Feykir


Feykir - 23.10.2014, Qupperneq 2

Feykir - 23.10.2014, Qupperneq 2
2 40/2014 Þegar ég átti leið suður til Reykjavíkur á dögunum voru Hvalfjarðargöng lokuð og þá var ekkert annað í stöðunni en að taka smá auka krók á leiðina og renna fjörðinn. Það var fremur sérstök tilfinning þegar beygjan var tekin af þjóðvegi 1 en það var ekki fyrr en þá að ég áttaði mig á því að ég hafði ekki ekið Hvalfjörðinn í tja..., hvað voru komin mörg ár síðan – ein 16 ár! Jahér, mig hefur oft langað til þess en er alltaf á svo mikilli hraðferð að ég hef ekki mátt við því að bæta þessum auka hálftíma við ferðina. Það er svo þægilegt að skjótast bara í gegnum göngin og þar með ertu næstum komin á leiðarenda, þ.e.a.s. ef maður er á suðurleið annars ef það er á norðurleiðinni þá er svo löng leið fyrir höndum að maður má ekki við því að byrja ferðina á óþarfa krókaleið, sérstaklega þegar börnunum fjölgar sífellt með- ferðis. En hvað um það, ég var ekki laus við smá eftirvæntingu þegar við héldum áfram för inn fjörðinn. Aðstæður voru þó talsvert öðruvísi en ég hafði ímyndað mér, ég hafði alltaf séð fyrir mér að fara fjörðinn á fallegum og sólbjörtum sunnudegi með allan tímann í heiminum til að skoða mig um og sjá hvað hefur breyst í tímans rás. Þess í stað vorum við á ferðinni seint um kvöld, í svarta myrkri, þar sem við höfðum drifið okkur af stað til að vera á undan stórhríðinni og því slæma skyggni sem var í veðurkortunum næsta dag. Í huganum tíndi ég til ýmsar minningar af ferðum í aftursæti í bíl foreldra minna eftir hlykkjóttum firðinum, inn fjarðarbotninn, horfandi á stórbrotið landslagið og rifjaði upp eftirvæntinguna eftir hverri Hvalfjarðarsjoppunni á eftir annarri þar sem hægt var að gæða sér á appelsíni og Prins póló í gylltu umbúðunum, en það var skyldustopp í að minnsta kosti tveimur sjoppum af þremur. Herminjarnar, hvalstöðin og önnur mannvirki sá ég ljóslifandi fyrir mér á meðan ég klessti nefið upp við rúðuna út í myrkrið í tilraun til að raða minningarbrotunum saman við brotakennd landslagið sem mátti greina umhverfis bílinn. Hvalfjörðurinn var sjálfsagt óvenju líflegur þessa stjörnu- björtu nótt vegna lokunar gangnanna sem áttu sinn þátt í að breyta ásýnd fjarðarins sem áður var í alfaraleið en er nú einungis krókaleið alltof sjaldan farin. Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Krókaleiðir Tillögur til Norðvestur nefndarinnar Húnaþing vestra og Blönduós- bær hafa skilað tillögum Í byrjun maí á þessu ári samþykkti ríkisstjórn Íslands að skipa sérstaka landshlutanefnd fyrir Norðurland vestra sem komi með tillögur um það hvernig efla mætti byggðaþróun, fjölga atvinnutækifærum og efla fjárfestingu á svæðinu. Húnaþing og Blönduósbær hafa þegar skilað tillögum til nefndarinnar og hefur verið fjallað um tillögur Blönduós- bæjar á Feykir.is. Tillögur Húnaþings vestra til nefndarinnar eru víðfeðmar, að sögn Guðnýjar Hrundar Karls- dóttur sveitarstjóra þar. Miða þær að því að efla byggð og auka atvinnutækifæri í sveitarfélag- nu. Lögð er áhersla á að styrkja grunnþjónustu, t.d með úrbót- um í vegamálum sem löngu eru orðnar tímabærar. Einnig er mikil àhersla lögð á mikilvægi ljósleiðaravæðingar með tilliti til jafnra möguleika landsmanna til Þing Landssambands hestamanna Þingi frestað til 8. nóvem- ber og stjórnin sagði af sér Eins og sagt hefur verið frá á Feyki.is var þing Lands- sambands hestamanna haldið á Selfossi um síðustu helgi. Miklar sviptingar urðu sem fyrr segir á þinginu. Rétt fyrir þingið hafði for- svarsmönnum hestamanna í Skagafirði verið tilkynnt að næsta Landsmót hestamanna yrði að líkindum ekki haldið á Vindheimamelum árið 2016, þrátt fyrir að