Feykir


Feykir - 31.07.2014, Qupperneq 3

Feykir - 31.07.2014, Qupperneq 3
29/2014 Feykir 3 Króksbók er komin út aftur – breytt og efnismeiri RÓTARÝKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS Austur-Húnavatnssýsla Harpa ráðin fræðslustjóri Nýverið var Harpa Hermannsdóttir á Blönduósi ráðin fræðslu- stjóri í Austur- Húnavatnssýslu, á vegum byggðasamlags um fræðslu- og skólaþjónustu í héraðinu. Harpa tekur við af Guðjóni Ólafssyni sem lét af störfum í sumar. Harpa er kennari að mennt og hefur lengi starfað við sérkennslu í Blönduskóla. /KSE Haldið í 28. sinn helgina 9.-10. ágúst Króksmót Tindastóls Króksmót Tindastóls á Sauðárkróki verður nú haldið í 28. sinn helgina 9.-10. ágúst nk. Mótið er fyrir drengi í 5.-7. flokk en einnig verður nóg af afþreyingu fyrir alla fjölskylduna þessa helgi. Fyrstu leikir hefjast kl. 9 á laugardagsmorgni og í há- deginu verður svo öllum gestum mótsins boðið í grill á íþróttavellinum. Setningarat- höfnin hefst svo kl. 20:15, en frá íþróttahúsinu verður farið í skrúðgöngu inn á íþrótta- svæðið þar sem hvert lið er hvatt til að hafa liðsfána. Jón Jónsson og Auddi munu svo skemmta mótsgestum á kvöldvökunni með hæfileika- keppni, söng og gríni. Mótinu lýkur svo um kl. 15 á sunnu- deginum. Nánari upplýsingar um dagskrá mótsins er að finna inni á kroksmot.wordpress. com /GSG Síðasti Feykir fyrir frí Næsti Feykir 14. ágúst Þetta 29. tölublað ársins er jafnframt síðasti Feykir fyrir sumarfrí. Eitt blað fellur niður vegna sumarleyfa að þessu sinni og kemur næsta blað því út fimmtudaginn 14. ágúst. Fram að því mun Guðrún Sif Gísladóttir blaðamaður standa vaktina og setja fréttir og tilkynningar inn á vefinn Feykir.is. Símanúmer Guð- rúnar er 772-9702 og net- fangið gudrun@feykir.is. /KSE N Ý PR EN T eh f. Króksbók fæst í eftirtöldum verslunum: • Verslun Haraldar Júlíussonar • Rafsjá • Bláfelli • Skagfirðingabúð • N1 • Hlíðarkaupi Í Reykjavík verður Króksbók seld í Pennanum Eymundsson. Eftirtöldum þökkum við góða aðstoð við útgáfuna: Fisk Seafood, Sparisjóður Skagafjarðar, Kaupfélag Skagfirð- inga, Steinull og Sveitarfélagið Skagafjörður. Seinni hluta ágústmánaðar munu félagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks ganga um bæinn og bjóða Króksbók til sölu. RÓTARÝKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS Króksbók II GAMLI BÆRINN

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.