Feykir


Feykir - 23.10.2014, Page 9

Feykir - 23.10.2014, Page 9
40/2014 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman að byrja þáttinn að þessu sinni með vel gerðum vísum sem allt eru hringhendur. Höfundur er Þórhildur Sveinsdóttir frá Hóli hér í Svartárdalnum. Held að þessar ágætu vísur hafi verið ortar veturinn 1974 og mun þá hafa verið talsverð umræða orðin um þjóðhátíðina sem halda átti þá um sumarið. Áður brosti hjalli og hlíð -hjartað nostur dáir.- Nú er frost og norðan hríð nú eru kostir fáir. Allt í kring er klaki og snjór kuldi lyngið beygir. Aldrei klingir orðasjór. Allir vingulslegir. Þó að hríðin hamist stríð herði á lýða kjörum. Þegna bíður þjóðhátíð því mun kvíði á förum. Aftur hlánar efalaust allra þánar sinni, himinn blánar, blíðkast raust betur lánast kynni. Þá skal herða hljóð á ný hefja ferð um strindi. Þá mun verða vakin hlý vísnamergð í skyndi. Gleymast vetrar veðrin hörð vorið hvetur braginn. Skýrist letur, lifnar jörð léttir betur haginn. Alla gleður gæða fjöld góðlynd veður kæta. Dýrin seður, yngist öld allt vill geðið bæta. Sól í heiði hýrgar lund, hverfur neyð og tregi. Nýta breiðir nægtamund neinum leiðist eigi. Þó að frjósi fold og mar fljótt þó kjósum bætur. Allar rósir anga þar eftir ljósar nætur. Smáu ljóði ljúka fer lítt er hróður mætur Þeim sem óð í brjósti ber bíð ég góðrar nætur. Höldum áfram í sama dúr og bætum við einni hringhendu. Höfundur að henni minnir mig að sé Ármann Dalmansson sem þá mun hafa átt heima á Akureyri, en vísan var gerð kringum 1960. Fjöllin klæðir kaldur snær. Kristals-þræðir titra. Ljómar bæði land og sær. Ljós í hæðum glitra. Nú síðustu daga hefur talsvert verið rætt um málefni mjólkuriðnaðar hér á landi. Virðast mál okkar stóru stofnunar í þeim geira vera í miður góðum farvegi. Næstu vísur minnir mig að kæmust á kreik í maí 1979 þegar Adolf I. Pedersen las í dagblaði um deilur þess tíma sem þá voru við mjólkurfræðinga. Vísnaþáttur 628 Hér er sagt um mjólkurmálmargt sem þarf að kanna. Flosi þambar úr fullri skál af flautum vísindanna. Hún er ekki fyrir fólk fróðir menn það sanna.- Það drepist, ef það drekki mjólk að dómi vísindanna. Síðar mun ef ég man rétt hafa komið fram í umræddri grein að sumu gömlu fólki yrði bara gott af mjólk úr íslensku kúnni. Mun þá Adolf hafa bætt þessari vísu við. Þeir duga vel sem drekka mjólk dóminn um það felli. Glaðværð, segir gamalt fólk, gefur hún í elli. Séð höfum við á þessum haustdögum eins og áður blómin sem voru svo falleg blikna og fölna. Halla Loftsdóttir frá Stóra-Kollabæ í Fljótshlíð er höfundur að þessum, sem ortar eru um deyjandi rós. Er að hníga höfuð þitt, hvað er við því að segja? Unga sumaryndið mitt áttu nú að deyja? Bliknar flest er bjartast skín, blöð og rósir falla. Þetta eru örlög þín og mín þau eru jöfn við alla. Gaman að rifja næst upp tvær ágætar vísur eftir aðra konu sem lifði tímana tvenna um og eftir aldamótin 1900. Bjó hún á Tumastöðum í Fljótshlíð og orti svo á efri árum. Sigla fyrir sólu ský, sölna grundir fínar. Nú er komin kölkun í kvæði og stökur mínar. Fækkar dögum förlast sýn fæðist sjaldan baga. Alltaf skín þó inn til mín ást til bernskudaga. Þá nokkur orð til ykkar lesendur góðir. Ég held stundum er ég fer að undirbúa nýjan þátt að ég sé nú loks búinn með allt efni. Ræst hefur reyndar úr því fram að þessu og ýmislegt tínst til. Gaman væri að fá frá ykkur lesendur góðir einhvert framlag í næsta þætti. Alveg sama hvort þið hafið ort það sjálf, eða lært eftir aðra höfunda. Tek sem dæmi hve gaman var að fá vísurnar hennar Þórhildar sem birtast hér fremst í þættinum. Gott að enda með vel gerðri hringhendu eftir Dýrólínu Jónsdóttur, áður húsfreyju í Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði. Margan kól af megni kífs minnsta skjóli feginn. Aðrir róla leiðir lífs lengst af sólar megin. