Feykir


Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 4
4 5/2015 Tíminn líður hratt... á gervihnattaöld. Janúar er liðinn og árið er 2015, á ég að trúa þessu? Þegar ég sest niður og hugsa um árið 2014, sem er án efa ár breytinga í mínu lífi, er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti yfir að mínir nánustu hafa það gott og eru hraustir eða hafa sigrast á erfiðum veikindum. Þakklæti yfir því að hafa ákveðið að flytja aftur heim í fjörðinn fagra og búa mér til líf hér með fjölskyldunni. Þakklæti yfir því að hafa þorað að taka skrefið og stofna fyrirtæki utan um handverkið mitt. Þegar ég ákvað í byrjun seinasta árs að snúa lífi mínu, og þar af leiðandi fjölskyldu minnar, algjörlega á hvolf og stofna fyrirtæki vissi ég að það myndi breyta ýmsu. Ég var hins vegar ekki búin að átta mig á að ég væri búin að skrá mig í mestu rússibanareið ævi minnar. Þar sem einn daginn líður manni eins og maður gæti sigrað heiminn með brosinu einu saman en þann næsta er maður uppfullur af efasemdum um hvað maður sé eiginlega að gera. Á slíkum dögum er ómetanlegt að hafa gott fólk í kringum sig. Góðir vinir með breiðar axlir og frábær fjölskylda með stóran faðm geta gera kraftaverk. En það sem gleymist stundum að sé líka ómetanlegt er að geta labbað inn í bankann með vangaveltur, vera minnt á að Róm var ekki byggð á einum degi og labbað aftur út full sjálfstrausts. Að geta farið í kaffi til starfsfólks SSNV, fengið uppbyggilega gagnrýni, góðar ábendingar og liðið eins og maður geti sigrað heiminn þegar maður leggur bollann frá sér. Að mæta engu nema vinsemd og almennilegheitum þegar maður labbar inn í samstarfsfyrirtæki hér í bæ, þar sem starfsfólkið vill gjörsamlega allt fyrir mann gera og sýnir hugmyndum og vörum áhuga af einlægni. Að vera stoppuð í búðinni af ókunnugu fólki sem spyr hvort maður sé stelpan sem gerir flottu klútana og óróana. Fólk sem samgleðst manni innilega að þetta sé „það eina sem ég geri núna“ með dassi af undrun með. Við ykkur vil ég segja, takk, takk og aftur takk. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hvað þessi stuðningur, hvort sem hann er beinn eða óbeinn, skiptir miklu máli og því vil ég með þessum vangaveltum og orðum, reyna að koma því á framfæri hvað ég er glöð með að vera umkringd svona frábæru fólki alla daga. Með það í huga hlakka ég til að skella mér í rússíbanann sem árið 2015 færir mér með það að leiðarljósi að muna eftir því að hrósa og þakka meira fyrir það sem ég er þakklát fyrir. Lilja Gunnlaugsdóttir Eigandi Skrautmen Vangaveltur á nýju ári AÐSENT LILJA GUNNLAUGSDÓTTIR SKRIFAR Jöfnun kostnaðar við hús- hitun og dreifingu raforku Víða á landsbyggðinni var mikið fjallað um jöfnun raforkukostnaðar fyrir síðustu kosningar. Flestir stjórnmála- flokkar og þar með talinn Framsóknar- flokkurinn lögðu áherslu á að jafna þennan kostnað. Til þess að það náist til fram- búðar þá þarf að endurskoða núverandi löggjöf hvað þetta snertir. Þessi stefna er mörkuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar en þar segir orðrétt: „Unnið verður að jöfnun raf- orku- og húshitunarkostnaðar.“ Til að þrýsta á framgang málsins þá hefur undirritaður ítrekað tekið málið upp, nú síðast í um- ræðum á Alþingi 2. febrúar sl. Staða málsins er sú að Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp um jöfnun á dreifingarkostnaði raforku en það mál er nú í vinnslu á Alþingi og klárast nú á vorþingi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lagt verði sérstakt jöfnunargjald á þá raforku sem fer um dreifikerfi dreifiveitna með það að markmiði að standa undir fullri jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda, þ.e. heimila og fyrirtækja sem fá raforku sína beint frá dreifiveitunum. Þetta þýðir að kostnaður við dreifingu raforku verður sá sami óháð því hvort viðkomandi er búsettur í þéttbýli eða dreifbýli. Það er einnig réttlætismál að jafna raforkukostnað þeirra sem búa á köldum svæðum og þar hafa verið til skoðunar ýmsar leiðir. Ríkisstjórnin mun á næstu vikum leggja fram þingmál á Alþingi sem miðar að því að jafna að fullu húshitunarkostnað á köldum svæðum. Það er síðan mikilvægt að Alþingi nái að klára það mál nú á vorþingi þannig að þetta komist til framkvæmda sem fyrst. Ríkisstjórnin mun jafna húshitunarkostnað á köldum svæðum og dreifikostnað raforku í dreifbýli. Það er mikilvægt að aðgerðirnar séu til frambúðar og að þær komist til framkvæmda fyrr en síðar. Með tilliti til byggðasjónarmiða og jafnræðis til búsetuvals, er ekki verjandi að verð á jafn mikilvægum nauðsynjum og rafmagni og húshitunarkostnaði skuli vera jafn breytilegt milli landsvæða og raun ber vitni. Ásmundur Einar Daðason Alþingismaður Framsóknarflokksins AÐSENT ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON Dagana 25.-31. janúar var rúmum 39 tonnum landað á Skagaströnd, 783 kílóum á Hvamms- tanga, 6,5 tonnum á Hofsósi og 116 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta rúm 160 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Harpa HU 4 Dragnót 783 Alls á Hvammstanga 783 Alda HU 112 Landbeitt lína 10.851 Dagrún HU 121 Þorskanet 2.211 Guðmundur á Hópi Landbeitt lína 16.352 Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína 8.360 Sæfari HU 200 Landbeitt lína 1.402 Alls á Skagaströnd 39.176 Geisli SK 66 Landbeitt lína 1.960 Skáley SK 32 Línutrekt 4.614 Alls á Hofsósi 6.574 Hafborg SK 5 Þorskfisknet 1.274 Klakkur SK 5 Botnvarpa 115.017 Alls á Sauðárkróki 116.291 Klakkur fer úr höfn á Sauðárkróki sl. mánudag. MYND: BÞ Aflatölur 25.-31. janúar 2015 Klakkur með 116 tonn Greiðsluseðlar sendir beint í heimabanka er ódýrari kostur en heimsendir. Einnig er hægt að nota greiðslukort. Áskrift er nú innheimt mánaðarlega til hagræðingar fyrir áskrifendur. Áskriftargjald Feykis er með þeim lægstu á landinu og vonum við að áskrifendur haldi tryggð við blaðið. Til að breyta í pappírslaus viðskipti eða færa á greiðslukort hringið í síma 455 7171 / 455 7176 Pappírslaus viðskipti

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.