Feykir


Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 5

Feykir - 23.10.2014, Blaðsíða 5
40/2014 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Körfuboltaveisla Tindastólsmanna í Síkinu Dominos-deildin í körfubolta: Tindastóll - Þór Þorlákshöfn 110-90 Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Dominos-deildinni í körfubolta í einhverja 18 mánuði fór fram sl. föstudagskvöld en þá kom lið Þórs frá Þorlákshöfn í heimsókn. Stólarnir voru snöggir í gang og áttu nánast óaðfinnanlegan leik í fyrri hálfleik og lögðu þá grunninn að góðum sigri. Lokatölur urðu 110-90. Darrel Flake var ekki með en aðstoðarslökkviliðsstjórinn, Svavar Bigga Hreinsa, var mættur á parketið eftir að hafa tosað körfuboltaskóna úr geymslunni. Pétur Bigga Rafns hóf leikinn með látum og átti stórleik og næsti maður á blað, Myron Dempsey, var sömuleiðis í þrusustuði. Stólarnir komust í 14-2 og 27-11 og voru 33-17 yfir eftir fyrsta leikhluta. Rosalegur kraftur og hraði var í leik liðsins og þá sýndu strákarnir góðan varnarleik. Skotin fóru flest niður og gestirnir vissu ekki hvaðan blés í logninu á Króknum. Hlutirnir geta hins vegar breyst eldsnöggt í körfunni og stuðningsmenn Stólanna voru ekki sáttir við byrjunina á öðrum leikhluta því gestirnir gerðu fyrstu 10 stigin og það bara á 70 sekúndum. En þá kom skagfirsk sveifla og Stólarnir gerðu 14 stig í röð og staðan 47- 27. Helgi Rafn jók muninn í 25 stig, 59-34, og í hálfleik var staðan 63-40. Heldur hægðist á leiknum í síðari hálfleik en þó ekki mikið. Gestunum gekk illa að saxa á forskot Tindastólsmanna sem höfðu mikla yfirburði í frá- köstum og nýttu sér það vel. Munurinn var 23 stig, 89-66, þegar síðasti leikhlutinn hófst. Þórsarar reyndu að hleypa leiknum upp og spiluðu vörnina framar á sama tíma og Tinda- stólsmenn reyndu að spila lengri sóknir og hægðist því nokkuð á spilinu. Þetta gekk ekki nógu vel hjá Stólunum og um miðjan hálfleikinn gerðu þeir sig seka um að missa boltann klaufalega hvað eftir annað og Tómas Tómasson gekk á lagið og setti niður nokkrar körfur. Þegar fimm mínútur voru eftir minnkaði Vincent Sanford muninn í ellefu stig, 96-85, og skyndilega var hlaupin spenna í leikinn. Helgi Margeirs slökkti að mestu vonarneista gestanna með flottum þristi, staðan 100- 85, og síðan sigldu strákarnir sigrinum heim af öryggi. Varla var veikan blett að finna á liði Tindastóls í leiknum og leikurinn hin besta skemmtun – nema sennilega fyrir fáeina stuðningsmenn Þórs í Síkinu, Benedikt þjálfara og lærisveina hans. Á köflum virtist allt ganga upp hjá Stólunum og eiginlega mesta furða hvað Þórsarar náðu að halda sér inni í leiknum, þó svo að sigur Tindastóls hafi í raun aldrei verið í hættu. Sem fyrr segir voru Dempsey og Pétur mjög góðir og Lewis alveg ólseigur. Allir sem komu við sögu voru góðir og glæsilegar körfur og troðslur litu dagsins ljós. /ÓAB Stig Tindastóls: Demspey 27 stig/11 fráköst, Pétur 21, Lewis 19, Helgi Viggós 17, Svabbi 8/11, Helgi Margeirs 6, Ingvi Rafn 6, Finnbogi 4 og Viðar 2. Þorvaldur Gröndal er forstöðumaður Húss frítímans á Sauðárkróki. Hann hefur haldið með Manchester United í nærri 30 ár og tók áskorun Ótthars Edvardssonar um að svara spurningum hér í þættinum Liðið mitt. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum og af hverju? -Uppáhalds liðið mitt í ensku deildinni er Manchester United og hefur verið í nærri 30 ár. Á mínum yngri árum snérist allt um Liverpool, enda voru þeir ágætir í þá daga, en svo var mér gefin Manchester treyja og þá var ekki aftur snúið. Svo fljótlega upp úr því fóru þeir að vinna hvern titilinn á eftir öðrum. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? -Ég spái ágætis gengi, endum pott- þétt í topp fjórum og svo í fram- haldinu taka við ár mikilla sigra. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? -Ekki nógu, enda góðu vanur. Það vantar enn mikið uppá varnar- leikinn, en á móti erum „við“ með eitraða sóknarlínu sem getur klárað leiki. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? -Nei, enda reyni ég að forðast menn sem vaða um í villu. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? -Eric Cantona án nokkurs vafa. Of svalur! Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? -Nei ekki enn, stefnan þó sett á leik í vetur. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? -Já, nokkra. Treyjur, trefil, könnur o.fl. Hvernig gengur að ala aðra fjölskyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? -Upp og ofan. Eldri sonur minn fylgir mér eftir, sá yngri styður Manchester City og konan Liver- pool, þannig að þetta getur verið ærið skrautlegt um helgar. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? -Nei og geri ekki fyrr en ég sé fljúgandi mörgæs (sem sagt aldrei!). Uppáhalds málsháttur? -Margur er knár, þótt hann sé smár. Einhver góð saga úr boltanum? -Minn ferill sem knattspyrnumaður var frekar stuttur og svo er ég líka orðinn svo gamall að ég man svo stutt aftur. Man þó eftir því að hafa skorað eitt glæsilegt mark á mínum ferli, verst var að það var í rangt mark! Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? -Það kemur sem betur fer ekki oft fyrir enda reyni ég oftast að láta lítið fyrir mér fara og á ég frekar auðvelt með það. En einu sinni tókst fyrrum vinnufélaga mínum að fá mig til að halda að ég væri að ganga af göflunum. Þar sem ég var að drífa mig heim úr vinnunni, kem út á bílastæði þar sem ég var viss um að hafa lagt bílnum, er bara enginn bíll lengur. Ég stend og sný mér í hringi, labba um og leita að bílnum, viss um að hafa lagt honum þarna. Labba svo aftur inn, hugsandi að kannski hafi ég bara komið labbandi í vinnuna eða fengið far, að þá játar vinnufélaginn að hafa fært bílinn niður fyrir hús og réttir mér lyklana. Spurning frá Ótthari: Hver var markahæstur í liði Manchester United árið sem fyrsti smellur Rokklingana kom út? -Þetta ætti nú Ótthar sjálfur að vita, enda maðurinn jafnaldri hans held ég, en það myndi vera goðsögnin Mark Hughes. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? -Það myndi vera “sjarmatröllið” Guðjón Örn Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? -Ertu búinn að finna Gest? Þorvaldur Gröndal / Manchester United „Reyni að forðast menn sem vaða um í villu“ ( LIÐIÐ MITT ) kristin@feykir.is Þorvaldur í gallanum. Myron Dempsey var með 27 stig og 11 fráköst gegn Þór. Öruggur sigur í fyrsta leik tímabilsins Kvennalið Tindastóls fór vel af stað í 1. deildinni í körfubolta um helgina en þá sóttu stúlkurnar lið FSu/ Hrunamanna í Iðu á Selfossi. Tindastóll náði strax yfirhöndinni í leiknum, héldu öruggri forystu allt til leiksloka og unnu tuttugu stiga sigur. Bríet Lilja og Tashawna Higgins, sem þjálfar og spilar með liði Tindastóls líkt og í fyrra, voru öflugar í liði Tindastóls og gerðu þær til dæmis fyrstu átta stigin í leiknum og eftir fjögurra mínútna leik var staðan 0-8. Staðan var 13-18 að loknum fyrsta leikhluta og í hálfleik 24- 38. Heimastúlkur gerðu vel í þriðja leikhluta og unnu hann 15-13 en í lokafjórðungnum tóku Tindastólsstúlkur aftur völdin og sigruðu að lokum 48-68. Fínn sigur og sem fyrr segir voru Bríet Lilja og Tashawna atkvæðamestar. Bríet Lilja var með 24 stig og 14 fráköst en Tashawna 18 stig, 8 fráköst og 11 stolna bolta. Þriggja stiga nýting beggja liða var í lágmarki (10%) en Tindastóll nýtti 2 skot af 20 og heimastúlkur 1 af 10. Fyrsti heimaleikur Tindastóls í kvennaboltanum er föstu- daginn 30. október en þá mæta þær liði Njarðvíkur kl. 21:15. Stig Tindastóls: Bríet Lilja 24, Tashawna 18, Linda Þórdís 8, Særós 6, Þóranna Ósk 4, Kristín Halla 3, Valdís Ósk 3 og Erna Rut 2.a 1. deild kvenna: FSU/Hrunamenn - Tindastóll 48-68Körfubolti Yngri flokkar Tindastóls voru á ferðinni um helgina. 7. flokkur stúlkna stóð sig vel á sinni fyrstu törneringu, unnu Snæfell 30-27 en töpuðu 46-4 fyrir Njarðvík seinna um dag- inn. Haukar drógu sig úr keppni og voru því aðeins þessi þrjú lið mætt til leiks. Drengjaflokkur sigraði svo Keflavík á laugardag. Strákarnir fóru hreint á kostum og voru fimm leikmenn af sjö með yfir tíu stig í leiknum. Hannes var stigahæstur og setti 32 stig, m.a. í sex þriggja stiga skotum og tveimur troðslum. Lokatölur leiksins voru 85-65. Unglingaflokkur tók á móti ÍR/Fjölni á sunnudeginum heima. Þeir báru 10 stiga sigur úr bítum, 80-70 í ágætum leik. /UMFT Góður árangur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.