Feykir


Feykir - 08.01.2015, Page 10

Feykir - 08.01.2015, Page 10
10 1/2015 Norðurland vestra Fallegir tónar í lok jóla Aðventunni og jólunum fylgir gjarnan tónleikahald og aðrir menningarviðburðir. Þannig voru jólin sungin út á Þrettándagleði Heimis, sem er árviss viðburður í Menningarhúsinu Miðgarði. Húsfyllir var á tónleikunum og höfðu Heimismenn fengið til liðs við sig Þór Breiðfjörð einsöngvara, Jón Þorstein Reynisson harmónikkuleikara og Pétur Ingólfsson á kontrabassa. Kirkjukór Hólaneskirkju var einnig með tónleika í ársbyrjun, en kórinn heimsótti Blönduóskirkju með vel heppnaða tónleika. Þessi gamalgróni kór hyggur nú á sína fyrstu utanlands- ferð og er förinni heitið til Kanada. /KSE Áhorfendur í sal voru hæstánægðir með Þrettándagleði Heimismanna. Litið um öxl á nýju ári > Þórður Pálsson ráðunautur á Blönduósi Góður bati sonarins Hvað finnst þér eftirminnilegast af því sem gerðist á þínu svæði á nýliðnu ári? -Fyrir mig persónulega er góður bati sonar míns í erfiðum veikindum það sem stendur uppúr á árinu og annað virðist hálf smávægilegt í samanburði. En vinnulega séð var gleðilegur góður árangur húnvetnskra bænda á árinu; nythæsta kúabúið, hæst dæmdi 4. vetra stóðhesturinn og sífellt betri árangur sauðfjárbænda á svæðinu. Hver var skemmtilegasta uppá- koman að þínu mati? -Var nú lítið heima á árinu og missti því af þeim uppákomum sem þar voru en vinna á Landsmóti hestamanna í vonsku veðri er eftirminnileg og gott að næsta mót verður í veðurblíðunni á Hólum í Hjaltadal. Hvernig voru jólin og áramótin hjá þér? -Jól og áramót voru haldin í faðmi fjölskyldu og vina. Samkvæmt venju var áramótunum fagnað í sumar- bústað í Varmahlíð í góðra vina hópi. Gæðastundir þar sem gert var vel við sig í mat og drykk. Hef trú á að nýtt ár verði okkur hagstætt með áframhaldandi fram- förum og nýjum tækifærum. /KSE Myndir frá tónleikunum á Blönduósi: Höskuldur B. Erlingsson Myndir frá tónleikum Heimis: Kristín Sigurrós Einarsdóttir

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.