Feykir


Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 5
5/2015 5 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR >> Þú finnur fleiri íþróttafréttir á www.feykir.is Pardusfélagar standa sig vel á Afmælismóti JSÍ Júdó Ort um Guðrúnu frá Lundi Mörg er kallar minning sterk mig að vinafundi. Finnst mér gott að grípa í verk Guðrúnar frá Lundi. Mér finnst sem ég þekki þar þá sem um er skrifað. Fá þar gefið sögu svar sem er reynt og lifað. Guðrún þar frá hugar hlíf hæfði margan kjarna. Fjöldinn allur las um líf lands og þjóðar barna. Hærra skráðir höfundar heldur grettu fésin. Fundu æ til öfundar af því hún var lesin. Hengdu þeir oft hatt sinn á hina og þessa galla. En Guðrún mátað gat samt þá gjörsamlega alla. Því að vinning þeim hún gaf, þannig viljann hvatti. Drjúgan hag þeir höfðu af hennar söluskatti. Hún þeim gerði göfug skil, gjöldin þau ég kenni. Þótt þeir litu lágt þar til, lifðu þeir á henni. Leidd af pundi hugar hrings hélt hún áfram verki. Átti hylli almennings undir tryggðamerki. Sást að hennar sögum réð sigur góðra arta. Andi er samleið átti með Íslands þjóðar hjarta. Þegar næði lífs við loft lyftir vinafundi. Skilar góðri skemmtun oft skáldkonan frá Lundi. FRÁ LESENDUM RÚNAR KRISTJÁNSSON YRKIR Kapparnir í Júdófélaginu Pardusi á Blönduósi stóðu sig með prýði á Afmælismóti JSÍ í yngri aldursflokkum, þ.e. U13, U15, U18 og U21 árs, sem fór fram í Reykjavík um helgina. Keppendur á mótinu voru 63 talsins frá níu félögum, þar af átta frá Pardusi. „Í tölfræðinni yfir bestan árangur gerði yngsta Júdófélag Frímann Hilmarsson var í 3. sæti í Dr.U18 -73 á Afmælismóti JSÍ um sl. helgi. MYND: JUDO.IS Tindastólssigur í fyrsta leik Knattspyrnudeild Tindastóls M.fl. karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu sl. sunnudag þegar liðið spilaði við KA2 í Boganum á Akureyri. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Tindastóls hefur KA2 verið að ná góðum úrslitum undanfarið, m.a. gerði liðið jafntefli við 1. deildarlið Þórs og sigraði KF 2-0 í svokölluðu Kjarnafæðismóti en þar hafnaði liðið í efsta sæti síns riðils. „Þetta var hinsvegar fyrsti leikur okkar manna sem hafa æft við afar erfiðar aðstæður undanfarnar vikur undir stjórn Sigga Donna og varla getað sparkað í bolta. Æfingarnar hafa flestar farið fram á svölunum inni í íþróttahúsinu og í tröppunum á sama stað þar sem litli sparkvöllurinn hefur ekki náð að bræða af sér,“ segir í tilkynningunni. Tindastóll sigraði hinsvegar í leiknum og það var Ingvi Hrannar Ómarsson sem skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Pálma Þórssyni eina mark leiksins. „Þrátt fyrir að KA væri meira með boltann vörðust okkar menn vel og uppskáru sigur eins og áður sagði,“ segir í tilkynningunni. /BÞ landsins, Pardus á Blönduósi, sér lítið fyrir og skutu sér fram fyrir eldri og reyndari klúbba en þeir urðu í öðru sæti á eftir JR. Þessum árangri náðu þeir þrátt fyrir að hafa verið á löngu ferðalagi fyrir keppnina en þeir lögðu af stað frá Blönduósi kl. 5 í morgun og voru mættir til leiks kl. 9,“ segir í frétt um mótið á Júdó.is. Árangur Pardusa var eftirfarandi: Björn Jónsson 1. sæti í Drengir U13 -55 Helgi Heiðarr Sigurðarson 1. sæti í Drengir U13 -60 Daníel Heiðarsson 1. sæti í Drengir U15 -55 Viktor Heiðarsson 