Feykir


Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 4
4 40/2014 Aflatölur 12.-18. október 2014 Um 1000 tonn að landi Í viku 41 var rúmum 740 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var tæpum 230 tonnum landað á Sauðárkróki og rúmu 1,4 tonni á Hvammstanga. Ekkert var róið frá Hofsósi. Alls gera þetta hátt í 1000 tonn en í síðustu viku var landað 400 tonnum. Mismunurinn samsvarar nokkurn veginn á sjötta hundrað tonnum sem landað var úr Arnari HU-1. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Addi afi GK-97 Landb.lína 21.028 Alda HU-112 Landb.lína 17.505 Arnar HU-1 Botnvarpa 538.631 Bergur sterki HU-17 Landb.lína 2.548 Bjarmi HU-33 Handfæri 1.341 Blær HU-77 Landb.lína 2.548 Dagrún HU-121 Þorskanet 11.004 Diddi GK-56 Handfæri 1.729 Flugalda ST-54 Landb.lína 4.585 Garpur HU-58 Handfæri 534 Margrét SU-4 Handfæri 1.788 Muggur KE-57 Landb.lína 19.000 Ólafur Magnús. HU-54 Þorskanet 1.469 Óli Gísla HU-212 Handfæri 1.213 Sighvatur GK-57 Lína 97.666 Signý HU-13 Landb.lína 8.727 Stella GK-23 Landb. lína 11.506 Ferðaþjónustunnar á Hólum, Undir Byrðunni. Þess má geta að einn var brautskráður með MA í ferða- málafræði og er það í annað sinn í sögu deildarinnar. Það var Áskell Heiðar Áskelsson og nefnist meistararitgerð hans „Hamingjan er hér“. Samfélags- leg áhrif Bræðslunnar á Borgar- firði eystra.“ Leiðbeinandi hans var Dr. Guðrún Helgadóttir, prófessor; umsjónarkennari Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, lektor, og prófdómari Dr. Anna Karlsdóttir, lektor við HÍ. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Vilja ekki læra af reynslunni! Forysta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins í Skaga- firði hefur nú loksins gengist við því með formlegum hætti að kvótakerfið í sjávarút- vegi hafi alls ekki þjónað upphaflegum markmiðum sínum þ.e. stuðla að hag- kvæmri nýtingu fiskistofna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Framangreind sjónarmið komu skýrt fram í umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar til sjávarútvegsráðuneytisins um byggðakvóta dags. 30. septem- ber. Í umsókninni eru tíundaðar með greinagóðum hætti hræðilegar afleiðingar kvótakerfisins fyrir atvinnulíf í Skagafirði. Rakið er að núverandi veiðiheimildir í Hofsósi séu einungis brot af því sem þær voru árið 1997. Sömuleiðis er upplýst um þá grafalvarlegu stöðu, að byggðin í Hofsósi sé í hættu, ef ekki verði gerðar breytingar á úthlutun aflaheimilda. Í áðurnefndri umsókn Sveitarfélagsins Skagafjarðar er jafnframt greint frá þeirri gríðarlega miklu skerðingu sem hefur orðið á aflaheim- ildum á Sauðárkróki, á síðast- liðnum áratug eða tæplega 29 %. Það er því ljóst að atvinnulíf í Skagafirði hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku. Flestum ætti að vera ljóst að núverandi kvótakerfi er ekki að þjóna upphaflegum markmiðum sínum enda er þorskaflinn nú árið 2014 hér við land, 100 þúsund tonnum minni en hann var árið 1924 og helm- ingurinn af því sem aflinn var árin fyrir daga kerfisins. Helsta verkefni til sóknar í atvinnumálum í Skagafirði ætti því augljóslega að vera að hvetja einarðlega til endur- skoðunar á núverandi kvóta- kerfi sem miðaði að því auka veiðiheimildir og jafnræði í greininni en það myndi leiða af sér þegar fram líða stundir, til eðlilegrar nýliðunar. Á fundi Atvinnu-, menn- ingar og kynningarnefndar þann 15. okt. sl., var til umfjöllunar svar ráðuneytisins við beiðninni um byggða- kvótann og einnig afgreiðsla á úthlutnarreglum sveitarfél- agsins Skagafjarðar á þeim byggðakvóta sem var til skipt- anna. Á fundinum, þá