Feykir


Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 11

Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 11
40/2014 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti kannski skellt sér á Menningarkvöld NFNV? Spakmæli vikunnar Af hverju lendum við ekki í öllum lífsins vandamálum þegar við erum sautján ára og vitum allt? - A. C. Jolly Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... gíraffar geta ekki synt? ... 75% allra landa heimsins eru norðan miðbaugs? ... það tekur 4 tíma að harðsjóða strútsegg? ... það eru engar ár í Saudi Arabaíu? ... í bensíntanki júmbóþotu er nógu mikið bensín til að aka venjulegum fjölskyldubíl fjórum sinnum í kringum jörðina? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Konan við húsbóndann: „-Vinur þinn er kominn, hann Kristinn sem þú hefur ekki hitt í langan tíma!“ „-Ég vil ekki hitta hann, segðu honum að ég sé ekki heima.“ Konan hlýðir húsbóndanum og fer til vinar hans og segir: „Því miður er hann ekki heima!“ Vinurinn segir: „Já, það er þannig. Segðu honum þá að ég hafi ekki komið!“ Krossgáta SÆÞÓR MÁR HINRIKSSON -Nei, ég hef ekki enn farið, en hver veit nema maður skelli sér. GUÐJÓN ÖRN JÓHANNSSON -Nei, en sendi stelpurnar mínar sem höfðu gaman af. STEFÁN VAGN STEFÁNSSON -Nei, á pantað á morgun. Hlakka mikið til. HALLGERÐUR ERLA -Nei, því miður. Ég ætlaði að fara í gær en komst ekki. Fiskisúpa sem slær rækilega í gegn FORRÉTTUR Fiskisúpa 500-600 gr fiskur (hvaða tegund sem er) 100-150 gr rækjur ½ msk ólífuolía 1 stk laukur, smátt saxaður 1 stk paprika(hvaða lit sem er) skorin smátt 2-3 stk gulrætur, í þunnar sneiðar. 2-3 hvítlauksrif, marin 1 dós niðursoðnir tómatar 8 dl mjólk 2 dl matreiðslurjómi/rjómi 2 stk fiskiteningar 1 tsk timjan salt og pipar ½ dl fersk steinselja, smátt söxuð til skrauts Aðferð: Mýkið lauk og hvítlauk í ólífuolíunni í potti við vægan hita. Bætið gulrótunum og paprikunni saman við og síðan tómötunum. Látið malla í MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Við þökkum Hjördísi systir kærlega fyrir þessa áskorun enda ekkert skemmtilegra að grúska í gamlar matarbækur og blöð og finna eitthvað sniðugt sem maður hefur gert áður,“ segir Sólrún Heiða Sigurðardóttir en hún og Jakob Ingi Helgason eru matgæðingar vikunnar. „Vúhú, það hlakkaði svo í mér að velja næsta matgæðing, þar sem við systurnar erum svo margar þá ætlum við að velja Gullu okkar, Guðlaugu Ósk, sem næsta matgæðing.“ „Það er bara svo margt um að velja og ekki kemst allt í einu svo við völdum fiskisúpu sem forrétt. Þessa fiskisúpu gerðum við starfsfólkið í eldhúsinu á leikskólanum Akraseli fyrir Birtu-fund og sló svona rækilega í gegn svo skemmir ekki að hafa gott hvítlauksbrauð með. Í aðalrétt er það vinsæli kjúklingarétturinn. Maður finnur ekki auðveldari kjúklingauppskrift enn þessa enda ekkert sem þarf í hana og hann er líka dásemdin ein.“ Sólrún Heiða og Jakob Ingi sendu einnig uppskrift að eftirrétti en vegna plássleysis bíður hann birtingar í næsta blaði. nokkrar mín. Bætið mjólkinni útí og fiskiteningunum. Kryddið með timjan, salt, pipar og bætið síðan matreiðslurjómanum/ rjómanum útí. Síðan er fiskinum og rækjunum bætt út í súpuna og látið rétt hitna í gegn áður en súpan er borin fram. Ef þið viljið hafa hana aðeins meiri fancy... 1 ½ dl hvítvín má bæta við enn þá minnkið annan vökva, mjólk eða rjómann sem nemur, t.d um 1 ½ dl hvítvíni. Restina vitið þið alveg hvað er hægt að gera við, skál í botn. (Gott er að gera grunninn að súpunni allt nema rjómann, hvítvínið (ef við á) fiskinn og rækjurnar með nokkrum fyrirvara t.d. nokkrum klukkustundum eða daginn áður og þá er hún geymd í kæli og hituð upp með öllu sem fer í hana.) AÐALRÉTTUR Kjúklingur í pestóhlynsírópi 4 stk kjúklingabringur 1 krukka rautt pesto ½ flaska af hlynsírópi Aðferð: Pesto og hlynsíróp hrært saman, kjúklingurinn lagður í eldfast mót og pesto sósunni hellt yfir. Hafið kjúklingabringurnar þiðn- ar í þennan rétt svo sósan haldi sínu. Svo fer þetta inn í ofn á 200°C í um 35-45 mín. eða bara þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn. Meðlæti: Gott ferskt salat og hrísgrjón. Auðveldara getur það bara varla verið. Verði ykkur að góðu! Sólrún Heiða. DAGNÝ HULD GUNNARSDÓTTIR -Nei, ég er ekki búin að því en ég ætla mér að fara. Feykir spyr... [SPURT 20. OKTÓBER Á FACEBOOK] Ertu búin/n að fara á Emil í Kattholti í Bifröst? Sólrún Heiða og Jakob Ingi matreiða

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.