Feykir


Feykir - 25.09.2014, Page 8

Feykir - 25.09.2014, Page 8
8 36/2014 Tónlistarneminn Jón Þorsteinn Reynisson býr þessa dagana á Mozartsvegi í Köben. Hann er fæddur 1988 og segist hafa verið heppinn „...að alast upp í Mýrakoti á Höfðaströnd, sem almennt er talinn fallegasti staður jarðarinnar.“ Harmonika er hljóðfæri Jóns Þorsteins en hann er líka partýfær á píanó og blokkflautu. Helstu tónlistarafrek: -Yfirleitt lít ég á það sem tónlistarafrek þegar ég er búinn að æfa nýtt verk og flytja það á tónleikum, enda er sú tilfinning frábær. En ef maður hugsar um sérstaka viðburði að þá er það líklega tónleikaferðin sem ég fór um Ísland árið 2012 þar sem ég spilaði 17 tónleika á 14 dögum, sem var mjög sérstök og skemmtileg ferð en tók á bæði líkamlega og andlega. Það að komast inn í Det Kongelige Danske Musikkonservatorium var einnig stórt skref fyrir mig, og þó að ég geti ekki gert upp á milli allra þeirra tónleika sem ég hef spilað að þá voru tónleikar sem ég spilaði í CCOM í Peking í vor mjög sérstakir, enda ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til að spila þar. Uppáhalds tónlistartímabil? - Mest af minni uppáhalds tónlist er frá barokk og rómantíska tímabilinu, svo því er líklega auðsvarað. Svo þegar ég vil fá smá refreshment að þá hlusta ég á sjöunda og áttunda áratugs rokk og jazz. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? -Ekki margt nýtt sem er að ná mér þessa dagana, en í augnablikinu er ég að æfa Bach svo líklega sperri ég mest eyrun þegar hann fer á fóninn. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? -Í Mýrakoti var gríðarlega mikið hlustað á Rás 1, og voru yfirleitt a.m.k. þrjú útvörp í gangi í einu á báðum hæðum hússins, svo að þar fór ekkert fram hjá manni. Þar fékk maður alla flóruna í tónlist. Svo hefur maður einnig drukkið í sig kirkjutónlistina þar sem að mamma er organisti. Ég á góðar minningar frá því þegar ég sofnaði útfrá spilinu hennar á kvöldin. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? -Ég held án djóks að fyrsti disk- urinn sem ég keypti mér fyrir minn eigin pening hafi verið Pottþétt 97. Það hefur líklega verið þegar ég var gjörsamlega búinn að fá nóg af Rás 1… Ég man hinsvegar fyrst eftir mér nokkrum árum fyrr fá æði fyrir Queen plötu sem var til á heimilinu og vildi ég óska þess að það hefðu frekar verið mín fyrstu kaup, enda væri það svar töluvert betra. Hvaða græjur varstu þá með? -Mig minnir að Queen platan hafi verið Jón Þorsteinn Reynisson / harmonikkuséní Sperrir eyrun yfir Bach spiluð á gömlum plötuspilara með hvítri marmaraplötu, tengdum í Kenwood magnara með stórum hátölurum. Pottþétt 97 var svo líklega mest spilaður í ferðageislaspilaranum mínum. Hvað syngur þú helst í sturtunni? -Það er mjög breytilegt, og fer allt eftir því hvernig ég vakna áður en ég fór í sturtu. Í morgun var það Bohemian Rhapsody. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? -Lagið í Stubbunum, klárt mál. Uppáhalds Júróvisjónlagið? -Það er Nína. Ég tók ástfóstri við þetta lag árið sem það var í Eurovision og mínir fyrstu opinberu tónlistargjörningar voru þegar ég stóð upp á kökudós á ganginum heima og söng lagið hástöfum fyrir gesti. Ég fór þó afar frjálslega með textann og snérist hann yfirleitt út í óð um skítadreifara og traktora þegar ég mundi ekki meira. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? -Ég myndi dúndra gömlu rokkhundunum Jerry Lee Lewis, Elvis Presley og svo Harry Belafonte á fóninn. Ef maður kemst ekki í gírinn við að heyra Whole Lotta Shakin á maður bara að vera heima hjá sér. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? -Píanótónlist er málið á sunnudagsmorgnum. Chopin, Schu- mann og Bach láta instant kaffið bragðast mun betur. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? -Ætli ég myndi ekki fara með konunni til Prag af því að það eru gríðarlega flott borg, leigja mér bát með píanói og Krystian Zimmerman og láta hann spila það sem mér dytti í hug á meðan við siglum á Moldá með tékkneskan bjór og steik fyrir framan okkur. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? -Úff, örugglega mjög margir. Held að það sé best að segja sem minnst um það. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? -Það er eiginlega ómögulegt að nefna bara eina plötu, og í rauninni ósanngjarnt því að það eru til svo margar plötur sem mér finnst alveg ótrúlega góðar. Ef við tölum um klassíska tónlist að þá verð ég að segja að Glenn Gould að spila Goldberg Variations (seinni útgáfan) er mjög ofarlega á blaði. ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is toppurinn Vinsælustu lögin á Playlistanum: Ballade nr.1 CHOPIN Prelude í D dúr RACHMANINOV Intervention ARCADE FIRE Traumerei SCHUMANN Ensk svíta í g moll BACH Perfect Strangers DEEP PURPLE Landbætur með góðum árangri í Keflavík Árið 1976 hófu hjónin Þórey Jónsdóttir og Jóhann Már Jóhannsson, búskap á jörðinni Keflavík í Hegranesi í Skagafirði. Þau tóku jörðina á leigu en keyptu hana árið 2002. Jörðin liggur við sjó, ákaflega snjólétt og þar hafði útbeit verið mikið stunduð alla tíð. Úthagi var ákaflega rýr og beitarland takmarkað. Keflavík var dæmi um jörð þar sem gróðurlendið var að stórum hluta í tötrum. Þau hófu fljótlega landbætur á jörðinni og hafa notað til þess margvíslegar aðferðir. Til að byrja með notuðu þau mest heyrusl og búfjáráburð en einnig nokkuð af tilbúnum áburði. Árið 1994 gerðust þau hjón aðilar að verkefninu „Bændur græða landið“ og jókst þá notkun á tilbúnum áburði. Á eitt uppgræðslusvæðið hefur lúpína verið notuð með góðum árangri frá 1980. Einnig hafa flagmóar verið tættir og þeir græddir upp með fræi og áburði. Hross hafa aldrei verið mörg í Keflavík, 9-15, en á vetrum hefur þeim verið gefið út á ógróin svæði. Fóðurleifar og teðsla hrossanna mynda í framhaldinu gróður- hulu. Um 60 ha eða 43% af úthaga í Keflavík hefur verið tekinn til uppgræðslu. Jafnhliða hefur verið rekið stórt sauðfjárbú á jörðinni með um 350-370 vetrarfóðruðum kindum. Af reynslu þeirra Keflavíkur- bænda af uppgræðslu illa farins lands má draga mikinn lærdóm. Stærstur hluti uppgræðslunnar voru melar sem gróðurþekjan hafði fokið af. Þar virðist henta best að bera á lífrænan úrgang, s.s. búfjáráburð og heyrusl. Tvígildan áburð, köfnunarefni og fosfór, þarf einnig að bera á þessi svæði ef þau á að nytja að ráði til beitar. Frægjöf er ekki nauðsynleg en flýtir þó fyrir þéttingu svarðarins. Stuttan tíma, 3-4 ár tekur að koma sam- felldum gróðri í melana en til að mynda jarðveg og bæta vatns- búskapinn getur þurft að bera á landið í allmörg ár í viðbót. Þegar moldir og flagmóar eru teknir til uppgræðslu þarf að nota aðrar áherslur. Til að græða upp flagmóa hefur reynst best að tæta þá eina umferð og sá í þá grasfræi og bera á tvígildan áburð. Best er að valta þá fyrir og eftir sáningu og aftur að vori. Frægjöfin flýtir fyrir myndun gróðurþekju, sem dregur úr frostlyftingu. Hún er helsti skaðvaldur gróðurs í flagmóum og á melum. Sé lífrænn úrgangur til staðar flýtir hann framvindu gróðurs til muna og gott að nota hann með tilbúna áburðinum. Friðun fyrir beit hrossa og sauðfjár er æskileg fyrstu tvö ár aðgerðanna, einkum þar sem fræ er notað. Í Keflavík er erfitt um vik að alfriða land á vorin en reynt er að stýra beitinni eftir föngum. Eftir að fé er allt farið til afréttar í lok júní er úthagi friðaður þar til fé kemur af fjalli um miðjan september. Vetrar- beit er engin. Reynslan í Keflavík af haust- beit sauðfjár sýnir að féð sækir í ábornu uppgræðslurnar. Það virðist ekki koma að sök, sé þess gætt að ganga ekki of nærri beitinni og jafnvel vera til bóta hvað varðar þéttingu gróður- þekjunnar, einkum þegar upp- græðslan er farin að taka við sér eftir tveggja til þriggja ára áburðargjöf. Fyrsta árið eru borin á 300 kg/ha af tvígildum áburði en síðan 150 – 200 kg/ha. Þrígildur áburður er stundum notaður þegar gróður er tekinn að þéttast. Bjarni Maronsson héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðurlandi vestra AÐSENT BJARNI MARONSSON SKRIFAR Bjarni Maronsson Landgræðslufulltrúi, Þórey og Jóhann Már skoða þann góða árangur sem hefur náðst á jörðinni Keflavík. MYND ÁSKELL ÞÓRISSON Allir finni „sína“ hreyfingu Hreyfivikan í næstu viku Hreyfivikan „MOVE WEEK“ fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29. september – 5. október 2014. en hún er hluti af herferð International Sport and Culture Association (ISCA) en framtíðarsýn herferðarinnar er að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020 að fólk finni „sína“ hreyfingu sem hentar því. Sambandsaðilar UMFÍ munu taka virkan þátt í Hreyfivikunni og bjóða upp á fjölda viðburða og tækifæra fyrir fólk til að kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar. Fylgstu með á www.umfi.is og á http://www. iceland.moveweek.eu/ skráðu þig og vertu með í því að koma Ísland á hreyfingu í Hreyfivik- unni. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.