Feykir


Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 10

Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 10
10 40/2014 Húsfreyjurnar á Vatnsnesi Hinar árlegu sviðamessur húsfreyjanna á Vatnsnesi fóru fram í Hamarsbúð um síðustu helgi og helgina þar á undan. Að sögn Kristínar Jóhannesdóttur í Gröf á Vatnsnesi var mætingin heldur minni en oft hefur verið, enda æ fleiri aðilar farnir að standa fyrir sviðamessum. Engu að síður komu rúmlega fimmtíu manns hvert kvöld en sviðamessurnar voru þrjár þetta árið og eru orðnar alls 37 á fjórtán árum. Á sviðamessu er boðið upp á hinar fjölbreyttustu útfærslur af sviðum, heit og köld svið, strjúpasöltuð svið, sviðalappir, reykta sviðasultu og reykt kviðsvið, ásamt kartöflumús og rófustöppu. Sláturhúsið á Hvammstanga gefur hráefni til húsfreyjanna sem aftur gefa ágóðann til góðgerðarmála í héraði. Veislustjórar voru Magnús Níelsson úr Borgarnesi, sem sá jafnframt um tónlistar- flutning fyrsta kvöldið, Þorgrímur Guðbjartsson á Erpstöðum í Dölum annað kvöldið og sáu þá Húnvetningarnir Sigurður Ingvi Björnsson og Þorvaldur Pálsson um tónlistarflutning. Þriðja og síðasta kvöldið var Kristín S. Einarsdóttir á Sauðárkróki veislustjóri en Skúli Einarsson á Tannstaðabakka lék undir fjöldasöng. Meðfylgjandi myndir tóku Kristín S. Einarsdóttir, Rakel Runólfsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir sl. laugardagskvöld. /KSE Sviðamessur í Hamarsbúð Skagafjörður boðið í gimbrarlömb. Var síð- asta gimbrin slegin á 35 þúsund krónur, en þá var líka uppboðs- haldarinn kominn í gott stuð og reytti af sér brandara og sagði sögur af gömlum sveitungum sínum á þessu svæði. Talsvert var selt af lömbum á deginum utan uppboðsins ekki síst dökkum og mislitum og tókst samkoman vel og var þeim til sóma er að henni stóðu. /ÖÞ Líflambadagur á Melstað vel sóttur Fjölmenni var samankomið á Melstað í Óslandshlíð þegar Líflambadagur var haldinn þar í fyrsta sinn. Að deginum stóðu tvö fjárræktarfélög þ.e. Hjaltadals- og Viðvíkursveitar og gömlu Fells-og Hofshreppa. Dagurinn hófst með sýningu á lambhrútum. Besti hrúturinn var frá Ytri-Hofdölum en þar á eftir komu lömb frá Mann- skaðahóli, Melstað og Skúfstöð- um. Seinni liður dagskrárinnar var uppboð á lömbum og var sá kunni fjölmiðlamaður Gísli Einarsson uppboðshaldari. Ekki reyndist áhugi á að bjóða í þau hrútlömb sem í boði voru hinsvegar var þeim mun meira Frá vinstri Jóhanna á Skúfstöðum, Loftur á Melstað, Bjarni á Mannskaðahóli og Þórarinn á Ytri-Hofdölum með efstu lambhrútana á sýningunni. Gísli vígalegur með hamarinn en Ragnheiður í Brimnesi heldur í lamb sem er um það bil að fá nýjan eiganda.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.