Feykir


Feykir - 23.10.2014, Page 1

Feykir - 23.10.2014, Page 1
 á BLS. 6-7 BLS. 10 Gunnhildur Gísladóttir ljósmyndari svarar Rabb-a-babbi Súkkulaði er veikleiki BLS. 8 Rætt við Þórarinn Brynjar Ingvarsson veitingamann á Skagaströnd í opnuviðtali Var ætlað að koma aftur Feykir heimsótti Sviðamessu Húsfreyjanna á Vatnsnesi 37 sviðamessur á fjórtán árum 40 TBL 23. október 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Borðhald hefst kl. 20.00 húsið opnað kl. 19.00 Dásamleg villibráð og fordrykkur í boði hússins Lifandi tónlist fram eftir kvöldi Verð 9.200 kr. á mann - tilboð á gistingu Pantanir í síma 453 8245 / 453 8099 Villibráðarhlaðborð 8. nóvember Þakklæti efst í huga júdóiðkenda Nýr júdóvöllur Júdódeildar Tindastóls tekinn í gagnið Júdódeild Tindastóls vígði nýjan júdóvöll sl. föstudag og státar félagið nú af mjög góðri æfingaaðstöðu í íþróttahúsi gamla barnaskólans á Sauðárkróki. Völlurinn samanstendur af 196 eins fermetra júdódýnum sem voru fluttar inn frá Belgíu en Júdófélagið Draupnir á Akureyri hefur notað samskonar dýnur og þar hafa þær gefið góða raun. Júdódeildin, sem heyrir undir almenningsíþróttadeild Tindastóls, var endurvakin 3. mars síðastliðinn og í haust fór starfið á fullt skrið. Félagar innan deildarinnar hrintu af stað söfnun fyrir júdóvelli og fór sú söfnun fram úr björtustu væntingum og söfnuðust 1500 þús. krónur á mettíma frá hinum ýmsu fyrirtækjum og einstaklingum í firðinum. Að sögn Einars Arnar Hreinssonar þjálfara er þakklæti júdóiðkendum Tindastóls efst í huga fyrir rausnarlegt framlag þeirra sem styrktu deildina til kaupanna með einum eða öðrum hætti. Júdóiðkendur eru að vonum ánægðir með nýju dýnurnar. MYND: BÞ Nokkuð var um útköll hjá lögreglunni á Sauðárkróki í síðustu viku. Aðfararnótt laugardags var tilkynnt um rúðubrot í húsi Rauða krossins við Aðalgötu, þar sem ölvaður maður hafði kýlt gegnum rúðuna í reiðikasti. Telst málið upplýst. Á laugardaginn varð vélhjólaslys þar sem ungur maður var á mótokrosshjóli á Austurdalsvegi á móts við Byrgiskarð ásamt félögum sínum og velti hjólinu. Slapp hann með minni meiðsli en á horfðist en hann slasaðist á fæti. Þá voru sautján ökumenn stöðvað- ir fyrir hraðaakstur í Blönduhlíð þar sem lögreglan var við hraðamælingar um helgina. /KSE Vélhjólaslys, rúðubrot og hraðaakstur Lögreglan á Sauðárkróki Afgreiðsla júdóvallar-ins gekk eins og í sögu, gengið var frá kaupunum þann 10. september sl. og var völlurinn kominn á leiðarenda fimm vikum síðar. Það var ThorShip sem annaðist flutninginn til landsins og Vörumiðlun sá um flutn- inginn á Sauðárkrók, og var bæði gert að kostnaðarlausu. Næst ætlar félagið að fjárfesta í 15 júdógöllum félaginu til eignar en svo er áformað að opna nýja heimasíðu innan tíðar. /BÞ

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.