Feykir


Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 1

Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 1
FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is á BLS. 6-7 BLS. 8 Textílnemar og -listamenn fá innblástur í Kvennaskólanum Náttúran, birtan og stemningin heilla BLS. 9 Viðtal við Sólveigu Jónasdóttur í Stóragerði „Fannst ég knúin til að leggja mitt af mörkum“ Nýir eigendur taka Víðigerði í gegn „Okkur langaði að breyta til“ 5 TBL 5. febrúar 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N 100 ára kosningaafmæli kvenna fagnað Samband skagfirskra kvenna hélt afmælisfagnað í Menningarhúsinu Miðgarði Konur voru hvattar til að koma í íslenskum búningi á hátíðina. Náðist að smala 35 konum í upphlut eða peysufötum á mynd. MYND: KSE Síðasta sunnudag stóð Samband skagfirskra kvenna fyrir afmælis- fagnaði í Menningarhúsinu í Miðgarði þar sem þess var minnst að 100 ár eru í ár liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Boðið var upp á vandaða og fjölbreytta dagskrá og kaffiveitingar á eftir. Sigrún Fossberg flutti erindi Sólborgar Unu Pálsdóttur um kosningarétt og kjörgengi kvenna. Sigurveig Anna Gunn- arsdóttir, nemi við FNV, ræddi um væntingar ungrar stúlku til framtíðarinn- ar og Björg Baldursdóttir flutti erindi í gamansömum dúr, þar sem hún velti meðal annars fyrir sér breytingum á hlutverki kvenna. Kvennakórinn Sóldís söng, undir stjórn Sólveigar S. Einarsdóttur. Stjórnarkonur í Sambandi skagfirskra kvenna sögðust ánægðar með hvernig til tókst og mætingin hefði verið framan vonum. Fjöldi kvenna mætti íslenskum búningum eða handprjónuðum flíkum, sem setti skemmtilegan svip á viðburðinn. Hátíðin var styrkt af Sveitarfélaginu Skagafirði, Kaupfélagi Skagfirðinga og Nefnd um 100 ára kosningarétt kvenna á Íslandi. /KSE Á fundi Rótarýklúbbs Sauðárkróks fimmtudaginn 23. janúar afhenti Pétur Bjarnason forseti Rótarý- klúbbsins fulltrúum Kiwanisklúbbs- ins, þeim Jónasi Svavarssyni og Gunnari Péturssyni, fjárstyrk að fjárhæð 400.000 kr. Styrkurinn rennur í söfnunarsjóð til kaupa á nýju speglunartæki fyrir Heilbrigðis- stofnunina á Sauðárkróki til skimunar fyrir ristilkrabbameini. Er þar um að ræða ágóðann af fjölsóttu jólahlaðborði sem Rótarý- klúbburinn stóð fyrir þann 29. nóvem- ber sl., með dyggri aðstoð fyrirtækja og einstaklinga úr sveitafélaginu. „Var gestum og gangandi boðið til hlaðborðs í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og voru Ágóði jólahlaðborðs rennur til kaupa á nýju speglunartæki Rótarý-menn veita söfnun Kiwanis-manna lið 600 ókeypis aðgöngumiðar í boði. Viðburðurinn heppnaðist ákaflega vel og var talið vel við hæfi að styrkja verðugt verkefni Kiwanisklúbbsins með ágóðanum,“ segir Magnús Barðdal Reynisson Rótarýmaður. /BÞ Pétur, Jónas, Gunnar og Ómar Bragi við af- hendinguna. MYND: RÓTARÝKL. SAUÐÁRKRÓKS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.