Feykir


Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 7
40/2014 7 veitingahússins sem áður hét Kántríbær. Þá var Þórarinn búsettur í Mývatnssveit og hafði verið þar frá árinu 2008, ásamt eiginkonu sinni, Önnu Grétu Eyþórsdóttur frá Blönduósi, og börnum þeirra tveim- ur, Karitas Líf og Elíasi Eyþóri. Í Mývatnssveit hafði Þórarinn starfað sem yfirkokkur á Hótel Reynihlíð frá 2009-2013 og á Hótel Seli í eitt ár. „Ég fékk símtal og var spurður hvers vegna enginn maður í minni stétt, það er kokkur eða veitingamaður, væri fyrir löngu búinn að opna gamla Kántríbæ aftur, en hann hafði verið lokaður allt sumarið. Þannig að ég gerði mér ferð heim til að heimsækja mömmu og kíkja aðeins á staðinn,“ útskýrir Þórarinn, en eftir heimsóknina segir Þórarinn að ekki hafi verið aftur snúið. „Þarna sá ég að ég gæti komið að góðu gagni og hefði margt fram að færa. Ég sagði ég við konuna mína að ég yrði að skoða þetta aðeins nánar og á leiðinni frá Skagaströnd, á milli Blönduóss og Skaga- strandar, hringi ég tvö eða þrjú símtöl. Þar með fór boltinn af Þórarinn Brynjar í góðum félagsskap á verönd Borgarinnar. Úr veitingasal Borgarinnar. Þórarinn á æskuárunum. MYND: LJÓSMYNDASAFN SKAGASTRANDAR stað,“ segir hann. „Ég þurfti að athuga með fjármagn, gera áætlanir, tala við birgja, fá leyfi - allt gekk þetta snurðulaust. Öll skriffinskan rann í gegn og allt small, svona hefur þetta verið frá fyrsta degi - frá því hugmyndin kviknaði þangað til ég opnaði og fram til dagsins í dag,“ segir hann glaður í bragði. Frá því að staðurinn opnaði hefur Borgin iðað af lífi og ekki liðið sá dagur sem ekki hefur verið fullt að gera, fullsetið öll hádegi á virkum dögum og nóg að gera á kvöldin. Þórarinn sér einnig um matinn fyrir skólann á Skagaströnd en þann samning við sveitarfélagið segir hann hafa verið grund- völlinn fyrir því að hann gat ráðist í að opna staðinn, að hafa þá föstu tekjulind. Þórarinn þurfti einungis að gera minni háttar breytingar á staðnum en að öðru leyti var hann í raun tilbúinn til reksturs. Fjölskylda hans verður áfram í Mývatnssveit fyrst um sinn á meðan Þórarinn kemur veit- ingarekstrinum af stað en því fylgir mikil vinna og eru dagarnir hans á Borginni langir. „Þetta er búið að vera mikil vinna. Ég var einn í september en er nú búinn að ráða mér kokk, svo hef ég ráðið stelpu sem þjónar á kvöldin en ég þarf að bæta við manneskju,“ segir Þórarinn en opnunartímar Borginnar eru frá kl. 10:00 til 21:00 á kvöldin en á föstudögum er opið lengur, til kl. 1:00 en á laugardögum er opið frá kl. 11:30 til 1:00 og á sunnudögum frá kl. 11:30 til 21:00. Þórarinn ætlar að blása til sérstakra viðburða til að brjóta upp daglegt starf veitinga- staðarins og ætlar að bjóða upp á fjölbreyttar matarupplifanir í takti við þemað sem hann vinnur með hverju sinni. Sá fyrsti verður nú um helgina, dagana 24. og 25. október, þá mun Þórarinn galdra fram sjö rétta villibráðarmatseðil með sérvaldri íslenskri villibráð, þar með talið gæs, lunda, villtan silung, hreindýr og íslenska osta. Verður þetta gert að fyrirmynd villibráðarveislu sem Þórarinn stóð fyrir á Hótel Reynihlíð og hafði gefið góða raun og nú vill hann taka upp þráðinn á Skagaströnd. Helgina þar á eftir ætlar hann að slá upp villi- bráðarhlaðborði, föstudaginn og laugardaginn 31. október og 1. nóvember, en eftir hlaðborðið á laugardagskvöldið er ætlunin að halda ball í Borginni. Þegar jólamatseðil Borgar- innar bar á góma nefndi Þórar- „Einu sinni afgreiddum við 7500 manns, þrjá daga í röð. Á þeim tveimur árum sem ég var þar var þetta langsamlega stærsta dæmið og ég fékk að gera sósuna fyrir þessa veislu. Þá var kálfakjöt í matinn borið fram á fati, ásamt grænmeti og kartöflum og sósan var í skál með. Þegar svona er þarf að gera meiri sósu en notuð er þannig að ég gerði 1100 lítra af sósu þennan dag.