Feykir


Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 7
5/2015 7 sjúkdóminn og útiloka þarf margt annað áður en endanleg greining liggur fyrir. Framan af var talið að einkennin stöfuðu út frá bakinu, enda hafði Gunnar farið í tvo uppskurði vegna brjóskloss á margra ára bili. Við byggingu íbúðarhússins kenndi Gunnar mikillar þreytu og orkuleysis og verkja niður í tær. Þetta var ólíkt manni sem hafði nánast verið „ofvirkur“ eins og Sólveig orðar það. Eftir árangurslausa heimsókn til læknis, sem hélt að „um tíma- bundið vandamál væri að ræða“, ákváðu þau hjónin að fara í hvíldarferð til Tenerife. „Í þeirri ferð uppgvötaði ég að það var eitthvað mikið að. Hann gat ekkert labbað með mér, ekki upp og niður stiga og fylgdi mér ekki eftir.“ Sólveig bætir við að í ferðinni hafi þau kynnst eldri konu sem var nýbúin að missa manninn sinn úr Parkinson og lýsti sjúkdómsferli hans. Þá grun- aði þau að um Parkison væri að ræða og pöntuðu læknatíma strax eftir heimkomuna. Í fram- haldinu lá leiðin til Grétars Guðmundssonar taugalæknis sem kvað upp úrskurðinn. Sólveig segist ekkert hafa þekkt til MND sjúkdómsins á þessum tíma, en hún hafi þó munað eftir Rabba heitnum tónlistarmanni þegar Grétar nefndi MND. Fyrstu viðbrögð Gunnars hafi verið að spyrja hvort það gæti þá lamast meira en fóturinn og kvað Grétar svo vera, enda leggst sjúkdómurinn á útlimi og líffæri sem stjórna kyngingu og öndun. Gunnar hafi síðan sagt við sig þegar komið var út í bíl: „Ég ætla ekki að breyta neinu.“ Sólveig hét því að standa með honum og styðja í hverju sem er. „Maður segir svona án þess að vita nokkuð hvað maður er að fara út í. Ég hef oft hugsað um þetta samtal og viðbrögð Gunnars, en hann hefur líka staðið við allt, hann breytti engu, hann er svo duglegur og kvartar aldrei. Af hverju ætti ég þá að kvarta?“ Stuðningur ná- granna, fjölskyldu og makahóps Sólveig segir að fjölskylda þeirra og bræður Gunnars hafi aðstoðað mikið við uppbyggingu safnsins. Páll bróðir hans á sumarbústað í Stóragerði og hefur verið bróður sínum mjög innan handar. Þá hefur Páll Magnússon á Hofsósi, sem var nemi á Sleitustöðum á sama tíma og Gunnar, sprautað bílana í seinni tíð. Í dag njóta þau aðstoðar tengdadóttur sinnar sem kemur í Stóragerði þá tvo daga vikunn- ar sem Sólveig vinnur á Sauðár- króki. Þá segir hún börnin, tengdabörnin og barnabörnin einstaklega hjálpsöm. „Við erum svo heppin með hvað við eigum góð börn og barnabörn. Svo eigum við átta frísk og falleg tengdabörn, ég tel okkur vera Sólveig er efst til vinstri. Á þessum aldri var hún þegar komin með bíladellu. MYND: ÚR EINKASAFNI mjög rík og lánsöm.“ Elst barnanna er Þórey, fædd 1972, hennar maður er Eiður Baldursson. Þau búa á Sauðárkróki og eiga fjögur börn. Næstur er Jónas, fæddur 1974 og hans kona er Kristín Anna Hermannsdóttir. Þau hafa átt þrjú börn en misstu 16 mánaða dreng árið 2010. Þau búa í Þýskalandi. Yngstur er Brynjar Þór fæddur 1979, sam-býliskona hans er Sigríður Garðarsdóttir og þau eiga tvö börn og búa á Sauðárkrók. Sólveig segir „baráttuna við kerfið“ einna erfiðasta þegar tekist er á við erfið veikindi. Tekur hún sem dæmi að Trygg- ingastofnun taki þátt í kostnaði við spjaldtölvu fyrir MND veika, þar sem fólk þarf að nota talgerfil þegar málið er að hverfa. Í tilfelli Gunnars henti snjallsími betur, þar sem hann dvelur löngum á verkstæði sínu og hefur tak- markaða tölvukunnáttu. Hann geti þá hringt á hjálp. „Jón á Hlíðarenda, sem er okkar hægri hönd, ef eitthvað kemur fyrir og þá er hann jafnan kominn hingað eftir þrjár mínútur, meðan hjálp af Króknum tekur hálftíma. „Reglurnar eru því miður svo einstrengingslegar og fast skorðaðar, að hann gat sem sagt fengið spjaltölvu en sími var ekki í boði sem er ekkert annað en tölva í dag. Það þarf líka að taka tillit til þess hvar fólk býr“ útskýrir