Feykir


Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 10

Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 10
10 5/2015 „Löngu tímabært að stofna slíkan klúbb“ Bjórklúbbur Microbar & Bed á Sauðárkróki Nýr félagsskapur hefur verið stofnaður á Sauðárkróki, Bjórklúbbur Microbar & Bed, og stóð hann fyrir fyrsta viðburðinum síðast liðið föstudagskvöld. Að sögn Þorgeirs Gunnarssonar, á Microbar & Bed, mættu alls 25 manns á viðburðinn og voru viðstaddir sammála því að kvöldið hefði verið mjög skemmtilegt og löngu tímabært að stofna slíkan klúbb. Tilurð klúbbsins segir Þorgeir mega rekja til þess þegar Árni Hafstað, eigandi Microbar & Bed, var einu sinni sem oftar að vinna á barnum. „Einn við- skiptavinurinn var orðinn býsna drukkinn og þvoglumæltur. Hávaði var líka mikill og gekk Árna illa að skilja hvað mað- urinn vildi og taldi líklegast að hann væri að biðja um að stofnaður yrði bjórklúbbur sem Árna þótti bara hið besta mál og gekk með þessa hugmynd í maganum í nokkra daga áður en hann lét til skarar skríða. Seinna kom svo í ljós að mann greyið var að biðja um tvöfaldan gin í tonic, svona geta hlutirnir skolast til hjá barþjónum,“ segir Þorgeir. Hann segir þó að umræddur maður hafi ekki komið á fyrsta kvöld klúbbsins þó eflaust megi þakka honum stofnun hans. Hann bætir við að dkBúbót bókhaldskerfið námskeið og kynningarfundur Fyrirhugað er námskeið í dkBúbót bókhaldskerfinu á Löngumýri í Skagafirði ef næg þátttaka fæst: Grunnnámskeið Mánudaginn 9. febrúar kl. 13.00-17.00 Framhaldsnámskeið Þriðjudaginn 10. febrúar kl. 9.00-13.00 Þá verður stuttur kvöldfundur á sama stað, mánudags- kvöld 9. febrúar kl. 20.00 þar sem helstu breytingar verða ræddar og farið yfir ársuppgjör og framtalsgerð. Á námskeiðunum er gert ráð fyrir að hver og einn komi með sína tölvu með dkBúbót uppsettri og sitt bókhald og vinni í því. Þar verða einnig tekin fyrir þau atriði sem eru til umfjöllunar á kvöldfundinum. Ef viðkomandi er ekki áskrifandi að dkBúbót þarf að láta vita af því fyrirfram. Bændur geta sótt um styrk úr starfsmenntasjóði BÍ vegna námskeiðanna. Til að skrá sig á námskeið skal senda tölvupóst á jle@rml.is þar sem fram kemur: · nafn og heimilisfang · hvaða námskeið viðkomandi vill fara á (hvar, hvenær) · símanúmer · kt. greiðanda Skráningarfrestur til föstudagskvölds 6. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Lind, rekstrarráðunautur RML, netfang jle@rml.is eða s. 516-5028 Sjá nánar um námskeiðið á heimasíðu RML www.rml.is einnig megi geta þess að Jón Sveinsson, oft nefndur „ríkis- stjóri“, hafi líka orðað þetta við Árna sama kvöld svo að sjálfs- markið sem Árni skoraði, megi skrá á Jón. Steinn Stefánsson, Gunnar Óli Sölvason og Bergur Gunn- arsson, allir starfsmenn Micro- bars í Reykjavík, og Eymar Pledel Jónsson vín og bjórsér- fræðingur stjórnuðu fyrsta kvöldinu. Þessa fjóra menn segir Þorgeir trúlega vera á meðal fremstu bjórsérfræðinga lands- ins, eða svokallaða ss-menn (sérfræðingar að sunnan). „Farið var yfir sögu og gerð ýmissa bjórstíla og