Feykir


Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 12

Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 40 TBL 23. október 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Skvetta handverk Gaf 50 þúsund Skagfirðingurinn Hólmfríður Lilja Böðvarsdóttir hjá Skvettu handverki hannaði og seldi falleg armbönd með Bleiku slaufunni á 2.000 kr. í október. Af hverju seldu armbandi rann 1.000 kr. til styrktar Krabba- meinsfélaginu. Hólmfríður af- henti félaginu styrk að upphæð 50 þúsund krónur sl. föstudag. Hólmfríður er frá Brúna- stöðum í Lýtingsstaðahreppi hinum forna en er nýflutt í Kópavoginn. Hún ætlar að vera með söluborð á markaði sem auglýstur hefur verið í Húsi frítímans á Sauðárkróki laugardaginn 1. nóvember og þar verður m.a. hægt að fá armböndin vinsælu. /KSE Taumlaus bræðraskemmtun í Miðgarði Óskar, Magni og Valmar léku og sungu uppáhaldslögin Snillingarnir Óskar Péturs Álftagerðisbróðir, Valmar Valjaots Hvanndalsbróðir og Magni Ásgeirs litli bróðir, spiluðu uppáhaldslögin sín og sögðu sögur á milli laga á eldhressum tónleikum í Miðgarði laugardagskvöldið 18. október. Þeir félagar hófu leik með því að syngja Fyrr var oft í koti kátt en síðan renndu þeir í hvern slagarann af öðrum og frá byrjun voru gestir að taka vel undir. Lög eins og Reyndu aftur, Bíddu við, Hamraborgin, Bjössi á mjólkurbílnum, Sem lindin tær og að sjálfsögðu Ég er kominn heim fengu að hljóma. Stóri bróðir Magna, Áskell Heiðar Ásgeirsson, stóð fyrir tónleikunum og í hléi kynnti hann til sögunnar eystborgfirska skáldið Ásgrím Inga Arngrímsson sem flutti nokkur brosleg ljóð af kæreyleysislegum alvöru- þunga. Tónleikarnir voru vel sóttir. /ÓAB Það má finna ýmislegt í Vélavali Stívél og vettlingar Reiðskór Regnföt Í haustverkin: Hnífar, brýni, frystipokar bjúgnalangar, kjötnet, nitritsalt o.fl. fyrir haustverkin Hólmfríður Lilja afhenti Krabbameinsfélaginu 50 þúsund króna styrk.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.