Feykir


Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 6
6 5/2015 slæmur í baki og þau ákváðu að selja allt fyrir sunnan og flytja á Sauðárkrók þar sem Gunnar gerðist húsvörður við Fjöl- brautaskólann. Sólveig vann á leikskóla syðra og hafði fengið inni í fóstruskólanum þegar þau fluttu norður. Hún vann á leikskóla á Sauðárkróki í tvö ár og var með fatlaða einstaklinga. „Ég hef einhvern veginn alltaf verið að vinna í kringum fötlun. Það er þó tvennt ólíkt að búa við fötlun og að vinna við hana. Svo hélt ég áfram með þessum börnum í grunnskólana og þannig kvikn- aði löngun til að læra meira. Ég var búin að vera leiðbeinandi í sjö ár og orðin 41 árs, þegar ég reif mig upp og fór ein suður í dagskóla og sá sko ekki eftir því,“ segir Sólveig. Jóga í sveit Jóga í sveit er nýjasta viðfangsefni Sólveigar en hún hefur lengi stundað jóga og nýtt það í kennslu sinni í Árskóla. „Ég kynntist jóganu þegar ég var í Kennaraháskólanum og það heillaði mig. Það er búið að sýna mér og sanna að þetta á svo sannarlega heima í skólum, t.d. fyrir krakka sem eru ofvirk, þetta hentar þeim afskaplega vel,“ segir Sólveig. Hún hefur líka kennt jóga á vegum Farskólans og í framhaldi af því verið með jógahóp á Hofsósi sem enn hittist. Í dag er hún með jóga- aðstöðu í kaffiaðstöðu safnsins, sem kemur sér vel þar sem hún vill vera sem mest til staðar fyrir Gunnar. Sjálf hefur Sólveig mikla trú á mætti jóga. „Þetta gerir svo mikið fyrir mann, ég hef líka heyrt að fólk sem þjáist af þung- lyndi og kvíða hafi getað losað sig við lyf. Ég veit það bara sjálf, ég hef dottið niður og þetta hefur hjálpað mér til að halda mér stöðugri.“ Sólveig kennir við Árskóla tvo daga í viku og segir að þessi vetur hafi verið sá erfiðasti hingað til varðandi veður og færð. „Mér hefur aldrei þótt mál að keyra á milli, það hefur aldrei truflað mig fyrr en í vetur. Ég hef þurft að afboða mig í vinnu vegna færðar og veðurs og það fer ótrúlega í taugarnar á mér.“ Sólveig hefur mörg járn í eldinum og hefur m.a. lagt stund á glerlist og kennt hana sem valgrein í Árskóla. Hún hefur einnig haldið námskeið á þeim vettvangi og stefnir á að einbeita sér meira að þeim, enda aðstaða fyrir hendi í Stóragerði. Einnig hefur hún „dundað í leðri,“ þannig að áhugamálin eru margvísleg. Ekki má gleyma gönguferðunum, sem Sólveig hefur stundað í gegnum tíðina, innan lands sem erlendis. Segir hún þær endurnærandi fyrir líkama og sál. Sá eftir að hafa ekki flutt í Stóragerði fyrr Í Stóragerði hafa Sólveig og Gunnar haft fasta búsetu í sjö ár, en fram að því voru þau mikið þar á sumrin. Bjuggu þau fyrsta árið í gamla íbúðarhúsinu á meðan nýja húsið var byggt. Þegar þau voru aftur sest að í Stóragerði segist Sólveig hafa hugsað með sér: „Af hverju vorum við ekki búin að gera þetta fyrr?“ Stefnan var sú að búa í Stóragerði en starfa áfram á Króknum og það gerðu þau fyrsta árið. Uppbygging safns- ins, sem var opnað 2004, og verkstæðisins hófst á svipuðum tíma og tók Gunnar sér ársleyfi frá störfum við Fjölbrautaskólann 2006 - 2007. Það ár greindist hann með MND sjúkdóminn og gat því heilsu sinnar vegna ekki horfið aftur til fyrri starfa. „Stefnan var sú að breyta um lífstíl. Fara bara að njóta og einbeita okkur að þessu og byggja þetta upp, með alls konar drauma. En það fór öðruvísi.“ Sólveig rifjar upp fyrstu sjúkdómseinkennin, sem hún segist geta hlegið að eftir á, enda var þá engan veginn vitað hver orsökin væri. „Það var þannig að við ákváðum að drífa okkur í dansskóla árið 2005, eftir að ég var búin að suða í Gunnari í nokkur ár. Hann átti svo svakalega erfitt með að læra vinstri saman vinstri. Ég stríddi honum á þessu og var alltaf að segja við hann að samhæfingin hans væri gjörsamlega úti á túni. Logi [Vígþórsson danskennari, innsk. blm.] var farinn að taka hann í einkatíma, við mættum alltaf svona klukkutíma fyrr en hinir. Við vorum alltaf að reyna að æfa okkur heima en það gekk ekki,“ rifjar Sólveig upp. Eftir þetta fór Gunnar að taka eftir því að hann átti erfitt með hreyfingar eins og að slá vinstri fætinum til hliðar til að hrista af sér snjóinn áður en hann var fór inn í bíllinnn. Sólveig segir að ekkert hafi verið gert í því. „Ég hélt bara að hann væri svona agalega mikill klaufi og sam- hæfingin svona léleg. Þegar farið var að skoða málið voru þetta fyrstu einkennin, sjúkdómurinn byrjaði í vinstri fætinum.“ Sjúkdómsgreiningin kom þó ekki fyrr en árið 2008, en langan tíma tekur að greina MND Sólveig er fædd á Siglufirði árið 1953 og uppalin þar. Það var á sveitaballi á Ketilási sem hún kynntist Gunnari Þórðarsyni í Stóragerði í Óslandshlíð. Fljótlega var hún komin með annan fótinn í sveitina til hans og þar voru þau meðan hann lauk námi í VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir bifvélavirkjun á verkstæðinu á Sleitustöðum. Sólveig segir að þau fáu sumarfrí sem fjölskyld- an fór í hafa snúist um bíla. „Það var alltaf verið að kíkja eftir einhverju. Ef hann sá skemmu eða bragga til sveita, þá var farið heim og bankað upp á og athugað hvað leyndist þar innan dyra. Hann er með röntgenaugu á öllu svona.“ Einnig hafa þau Sólveig Jónasdóttir. MYND: KSE Sólveig í Stóragerði deilir reynslu sinni sem maki MND sjúklings Sólveig Jónasdóttir í Stóragerði í Skagafirði hefur verið með bíladellu frá því hún man eftir sér sem barni á Siglufirði. Ung kynntist hún eiginmanninum, Gunnari Þórðarsyni, og saman hafa þau byggt upp Samgönguminjasafnið. Uppbygging safnsins er ekki það eina sem þau hafa fengist við í sameiningu, því undanfarin ár hafa þau tekist á við sjúkdóminn MND sem Gunnar greindist með árið 2008. Sólveig deilir þessari reynslu á einlægan og opinskáan hátt og segir æðruleysi MND sjúklinga nánast óskiljanlegt. „Fannst ég knúin til að leggja mitt af mörkum“ hjónin farið saman á tvær bílasýningar í Daytona í Banda- ríkjunum og segir Sólveig að það sé eitthvað sem allt bílaáhugafólk ætti að upplifa alla vega einu sinni. Eftir eitt ár í Stóragerði fluttu Sólveig og Gunnar suður og ráku þar bílaverkstæði og bílaútgerð sem sá um vikuflutninga í 13 ár. Þá var Gunnar var orðinn mjög

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.