smakkaðir þrír bjórar sem féllu vel í kramið hjá klúbbmeðlimum,“ útskýrir Þorgeir. Gert er ráð fyrir að klúbb- meðlimir hittist fyrsta föstudag í hverjum mánuði (þó ekki næsta föstudag) og fræðist um bjór og smakki á nýjum tegundum. Ekki verða alltaf sérfræðingar sem stjórna þessum kvöldum, að sögn Þorgeirs, heldur er gert ráð fyrir að tala sem minnst og smakka sem mest, þó megi gera ráð fyrir góðum gestum annað slagið sem geta frætt menn um bjór og bjórmenningu. Ekkert sérstakt gjald þarf að greiða fyrir að vera í klúbbnum heldur borga menn hvert kvöld sem þeir mæta og verður verði stillt í hóf. Næsta föstudag, þann 6. febrúar, mun Microbar & Bed opna kl. 16:00 og verður það þannig fyrsta föstudag í hverjum mánuði. „Er þetta sérstaklega gert fyrir vinnustaðahitting og mun tilboðið „stór er lítils virði“ verða frá kl. 16–22,“ segir Þorgeir að endingu. /BÞ Frá fyrsta viðburði Bjórklúbbsins. MYND: ÞORGEIR GUNNARSSON „Þetta er alveg hundrað prósent starfsþjálfun“ 9. og 10. bekkur Höfðaskóla með veitingahúskvöld Nemendur í 9. og 10. bekk Höfðaskóla á Skagaströnd héldu veitingahúsakvöld á Borginni sem fjáröflun fimmtudagskvöldið 29. janúar sl. Verkefnið sem var fjáröflun krakkanna var unnið í samstarfi við Þórarinn Ingvarsson vert og Markús Inga Guðnason kokk. Hugmyndina átti Þórarinn, en hann hafði unnið svipað verkefni í Mývatnssveit. Verkefnið hófst á skipulags- fundi með Þórarni, þar sem matseðill var útbúinn og verk- efnum skipt milli nemenda. Ákveðið var að láta veitinga- staðinn heita „Borgin besta“ og sáu nemendur um að auglýsa viðburðinn á Skagaströnd og í Skagabyggð. Áhugasamir þurftu síðan að panta veitingar fyrir- fram. „Þetta er náttúrulega 100% starfsþjálfun,“ sagði Þórarinn þegar Feykir sló á þráðinn til hans á fimmtudaginn, en veður og færð hömluðu því að blaðamaður gæti þegið gott boð um að taka þátt í kvöldverðinum. „Krakkarnir gera þetta sjálf frá A-Ö, undir leiðsögn okkar Markúsar. Borgin skaffar svo hráefnið, gos og kaffi,“ sagði Þórarinn og kvaðst ánægður með að geta orðið að liði á þennan hátt. Á fimmtudeginum mættu nemendur kl. 14:30 og hófust handa við sín verkefni. Fólk fór að streyma að uppúr 18:30 og kl. 19:00 byrjaði samkoman. Nem- endur stormuðu fram og sungu kynningu á matseðlinum við mikinn fögnuð gesta, texta eftir Trostan Agnarsson við lagið Hafið bláa hafið: Humarsúpa og grafin gæs í forrétt. Færir gleðibros á mey og svein. Lambið litla kætir alltaf einhvern líkt og kjúklingur á grænni grein. Eftirrétturinn eplakaka er, eða pannacotta sæt. Setjumst hér að borðum kætumst svo með orðum, um eilífð vakir fögur minningin. Því næst var þriggja rétta máltíðin borin fram með tilþrifum og stóðu kokkar og þjónar sig með stakri prýði. Fólk var almennt ánægt með veitingarnar og þjónustuna en alls komu 75 gestir. Öll innkoma kvöldsins rennur óskipt í ferðasjóð skólafélagsins Ránar, en Þórarinn gaf allt hráefni, vinnuframlag sitt og Markúsar og lagði til aðstöðuna. /KSE Myndir: Árni Geir mt...

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.