höfnuðu fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks að fara yfir reynslu af núverandi úthlut- unarreglum. Undirritaður taldi eðlilegt og sjálfsagt að áður en úthlutað er gæðum sem meta má á tugmilljónir króna, að þá væri farið yfir reynslu fyrri ára. Mikilvægt er að farið sé málefnalega yfir úthlutunarreglurnar og haft þá samráð við aðila sem málið snertir s.s. smábátafélagið Skalla og fiskvinnsluna í Hofsósi. Þessum sjónarmiðum höfnuðu fulltrúar meirihlut- ans með merkilegri bókun sem ég læt hér fylgja með: „Gunnsteinn Björnsson og Víggó Jónsson óska bókað: Meirihluti nefndarinnar vill taka fram að útgerðir sækja um byggðakvóta til eins árs í senn og því ekki hægt að horfa til fortíðar í því samhengi“. Við í K-listanum erum þessum sjónarmiðum ekki sammála og teljum mikilvægt að huga að fortíð þá framtíð skal byggja, sérstaklega þegar á í hlut undirstöðu atvinnugrein þjóðarinnar. Sigurjón Þórðarson K lista Skagafjarðar AÐSENT SIGURJÓN ÞÓRÐARSON SKRIFAR Sæborg HU-80 Handfæri 828 Alls á Skagaströnd: 743.934 Farsæll SH-30 Botnvarpa 90.639 Gammur SK-12 Þorskfisknet 1.594 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 4.535 Klakkur SK-5 Botnvarpa 129.589 Maró SK-33 Handfæri 810 Már SK-90 Handfæri 1.857 Óskar SK-13 Handfæri 1.170 Steini SK-14 Handfæri 1.579 Vinur SK-22 Handfæri 1.588 Þytur SK-18 Handfæri 966 Alls á Sauðárkróki 234.327 Harpa HU-4 Dragnót 1.478 Alls á Hvammstanga 1.478 Taktu þátt í að gera Feyki enn skemmtilegri Lumarðu á frétt? Feykir er frétta- og dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra Nítján brautskráðir úr öllum deildum Haustbrautskráning frá Hólaskóla Því miður gátu ekki allir brautskráningarnemarnir verið viðstaddir athöfnina, en myndin er af þeim sem mættu, ásamt deildarstjórum og rektor. MYND: GUÐMUNDUR B. EYÞÓRSSON Nú í október voru nítján nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Hólum. Nemendurnir voru úr öllum deildum skólans og athöfnin, sem fór fram í Hóladóm- kirkju, var með hefðbundnum hætti. Af brautskráðum voru sautján úr ferðamála- deildinni. Fimm hlutu diplómu í viðburða- stjórnun, átta höfðu lokið diplómunámi í ferðamálafræði og aðrir þrír BA-námi í sömu grein. Þá var einum veitt meist- aragráða í ferðamálafræði. Frá hestafræðideild var einn braut- skráður með BS í reiðmennsku og reiðkennslu, og annar frá fiskeldis- og fiskalíffræðideild, með diplómu í fiskeldisfræði. Ávörp fluttu rektor og deildarstjórar, sem og Ragn- heiður Björk Sigurðardóttir er talaði fyrir hönd nýbrautskráðra. Sigvaldi Helgi Gunnarsson annaðist tónlistarflutning. Að athöfn lokinni var viðstöddum boðið til kaffisamsætis í umsjón Karlakórinn Heimir Nýtt starfsár hafið Nú fara haustannir minnkandi hjá bændum, en samkvæmt vef Karlakórsins Heimis er hefð fyrir því að kórfélagar hefji vetrarstarfið um þetta leyti og var fyrsta æfingin í síðustu viku. Stefán R. Gíslason verður í leyfi frá stjórn kórsins þetta starfsár og hefur Sveinn Arnar Sæmundsson frá Syðstu-Grund verið fenginn í hans stað. „Með því að taka við stjórntaumunum í Karlakórnum Heimi fetar Sveinn Arnar í fótspor afa síns, Gísla Magnússonar í Eyhildarholti, en hann var fyrsti stjórnandi kórsins eftir stofnun hans árið 1927. Þeir Eyhyltingar hafa alla tíð síðan verið meðal burðarása í starfi kórsins, og því við hæfi að þeir eignist á ný fulltrúa við stjórnvölin,“ segir á vefnum. Sveinn er organisti og kórstjóri á Akranesi, og mun aka norður í Skagafjörð á mánudögum til æfinga. Thomas Higgerson mun stýra æfingum á fimmtudögum. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.