Sólveig og segir málið í kæruferli. Fyrir um fimm árum stofnaði Sólveig, ásamt annari konu í sömu sporum, stuðningshóp fyrir maka MND sjúklinga. Hefur hópurinn hisst í tvennu lagi, á Norðurlandi annars vegar og fyrir sunnan hins vegar. Sólveig segir þetta hafa skipt sköpum varðandi það að takast á við veikindin. „Það var svo nauðsynlegt fyrir okkur að geta deilt reynslu okkar. Það eru engir tveir MND sjúklingar eins, þarfirnar eru misjafnar. Þetta hefur verið gríðarlega gagnlegt. Fyrstu árin hittumst við mánaðarlega. Þá getum við grátið og hlegið og deilt reynslu og þvílíkt sem þetta hjálpar okkur öllum. Kjörorð makahópsins er að „njóta en ekki þjóta.“ Nú hefur hópurinn reyndar breyst mikið, enda erum við búin að missa marga félaga síðan við komum inn í þetta og það er alltaf jafn erfitt.“ Búsetan getur verið þröskuldur Sólveig ber MND teymi Land- spítalans vel söguna en það er skipað fagfólki sem kemur að umönnun MND veikra. Þá taka þau hjónin virkan þátt í starfsemi MND félagsins sem styður dyggilega við sjúklinga og aðstandendur. „MND félagið hefur hjálpað okkur gríðarlega mikið og ég fór í stjórnina fyrir fjórum árum. Mér fannst ég knúinn til þess að leggja mitt af mörkum. Það eru svo fáir á landsbyggðinni með sjúkdóminn og mér fannst þurfa að halda landsbyggðinni með, þannig að félagið nýtist öllum.“ Gunnar nýtur svokallaðrar NPA þjónustu sem hefur nýst vel yfir sumartímann og hefur gert honum kleift að halda áfram að vinna. Varðandi þjónustu í heimabyggð segir Sólveig það geta verið erfitt að búa í dreifbýlinu, ekki síst vegna þess að MND er sjaldgæfur sjúkdómur sem henni er ekki kunnugt um að aðrir á þessu svæði séu með. „Við höfum ekki mikið þurft að leita inn á sjúkrahúsið, en höfum aðgang að heimahjúkrun þó við höfum ekki nýtt okkur það. Ég hef bara farið sjálf inn í þetta umönnunar-hlutverk eins og konur gera oft. Það er erfitt að slíta sig út úr því þó manni sé ráðlagt að passa sjálfan sig líka,“ segir Sólveig og bætir því við að það geti verið línudans að huga að eigin heilsu. „Ég finn oft að ég er ofboðslega þreytt og þá meira andlega þreytt. Þegar maður er andlega þreyttur þá hrynur hitt. Þannig að maður þarf að vera svolítið vakandi.“ „Það tekur mann svolítinn tíma að átta sig á ferlinu, hvað er í gangi, af því þú ert svo ákveðinn í upphafi að komast af. Maður hugsar ekkert út í sjálfan sig og þess vegna stofnuðum við þetta makafélag. Fókusinn er á sjúkl- inginn en hinir vilja gleymast,“ segir Sólveig og áréttar að makahópurinn hafi reynst vel til að afgreiða þessar erfiðu tilfinn- ingar. Hún lýsir áðurnefndu ferli: „Um tíma mátti ég ekki sjá mynd af Gunnari „á fæti“, þá bara fór ég að gráta. Þarna kom upp söknuðurinn gagnvart því sem var.“ Sólveig segist hafa gert sér grein fyrir að hún yrði að komast í gegnum þetta tímabil. Hún fór því í gegnum fjölskyldualbúmin, fletti þeim og skoðaði allar myndir frá þeim hjónum á öllum aldri. „Ég tók mér bara tíma í þetta og grét og grét og fletti og fletti, svo bara var það búið.“ Hún ræðir áfram um mikilvægi þess að afgreiða þær tilfinningar sem upp koma. „Við fórum bæði djúpt í afneitun í upphafi og afneituðum öllum hjálpartækjum, enda ætlaði Gunnar ekki að gera heimilið að einhverri sjúkrastofnun.“ Síðan kom reiðin í kjölfarið og þá söknuðurinn eftir því sem var. „Það er ömurlegt að sjá maka sinn hrörna stöðugt og verða fangi í eigin líkama vegna þess að hugsun helst skýr og ekkert er hægt að gera.“ Auðheyrt er á Sólveigu að þau Sólveig og Gunnar við gamla Fordinn sem faðir hans átti og var fyrsti bíllinn sem Gunnar gerði upp. MYND: ÚR EINKASAFNI Tvær Sollur á þorrablóti. Sólveig Pétursdóttir hefur verið nöfnu sinni stoð og stytta í gegnum tíðina. MYND: ÚR EINKASAFNI Stórfjölskyldan. Á myndina vantar yngsta barnabarnið. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.