1. sæti í Dr. U18 -55 Benedikt Þór Magnússon 2. sæti í Drengir U13-30 Leon Paul Suska 2. sæti í Drengir U18 -66 Hlíðar Örn Steinunnarson 3. sæti í Drengir U13 -38 Frímann Hilmarsson 3. sæti í Drengir U18 -73 /BÞ Verðlaunað fyrir bætingar Fjöldi Skagfirðinga og Húnvetninga á Stórmóti ÍR 19. stórmót ÍR í frjálsíþrótt- um fór fram í Laugardals- höllinni í Reykjavík helgina 31. janúar-1. febrúar. Var þetta fjölmennasta mótið frá upphafi en um 800 keppendur voru skráðir til leiks, frá 31 félagi eða sambandi og þeirra á meðal var fjöldi Skagfirðinga og Húnvetninga. Á mótinu var keppt í öllum aldursflokkum, frá átta ára til fullorðinna. Sú nýbreytni var tekin upp að veita viðurkenn- ingar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir, en það er mögulegt með nýju mótaforriti FRÍ. Því voru fjórir einstakl- ingar kallaðir til verðlaunaaf- hendingar í hverri grein, þrír efstu og sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest. Á íþróttasíðu Feykis.is má sjá lista yfir persónulegar bætingar og þau met sem keppendur UMSS og USAH settu á mótinu. /KSE Tindastóll féll úr leik í DHL-höllinni Körfuboltinn: KR - Tindastóll 88-80 Enginn var á ferli á götum Sauðárkróks sl. mánudag og mátti sennilega rekja það til þess að þá fór fram leikur Tindastóls og KR í DHL höllinni í Reykjavík, en leikurinn var sendur beint á RÚV Sport. Leikurinn var hörkuspennandi frá upphafi til enda og endaði með því að KR tryggði sér sæti í úrslitaleik Powerade- bikarsins með átta stiga sigri, 88-80. Hart var barist og úrslita- bragur á leik liðanna, varnirnar voru sterkar, liðin spiluðu fast og leikmenn fengu ekkert gefins. Þrátt fyrir að Stólarnir hafi gefið allt sem þeir áttu í leikinn og spilað vel á köflum voru KR-ingar með yfirhöndina allan tímann og Stólarnir voru alltaf að elta Íslandsmeistar- ana, en Tindastóll náði aldrei forystunni í leiknum. KR leiddi með fjórum stigum, 21-17, að loknum 1. leikhluta og voru yfir í hálfleik, 44-35. Stólarnir klóruðu í bakkann í þegar líða tók á leikinn þrátt fyrir takmarkaða þátttöku hjá Myron Dempsey sem ekki gekk heill til skógar eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Njarðvík nokkrum dögum áður. Í fjórða leikhluta fóru villuvandræði að há Tindastóli og menn að detta á bekkinn með 5 villur. Alls voru dæmdar 29 villur á gestina og fengu KR- ingar 37 vítaskot í leiknum sem þeir nýttu til að skora rúmlega 35% stiga sinna í heildina. KR nýtti sér villuvandræði Tinda- stóls einnig á annan hátt en þeir hirtu sjö sóknarfráköst í fjórða leikhluta og skoruðu í kjölfarið 9 stig og var það ansi dýrkeypt. Stólarnir héldu allan leikinn í við KR-inga en sem fyrr segir höfðu Vesturbæingar sigur og mæta Stjörnunni í Höllinni í úrslitaleik Powerade-bikarsins. Njarðvík - UMFT 107-99 Síðastliðinn fimmtudag léku Stólarnir við Njarðvík suður með sjó. Heimamenn byrjuðu sterkt og rúlluðu yfir Stólana í öðrum leikhluta. Hægt og sígandi minnkuðu Tindastóls- menn muninn í síðari hálfleik og komust yfir rétt fyrir leikslok en Njarðvíkingar jöfnuðu með þristi og tryggðu sér framleng- ingu þar sem þeir voru skrefinu á undan gestunum og tryggðu sér sigur, 107-99. Næsti leikur er hér heima í kvöld gegn ÍR. /BÞ og ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.