viljayfirlýsing þar um hefði verið undirrituð í vor. Átök urðu um málið á þinginu sem endaði með því að stjórn LH sagði af sér og þingi var frestað til 8. nóvember. Kosið var skriflega um tillögu hesta-mannafélaganna í Skagafirði um að stjórn LH drægi til baka þá ákvörðun að hætta við að halda mótið á Vindheimamelum 2016. Tillag- an var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 67. Á þinginu var Haraldur Frá Hvammstanga. vinnu og náms. „Ljósleiðara- væðingin er mikilvægasta ein- staka verkefnið sem hægt er að ráðast í til eflingar byggðar og fjölgunar atvinnutækifæra á landsbyggðinni,“ sagði Guðný í samtali við Feyki. „Í sértækari tillögum til nefndarinnar er lögð áhersla á verkefni sem geta skapað störf strax en brýnt er að bregðast hratt við til að snúa við neikvæðri byggðaþróun á svæðinu. Af þeim tillögum má nefna sem dæmi eflingu starfsstöðvar Fæðingar- orlofssjóðs á Hvammstanga, eflingu starfsemi Selaseturs Íslands, eflingu Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands Hvammstanga auk ýmissa skráningar- og þýðingarverkefna,“ sagði Guðný ennfremur. /KSE Útsvar á föstudaginn Skagfirðingar mæta Árborg Keppni í Útsvari er fyrir nokkru hafin þennan veturinn en þar keppa 24 sveitarfélög sín á milli í skemmtilegum spurningaleik á RÚV. Nú á föstudagskvöld er komið að því að Skagfirðingar hefji þátttöku en þá mæta þeir vösku liði Árborgar. Lið Skagafjarðar er að þessu sinni skipað reyndum kempum þótt nýliði sé einnig í hópnum. Liðið skipa þau Guðrún Rögn- valdardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs, Guðný Zoega, deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst. Þátturinn hefst kl. 20:10. /KSE Þórarinsson, formaður LH, sakaður um að brjóta lög og önnur óheilindi og ákvað hann í kjölfarið að segja af sér formennsku. Í framhaldi af því sagði öll stjórn LH af sér. Hlé var gert á þinghaldi en þingi síðan frestað til 8. nóvem- ber og á þá að halda fram- haldsfund, enda þarf að kjósa formann og nýja stjórn áður en þinghald getur haldið áfram. Ætlar kjörnefnd að undirbúa kosningu og annað sem þarf að undirbúa varðandi það þing. Meðlimir stjórnar munu taka að sér að stjórna skrifstofu LH fram að hádegi 8. nóvember svo samtökin séu ekki án stjórnar þar til á þinginu. /KSE 22. ársþing SSNV á Hvammstanga Ný stjórn mun ráða framkvæmdastjóra Ársþing SSNV, hið 22. Í röðinni, fór fram á Hvammstanga 16.-17. október sl. Að sögn Bjarna Jónssonar, fráfarandi formanns stjórnar, fór þingið vel fram. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra samtakanna en fráfarandi stjórn samþykkti á dögunum að fela nýrri stjórn að ganga frá því máli. Ný stjórn samtakanna var kjörin til næstu tveggja ára og hana skipa eftirfarandi aðilar: Adolf H. Berndsen, oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar, formaður, Unnur Valborg Hilm- arsdóttir, oddviti Húnaþings vestra, varafor- maður, Valgarður Hilmarsson, forseti bæjar- stjórnar Blönduósbæjar, Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarð- ar og Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðar- ráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar Varastjórn skipa: Elín Jóna Rósinberg sveitar- stjórnarfulltrúi Húnaþingi vestra, Dagný R. Úlfarsdóttir varaoddviti Skagabyggðar, Þorleifur Ingvarsson oddviti Húnavatnshrepps, Gunn- steinn Björnsson sveitarstjórnarfulltrúi Sveitar- félaginu Skagafirði og Bjarki Tryggvason sveitar- stjórnarfulltrúi, Sveitarfélaginu Skagafirði. Þegar Feykir hafði samband við Adolf Berndsen, formann stjórnar, rétt fyrir útgáfu blaðsins lá ekki fyrir hvenær fyrsti fundur nýrrar stjórnar yrði. /KSE

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.