagurinn hafi aftur á móti verið erfiðari enda hafi nokkrir úr liðinu skroppið á ball í Miðgarði á laugardagskvöld- inu og gengi sunnudagsins eftir því. Flottur hópur fólks mun sjá um að skemmta landsmóts- gestum um helgina en auk Auðunns munu Sverrir Berg- mann, Úlfur Úlfur, Latibær, Basic House Effect, bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór, Þórunn Antonía og DJ JoJo mæta á svæðið. /GSG Spennandi afþreyingardagskrá um verslunarmannahelgina 17. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki ÍÞRÓTTAFRÉTTIR www.feykir.is/ithrottir Gísli ræðir málin við Nigel Quashie eftir að Konni meiddist. minnkuðu muninn á 55. mínútu en þá slapp Mark Magee inn fyrir vörn gestanna eftir kómískan varnarleik og setti boltann af öryggi í netið. Það tók BÍB aðeins tvær mínútur að auka forskotið og Björgvin skoraði annað mark sitt í leiknum. Stólarnir gáfust ekki upp og reyndu að sækja að marki gestanna og uppskáru mark á 73. mínútu þegar Benni skrúfaði boltann laglega í fjærhornið eftir hamagang við vítateig BÍB. Enn voru gestirnir fljótir að svara og gerði Aaron Spear laglegt mark á 77. mínútu og staðan 3-5. Stuttu síðar meiddist Konni illa eftir að hafa lent í harkalegu samstuði við köggulinn Nigel Quashie sem fór í óþarfa tæklingu. Konni var borinn sárþjáður af velli og þar sem Bjarki þjálfari var ný- kominn inn á þá voru Stólarnir búnir með skiptingarnar. Nú spiluðu menn með hjartanu og héldu áfram að sækja og á 90. mínútu gaf Bjarki sínum mönn- um von þegar hann skoraði með flottum skalla eftir fyrirgjöf Benna. Staðan 4-5 og nú hentu Tindastólsmenn öllum fram og pressuðu af miklum móð. Í uppbótartíma vörðu gestirnir á línu en þeir náðu skyndisókn á 94. mínútu, komust fjórir á tvo þrátt fyrir rangstöðufnyk og skoruðu af öryggi sjötta mark sitt í leiknum. Lokatölur 4-6. Næsti leikur hjá Stólunum er laugardaginn 26. júlí, en þá mæta strákarnir liði KV á gervigras- vellinum í Laugardalnum. /ÓAB Bensínið í botn!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.