“ inn hvern girnilega réttinn á eftir öðrum sem hann mun reiða fram til að koma matargestum í hátíðarskapið. Jólamatseðill verður helgina 28. og 29. nóvember en hlaðborð helgina 5. og 6. desember, helgina þar á eftir verður svo aftur matseðill. „Þá gerum við það svolítið á danska mátann og byrjum á því að láta fólk hafa úrval af síld og rúgbrauð, svo kemur lifrapate með beikoni og sveppum. Næst verður boðið upp á rækjur og loks kemur jólasteikin sjálf. Í eftirrétt verður Ris a la mande. Þannig að þú færð jólamatinn borinn til þín á disk en hlaðborðið verður með öllu því húllum hæi sem við þekkjum.“ Það er því í mörg horn að líta hjá Þórarni næstu mánuði en hann segist líta björtum augum á framtíðina. Hann segir tilfinn- inguna að vera kominn aftur til Skagastrandar afar sérstaka, hann hafi oft komið í heimsókn en ekki stoppað af neinu viti. „Að finna dásamlega sjávar- loftið á ný, hlusta á sjávarniðinn og heyra bátana sigla inn höfnina. Svo að sjá fjallið mitt, Spákonufellsborgina, eins og ég kalla það og við Skagstrendingar. Við segjum að þetta sé fallegasta fjallið á landinu þó víðar væri leitað – það er Borgin, og þess vegna heitir staðurinn minn Borgin. Mér finnst að mér hafi verið ætlað að koma hingað og gera nákvæmlega þetta,“ segir Þórarinn að endingu. Söfnin líklega lokuð í einhverja mánuði Í september voru opnuð tilboð í uppsetningu lyftu og endurbætur á Safnahúsi Skagfirðinga, sem hýsir Héraðsskjala- og Héraðs- bókasöfn Skagfirðinga. Kostnaðaráætlun var uppá 76.845.855 krónur og bárust tvö tilboð í verkið. Annað var frá K-tak ehf. að upphæð kr. 78.874.901 (102,6%) en hitt frá Trésmiðjunni Ýr ehf. á kr. 79.661.043 kr. (103,7%). Á síðasta fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt að ganga til samninga við K-tak, ásamt því að panta lyftu í húsið. Var sviðsstjóra veitu- og fram- kvæmdasviðs falið hvort tveggja. Ekki er gert ráð fyrir allri framkvæmdinni á fjár- hagsáætlun sveitarfélagsins 2014, en það sem út af stendur verður sett á framkvæmda- áætlun ársins 2015. Ekki er þörf á að breyta þriggja ára áætlun 2015-2017 vegna þessa. Á meðan á framkvæmd- um stendur verður að loka söfnunum. Framkvæmdir munu hefjast 7. nóvember en Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður Héraðsbóka- safnsins, segir því miður ekki hægt að segja til um hversu lengi þær standa. Hún segir að á meðan framkvæmdum standi verði tækifærið notað og safnkosturinn skráður í Landskerfi bókasafna, Gegni. Því verði að innkalla allar þær bækur sem eru í útláni fyrir 6. nóvember. /KSE Framkvæmdir við Safnahús Skagfirðinga Stór verkefni framundan Vetrarstarf Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps hófst í vikunni í Húnaveri. Mikil dagskrá er framundan en ákveðið var að æfa upp lög sem að Vilhjálmur Vil- hjálmsson og Ellý Vilhjálms gerðu ódauðleg. Verður sú dagskrá flutt á nýju ári. Einnig er framundan 90 ára afmæli kórsins á næsta ári og verður haldið upp á það með einhverjum hætti á vori komanda. Síðast en ekki síst hefur verið ákveðið í samráði við Íslendingafélagið í Gimli, að kórfélagar verði aðalgestir á Íslendingadeginum í Gimli í Kanada í byrjun ágúst á næsta ári. Það er því mikið og spenn- andi starf framundan. Kórinn tekur nýjum kór- félögum opnum örmum og er ekkert annað að gera en að mæta á æfingu eða setja sig í samband við kórfélaga. Æft er á mánu- og fimmtudögum kl. 20:30 í Húnaveri nema annað sé tekið fram, eins og fram kemur á vefnum huni.is. /KSE Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.