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Fanney Ísfold Karlsdóttir skrifar Hreyfiseðill – hvað er það? Hreyfiseðill er meðferðarúrræði í heilbrigðiskerfinu sem læknir skrifar upp á í samráði við sjúkling/skjólstæðing og er ávísun á hreyfingu eftir forskrift. Læknir vísar skjólstæðingi í kjölfarið til hreyfistjóra sem útbýr hreyfiáætlun í samráði við hann. Skjólstæðingurinn framfylgir áætluninni upp á eigin spýtur en undir eftirliti hreyfistjóra sem fylgist með árangri og meðferðarheldni. Eftirfylgd er svo í höndum hreyfistjóra og læknis. Skjólstæðingar sem hafa sjúk- dóma þar sem hreyfing er gagnleg sem meðferð eða hluti af meðferð geta fengið ávísun á hreyfiseðil hjá sínum lækni. Viðkomandi hittir þá hreyfi- stjóra (sem er menntaður sjúkraþjálfari) í einu upphafs- viðtali. Í viðtalinu er lagt faglegt mat á stöðu viðkomandi hvað Fanney Ísfold Karlsdóttir MYND: ÚR EINKASAFNI varðar þol, getu, áhugahvöt og áhugasvið og síðan er lögð upp áætlun um hreyfingu, hvernig, hversu oft, hversu lengi og hversu mikil ákefð er ráðlögð í hreyfingunni. Skjólstæðingur skráir svo hreyfingu sína á heim- síðuna hreyfiseðill.is (eða hringir inn) og merkir við á ákveðinn hátt og það gerir honum og hreyfistjóranum kleift að fylgjast með árangr- inum. Nái skjólstæðingurinn ekki markmiðum hefur hreyfistjórinn samband við hann, hvetur áfram og leitar nýrra leiða ef þörf krefur. Hreyfiseðillinn getur átt við sem meðferð eða hluti af meðferð við ýmsum sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum. Í dag sýna vísindalegar rannsóknir fram á jákvæð áhrif hreyfingar sem meðferðar við mörgum sjúkdómum. Algengustu ábendingar fyrir hreyfiseðlum hérlendis hafa verið fullorðinssykursýki, offita, hár blóðþrýstingur, þunglyndi og kvíði og ýmsir stoðkerfis- sjúkdómar. Hreyfiseðillinn gildir í eitt ár en algengt er að þetta tímabil nái yfir þrjá mánuði til eitt ár.Hreyfi- seðill er tiltöluleg nýtt úrræði í íslensku heilbrigðiskerfi en hef- ur verið í notkun í nágranna- löndum okkar í fjölda ára. Jón Steinar Jónsson læknir og Auður Ólafsdóttir sjúkra- þjálfari sem sitja í verkefnastjórn um Hreyfiseðil komu nú á haustdögum og kynntu þetta verkefni og hófu innleiðingu þess hér á Heilsugæslunni á Sauðárkróki. Hreyfistjóri verður Fanney Ísfold Karlsdóttir sjúkra- þjálfari. Uppselt á fjórar sýningar í röð hjá Leikfélagi Sauðárkróks Þremur sýningum bætt við á Emil Bætt hefur verið við þremur aukasýningum á Emil í Kattholti í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks. Uppselt hefur verið á fimm sýningar af átta hingað til. Leikfélag Sauðárkróks þakkar góðar viðtökur og vekur athygli á að auka- sýningar verða á föstudag, laugardag og sunnudag, sem hér segir: Föstudag 24. október kl. 17:30 Laugardag 25 október kl 14:00 Sunnudag 26 október kl 16:00 Miðasala er í síma 849 9434 og einnig í Bifröst 30 mín. fyrir sýningar. /Fréttatilkynning

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.