Feykir


Feykir - 23.10.2014, Qupperneq 6

Feykir - 23.10.2014, Qupperneq 6
6 40/2014 Þórarinn er fæddur árið 1968, hann er sonur Ingvars Karls Sigtryggssonar frá Kringlu og Karitas Laufeyjar Ólafsdóttur frá Kúvíkum á Ströndunum. Hann segir það hafa verið ofsalega gott að alast upp á Skagaströnd og rifjar æskuminningarnar upp með hlýju og segir leik, gleði og hamingju hafa einkennt æsku hans. „Þeir tímar koma aldrei aftur þegar mamma var heima, maður vaknaði og fékk eitthvað gott í kroppinn, fór út að leika og kom svo aftur inn í hádegismat. Svo var aftur farið út að leika og þegar komið var aftur inn var VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir nemi og starfaði þar í tvö ár. „Það var mikil lukka. Á Lækjar- brekku fékk ég að kynnast öllu því sem tengdist a la carte, það er þegar fólk pantar og allt er borið fram á diskum. Þaðan fór ég á Holiday Inn hótel- ið og tók seinni árin mín tvö þar, en þar voru stór hlaðborð og stórar veislur daglegt brauð. Eftir á að hyggja voru hvor um sig mikil og góð reynsla,“ segir Þórarinn sem úrskrifaðist árið 1993. Síðan þá hefur maður drifinn í þvott og svo upp í rúm,“ segir hann með dreym- andi málrómi og talar um lífið á bryggjunni, karlana, leikina í fjörunni, sjávarniðinn og íþrótt- irnar. Það voru einmitt þessar hlýju minningar úr æskunni, og það að fylgjast með móður sinni við eldamennskuna, sem varð kveikjan að því að hann vildi gerast kokkur. „Ég dáðist alltaf að því hvað allir voru sælir og glaðir þegar mamma var búin að gefa fólki að borða, ég hugsaði með mér: „Af hverju ekki að vera kokkur?“ Þessi gleði sem umlykur mann þegar maður sér fólk standa upp frá borðum og þakka fyrir sig.“ Sjómannslífið heillaði Þórar- inn einnig, og eftir að hann kláraði grunnskólann vildi hann ólmur komast á sjó og í nokkur ár var sjómennska vinnan hans á Skagaströnd og þá var stefnan tekin á Stýrimannaskólann. Hann réð sig á bát fyrir sunnan og starfaði þar sem kokkur og gafst þá færi á að blanda saman þessum tveimur helstu á h u g a m á l u m sínum. Í kjölfarið ákvað hann að fara í Hótel- og veit- ingaskólann á Hótel Esju og læra kokkinn. Hann fékk inni á veit- i n g a h ú s i n u Lækjarbrekku í Reykjavík sem Þórarinn starfað víða og aflað sér fjölbreyttrar starfsreynslu en hann bjó meðal annars og starfaði í Danmörku og þar prófaði hann alla flórunna í dönskum störfum og sankaði að sér reynslu. „Ég var að vinna á hóteli, veitingahúsum, sláturhúsi og á krá. Alveg frá því að elda góðan gamaldags og vel útilátinn danskan mat, í fínustu rétti.“ Þórarinn starfaði til dæmis á grillhúsi Jensens Bøfhus, sem er ein stærsta steikhúsakeðja í Danmörku, og í Herning hallen en þar voru gjarnan haldnar stórar sýningar, svo sem bænda-, landbúnaðar- og sjávarútvegs- sýningar. Húsnæðið er gríðar- stórt, um 15-20 þúsund fer- metrar hver höll og segir Þórarinn þar oft á tíðum haldnar stórar veislur fyrir 1500, 2500 eða 3500 manns. „Einu sinni afgreiddum við 7500 manns, þrjá daga í röð. Á þeim tveimur árum sem ég var þar var þetta langsamlega stærsta dæmið og ég fékk að gera sósuna fyrir þessa veislu. Þá var kálfakjöt í matinn borið fram á fati, ásamt grænmeti og kartöflum og sósan var í skál með. Þegar svona er þarf að gera meiri sósu en notuð er þannig að ég gerði 1100 lítra af sósu þennan dag. Ég sauð 300 lítra í einu, það gerði ég þrisvar. Á sama tíma sauð ég tvisvar sinnum sósu í 100 lítra potti, það var mitt verkefni þennan dag og ég gerði ekkert annað,“ segir hann og hlær. „Þetta var svo yfirgengileg stærð en svona er þetta þegar þú ert að elda fyrir marga. Þarna lærði maður gríðarlega mikið um mikilvægi þess að hugsa vel um hráefni sitt – þarna eru engar flýtileiðir og þú bregður hvergi útaf. Hreinlæti er í hávegum haft, þetta var gífurleg reynsla sem ég fékk þarna en líka gríðarlega skemmtilegt og gaman að taka þátt í.“ Villibráðaveislur og jólamatseðill á danskan máta Þórarinn segir ákvörðunina að flytja aftur til Skagastrandar hafa verið auðvelda, það væri líkt og að honum hefði verið ætlað að koma aftur heim. „Það er svo skrítið, frá þeirri stundu sem ég ákvað að koma tilbaka hefur allt gengið eins og í sögu,“ segir hann þegar hann hefur frásögnina um það hvernig hann ákvað að slá til og flytja aftur heim. Honum barst símtal þar sem hann var beðinn um að íhuga að taka að sér rekstur Þórarinn Brynjar Ingvarsson fyrir utan veitingahúsið Borgina á Skagaströnd. MYNDIR: ÁRNI GEIR „Ég dáðist alltaf af því hvað allir voru sælir og glaðir þegar mamma var búin að gefa fólki að borða, ég hugsaði með mér: „Af hverju ekki að vera kokkur?“ Þessi gleði sem umlykur mann þegar maður sér fólk standa upp frá borðum og þakka fyrir sig.“ Rætt við Borgar-stjórann Þórarinn Brynjar Ingvarsson um nýtt veitingahús á Skagaströnd og það sem framundan er á Borginni Þórarinn Brynjar Ingvarsson snéri aftur á æskuslóðirnar á Skagaströnd nú á haustmánuðum eftir 27 ára fjarveru og hefur opnað veitingastaðinn Borgina. Hann segist spenntur yfir því að vera kominn aftur á Skagaströnd þar sem hann sleit barnsskónum og gerði öll sín skammarstrik, eins og hann orðar það, ekki síst vegna þess að nú geti hann gefið samfélaginu sem ól hann eitthvað til baka og orðið að góðu gagni. „Finnst mér hafa verið ætlað að koma hingað aftur“

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.