Feykir


Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 3

Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 3
40/2014 3 Myndasamkeppni Átt þú forsíðumynd á Jólablað Feykis? Jólablað Feykis kemur út 27. nóvember nk. og er dreift frítt í öll hús á Norðurlandi vestra. Jafnan ríkir mikil eftirvænting fyrir útkomu blaðsins og í hugum margra markar það upphaf aðventunnar. Hefð er fyrir því að forsíðu blaðsins prýði falleg mynd og leitum við því til þín að senda inn mynd í samkeppni um forsíðuna. Myndaval er frjálst en skal vera í anda jólanna. Hafa ber í huga að lögun myndarinnar þarf að vera í svokölluðu portait og haus Feykis þarf að komast fyrir efst. Frestur til að skila inn myndum er til 8. nóvember nk. og berist þær á netfangið feykir@feykir.is. Vegleg verðlaun í boði – fylgstu með á Feykir.is Athugið! Feykir áskilur sér rétt til að birta þær myndir sem berast. FRÉTTA- OG DÆGURMÁLABLAÐ Á NORÐURLANDI VESTRA Hofsós Selkópur skreið á land Það var óvenjulegur gestur sem lagði leið sína á Vesturfarasetrið á Hofsósi á þriðjudagsmorgun, eða í það minnsta stefndi þangað. Margrét Berglind Einars- dóttir á Hofsósi var nýlega mætt til vinnu sinnar á fána- saumastofunni þegar hún varð vör við selkóp sem gengið hafði á land og mjakaði sér í áttina að Vesturfarasetrinu. Kópurinn var aflífaður seinna sama dag, enda ekki um annað að gera þar sem hann var særður. Ekki þótti líklegt að hann kæmist aftur til móður sinnar sem var hvergi nálæg. Haft var samband við lögreglu og ákvörðunin tekin í samráði við hana. /KSE Kópurinn umkomulaus rétt við Vesturfarasetrið. MYND: MARGRÉT BERGLIND Eldað fyrir Ísland Mikilvægt að vita um fjöldahjálparstöðvarnar Rauði krossinn á Íslandi stóð fyrir landsæfingu síðastliðinn sunnudag og bauð þjóðinni jafnframt í mat. Alls voru um 50 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins stóðu vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða. Markmið verkefnis- ins var að æfa deildir Rauða krossins í að taka á móti stórum hópi fólks, eins og um opnun fjöldahjálpastöðvar væri að ræða. Að sögn Guðnýjar Zoega hjá Rauða krossinum í Skagafirði gekk verkefnið vel þar á bæ. Í fjöldahjálparstöðina, sem stað- sett er í bóknámshúsi FNV, komu alls 40 manns og sjö sjálfboðaliðar voru á staðnum til að taka á móti gestunum. „Fræddu þeir gesti um hlutverk Rauða Krossins í neyðarvörnum auk þess að bjóða upp á dýrindis alíslenska ketsúpu sem gerður var góður rómur að. Mikilvægt er að menn séu meðvitaðir um hvar finna má næstu fjölda- hjálparstöð ef neyðarástand skapast,“ sagði Guðný. Þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða annarra stórslysa fer neyðar- varnarkerfi Rauða krossins í gang. Hlutverk Rauða krossins í almannavörnum ríkisins er fjöldahjálp og félagslegt hjálpar- starf sem felst einkum í því að útvega fæði, klæði og húsaskjól og veita upplýsingar til fólks á neyðarstundu. „Það er einnig mikilvægt fyrir sjálfboðaliða sem að koma til með að starfa í fjölda- hjálparstöðvum að kunna rétt til verka, komi til hættuástands og þeir þurfi e.t.v. að taka á móti stórum hópum fólks. Svona æfingar eru því ómetanlegar og viljum við þakka kærlega öllum þeim sem komu og tóku þátt í æfingunni,“ sagði Guðný enn- fremur. Rauði krossinn er mannaður með sjálfboðaliðum sem koma að mörgum mikilvægum sam- félagslegum verkefnum þ.m.t. neyðarvörnum. Það er alltaf þörf fyrir fólk sem vill bjóða fram krafta sína og taka þátt í sjálfboðastarfinu og eru nýir sjálfboðaliðar ævinlega vel- komnir. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu Rauða krossins, www.rki.is undir flip- anum „taka þátt.“ /KSE Gestir gerðu góðan róm að kjötsúpunni sem RKÍ bauð upp á. MYNDIR: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.