Feykir - 09.10.2014, Síða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
38
TBL
9. október 2014 34. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Laxá á Ásum
Uppselt næsta sumar
Samkvæmt frétt á Húna.is er uppselt í Laxá á Ásum
næsta sumar, eftir góða veiði í ánni síðustu tvö
sumur. Í sumar veiddust 1006 laxar í ánni og var
meðalþyngd þeirra tæp sex pund. Í fyrra veiddust
1062 laxar.
„Árangar síðustu tveggja ára gefa vonir um að Laxá á
Ásum sé að ná fyrri styrk en á áttunda og níunda
áratugnum veiddust iðulega vel yfir þúsund laxar í ánni á
hverju sumri. Árið 1975 var sett met þegar 1.881 lax
veiddist. Tíundi áratugurinn var góður en um aldamótin
fór heldur að halla undan fæti og hefur veiðin ekki farið
yfir þúsund laxa nema þrisvar síðan þá. Aðeins er veitt á
tvær stangir í ánni sem þýðir að hver stöng gaf 503 laxa
eða um sex laxa á dag að meðaltali,“ segir í fréttinni á
Huna.is. /KSE
Hvað ertu með á prjónunum?
Marlies Wechner Hjalla í Skagafirði
Skipti út skærun-
um fyrir rennijárn
HVAÐ ERTU MEÐ
Á PRJÓNUNUM?
UMSJÓN berglind@feykir.is
Marleis Wechner á
Hjalla í Blönduhlíð tók
áskorun Madöru
Sudare frá Ármúla og
ætlar segja lesendum Feykis frá handverki sínu.
-Takk Madara, fyrir að vera áhugasöm um tréverkið
mitt, en allt er enn óunnið og það er lítið fréttnæmt hjá
mér! Nema það, að ég gat látið drauminn rætast, að
búa og vinna á einum stað uppi í sveit, á Hjalla. Ég er
ekki ung lengur, börnin mín þrjú fullorðin og farin að
heiman.
Hlutverk mitt breytt. Ég nýt þess að hafa tíma til að
athuga og læra ýmislegt í nýja umhverfinu. Maður
þarf ekki dagatal hér, ársins hringur rekur fólkið
áfram! Þetta er annað árið mitt hér og ég sé mörg ónýtt
tækifæri, til dæmis í sambandi við garðyrkju, litadýrð
Handverk Marlies á Hjalla. MYND ÚR EINKASAFNI
Grillaður
lambabógur
alveg hrikalega góður
Pantanir berist fyrir kl. 16 sama dag
...okkar frábæri hefðbundni
grillaði
kjúklingur
dásemdin ein
Pantanir berist fyrir kl. 16 sama dag
...hvað er svo betra en
nýbakað baguette
og brauð
nú eða vínarbrauð
NÝTT BRAUÐ
ALLA DAGAKr. 998,- stk. Kr. 1150,-
VARMAHLÍÐ ...verið velkomin
Föstudagurinn verður alveg grillaður hjá okkur !
og mat, sem bíður í moldinni eftir fræjum, til að geta
látið sjá eða éta sig. Skissubækurnar eru fullar,
vinnustofan komin upp, með trérennibekk og fleiri
verkfæri. Aðflutt safn trjáa úr görðunum frá Reykjavík
þurrt. Rekaviðurinn ókominn.
En, það er spurt um hannyrðir. Ég er með
sveinspróf sem dömuklæðskeri frá Sviss. Tískan
heillaði mig aldrei. Að forma og áhuginn á formleika
hefur fylgt mér síðan. Reynslan á handtökum sem ég
fékk í verklegri baráttu við efni, sem þá voru silki, ull,
bómull, lín og gerviefni, hefur gefið mér visst traust á
höndunum mínum tveimur! Títuprjónar sem
skissverkfæri voru mér lengi kærir og í augnablikinu
finnst mér fallegt að sjá þá í einu tréílátinu. Skærum
hef ég skipt út fyrir rennijárn. En togstreitan heldur
áfram.
Hvert stefni ég? Er það formleikinn í nytjahlutum,
eru það frjáls tjáning og myndir, eða leikföng fyrir
menn, vind og veður, eða augu, eða eyru mannsins?
Ég kann mikið að meta rótgrónar nágrannakonurnar
mínar, Önnu uppi, í jurtalitum og ull þessa daga, og
Önnu á Hjaltastöðum sem fæst við járn, leður, saum,
og alls konar virki. Getur hún gefið innlit í sinn
reynsluheim? Það er hvetjandi að sjá ljósið í vinnu-
stofum þeirra kveikt. Það verður bjart í vetur!