Feykir


Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 3

Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 3
5/2015 3 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kynnir: Þín heilsa – þín skemmtun Landskeppni í hreyfingu ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 71 78 2 01 /1 5 Skráðu þig Lífshlaupið byrjar 4. febrúar! Skráning og nánari upplýsingar á: www.lifshlaupid.is • Vinnustaðakeppni • Framhaldsskólakeppni • Grunnskólakeppni • Einstaklingskeppni Samstarfsaðilar Ólympíufjölskylda ÍSÍ Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis og gera hreyngu að föstum lið í lífsstíl sínum. Nú styttist í tímamót hjá Skagfirðingasveit og er hugmyndin að huga að sögu sveitarinnar en lítið er um myndir og önnur gögn sérstaklega fyrir 1980. Þess vegna auglýsum við eftir myndum eða öðrum gögnum sem við gætum skannað og verðum við í Sveinsbúð sunnudaginn 8. febrúar frá kl. 13:00-15:00 í þeirri von að þið komið með eitthvað bitastætt handa okkur. Ein mynd er gulls ígildi! Heitt á könnunni og allir velkomnir. Afmælisnefnd Skagfirðingasveitar Skagfirðingasveit auglýsir eftir gömlum myndum María syngur Lítil skref Blönduósmær tekur þátt í undanúrslitakeppni Söngvakeppninnar 2015 Hin 21 árs gamla María Ólafsdóttir frá Blönduósi stígur á svið Háskólabíós nk. laugardag þegar seinna undarúrslitakvöld Söngva- keppninnar 2015 fer þar fram. Hún flytur lagið Lítil skref en höfundar lags og texta eru þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson. Þrátt fyrir ungan aldur er María mikilreynd á sviði tón- og leiklistar. Hún hefur verið að syngja frá því hún man eftir sér og byrjaði 10 ára að leika bæði í atvinnu- og áhugaleikhúsum hér á landi. „Ég hef meðal annars verið í Söngvaseiði í Borgarleikhúsinu, Skilaboða- skjóðunni í Þjóðleikhúsinu og Michael Jackson „sjóvi“ á Broadway. Núna er ég að leika Ronju Ræningjadóttur í Bæjar- leikhúsinu í Mosfellsbæ sem hefur gengið rosalega vel. Síðastliðin ár hef ég síðan verið að vinna mikið með StopWaitGo í alls konar söngverkefnum,“ segir hún í frétt á Rúv.is. Þess má geta að söngkonan Ardís Ólöf Víkingsdóttir er systir hennar en hún hefur jafnframt tekið þátt í undan- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva árið 2006 og Idol Stjörnuleit. /BÞ María Ólafsdóttir. Mynd fengin af FB-síðu Maríu. Lumarðu á frétt? Hafðu samband við Feyki í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.