Feykir


Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 9

Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 9
5/2015 9 Textílnemar og -listamenn fá innblástur í Kvennaskólanum Náttúran, birtan og stemningin heilla UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir það byrjaði þetta að rúlla,“ útskýrir Katharina. Hún segir starfið nú vera markvissara og fjölþættara, t.d. sé boðið upp á námskeið, útsauma-smiðjur og fleira. „Í haust voru hér nemendur frá Listaháskóla Íslands í tæpa viku. Þau voru að læra allskonar aðferðir hjá Jóhönnu [Erlu Pálmadóttur, framkvæmda- stjóra Textílsetursins, innsk. blm.], þau fengu að prófa vefnað og dvöldu hér í húsinu.“ Katharina segir textíllistamenn fremur sækjast eftir því að koma að sumri til og telur hún skýringuna á því vera að margir þeirra starfi við kennslu á veturna, eða séu sjálfir í námi, og hafi því betri tök á því að koma á þeim árstíma. Aðallega séu þetta erlendir listamenn sem óska eftir því að fá að koma. Katharina Þekkingarsetrið á Blönduósi hefur verið starfrækt í gamla Kvennaskólanum frá því haustið 2012. Starfsemina segir Katharina Schneider framkvæmdastjóri að mörgu leyti enn í mótun en að hún sé sífellt að komast í fastari skorður. Hlutverk setursins er m.a. að vera miðstöð fyrir rannsókna- og þróunarverk- efni á sviði textíls, auk strandmenningar og laxa á Norðurlandi vestra. Jafnframt því að stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsókna og fræðastarfs. „Við erum að byggja upp starfsemina og vinnum að því að koma listamiðstöðinni við Kvennaskólann á framfæri, kynna starfsemina og að fá til okkar textíllistnemendur og textíllistamenn,“ útskýrir Katharina en listamiðstöðin er samstarfsverkefni Þekkingar- setursins og Textílsetursins. Markmiðið segir hún vera að fá fólk til að dvelja hjá þeim allt árið um kring. „Við fengum til okkar fyrstu textíllistnemana haustið 2012. Strax í janúar árið eftir komu fyrstu alþjóðlegu textíllistamennirnir til okkar í tengslum við verkefni sem við unnum að í samstarfi við Nes listamiðstöð sem nefnist „Summer We Go Public“. Eftir segir þá sem þangað hafa komið iðulega tala um tilkomumikið umhverfið við Kvennaskólann sem veiti innblástur – náttúruna, íslensku birtuna og stemninguna sem henni fylgir. Í vetur er ætlunin að móta betur hvernig best sé að haga starfsemi textíllistamiðstöðvar- innar yfir vetrarmánuðina, að sögn Katharinu. Til að mynda með því að bjóða upp á námskeið eða að byggja upp nám sem hægt væri að bjóða upp á í lotum og fá þannig metnar einingar, líkt og Listaháskólinn gerði sl. haust. Katharina segir útlitið fyrir listamiðstöðina bjart og að aðsókn textíllistamanna og – nema komi til með að aukast. Þá bætir hún við að gaman sé að vinna að uppbyggingu náms í þessari gamalgrónu mennta- stofnun. Fá kynningu á fjölbreyttri flóru textíllistar Þegar blaðamann Feykis bar að garði voru starfsmenn Þekk- ingarsetursins í þann mund að setjast til borðs með fjórum nemum frá textílskólanum UCC Professionshojskolen í Kaupmannahöfn, þeim Leu K. Rahbek, Majken H. Jensen, Ninu Langebek og Kirsten Risholm, og Amy Tavern textíllistamanni, sem allar dvöldu í Kvennaskólanum. Þeim var boðið upp á alíslenskt þorrablót og var blaðamanni Feykis boðið til borðs með þeim. „Þetta er í fjórða sinn sem nemar frá þessum skóla koma hingað í starfsnám. Ég fer með þær hingað og þangað um svæðið en þar að auki vinna þær að Vatnsdælureflinum, fá kynn- ingu á sögu hans og verkefninu í heild sinni,“ útskýrir Jóhanna Erla Pálmadóttur sem hefur umsjón með nemunum og kynnir fyrir þeim fjölbreytta flóru textíllistar á Íslandi. Á dagskránni var m.a. að fara með þær um söguslóðir í Vatnsdal, að heimsækja Þingeyrarklaustur og Sjávarleður á Sauðárkróki. Einnig að heimsækja elsta stig nemenda Höfðaskóla á Skaga- strönd Nemarnir sögðust heillaðir af landinu og voru bersýnilega spenntir fyrir komandi vikum á Íslandi, þó er ekki hægt að segja að þorramaturinn hafi vakið jafn mikla eftirvæntingu. Glatt var á hjalla á þorrablóti í Kvennaskólanum. MYNDIR: BÞ Amy Tavern er bandarískur textíllistamaður sem var við dvöl í Kvennaskólanum en hún kom fyrst til Íslands sumarið 2013, var þá hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Þar vann hún útsaumsverk sem nefndist „Island of 14.264 days“ (ísl. Eyja 14.264 daga). Um er að ræða óhlutbundið verk sem Amy byggir á eigin lífi, það er ljóst á lit og í laginu eins og eyja. „Ég vann að því að sumri til þegar dagsbirtan var alls ráðandi tuttugu og fjórar Amy Tavern Systurverk verða til í ljósi og skugga stundir sólarhringsins. Mér varð mikið hugsað til andstæðna sem koma fyrir í lífinu og fann mig því knúna til að gera dökkt systurverk. Þá vildi ég koma aftur til Íslands til að vinna það verk, að þessu sinni að vetri til, í svartasta skammdeginu,“ útskýrir Amy og er það í raun spegilmynd fyrra verksins. Amy áætlar að sýna verkin tvö í aprílmánuði í Bandaríkjunum. Amy Tavern. MYNDIR: BÞ Útsaumslistaverk Amy í vinnslu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.