Feykir


Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 11

Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 11
5/2015 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar er snillingur dagsins. Spakmæli vikunnar Ef þér líkar ekki hvar þú ert, færðu þig. Þú ert ekki tré. - Jim Rohn Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... engir eru duglegri en kanarnir í kaffidrykkjunni? ... yfir 5 milljón manns starfa við kaffiframleiðslu í Brasilíu? ... Evrópa er eina álfan þar sem ekki er eyðimörk? ... það tekur manneskju styttri tíma að tíma að deyja úr svefnskorti en hungri? – Það er möguleiki að deyja eftir tíu daga án svefns en það tekur nokkrar vikur að deyja úr hungri. FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Mamman var að gera pönnukökur fyrir syni sína, Gylfa 5 ára og Reyni 3 ára. Strákarnir fóru að rífast yfir því hver ætti að fá fyrstu pönnukökuna. Móðir þeirra sá þarna tækifæri til að kenna þeim svona smá lexíu. „Ef Jesús væri hérna, þá myndi hann segja: „Þér bróðir minn, mátt fá fyrstu pönnukökuna. Ég get alveg beðið.““ Gylfi sneri sér þá að yngri bróður sínum og sagði: „Reynir vert þú Jesús!“ Krossgáta MARÍA DAGMAR MAGNÚSD. SAUÐÁRKRÓKI - Já, ég ætla að fara til Noregs. INGÓLFUR VALSSON -Já, fer líklega til Berlín með vinnufélögum í haust. MAGNÚS HELGASON -- Já, ég fer til Parísar í vor. Chili con carne a la Daníel og Avókadó- súkkulaðibúðingur AÐALRÉTTUR Chili con carne a la Daníel 600 gr nautahakk 1 dós rauðar nýrnabaunir 1 chili 1 rauðlaukur 1-2 paprikur nokkrir sveppir 2 hvítlauksrif 1 dós maukaðir tómatar 1 lítil dós tómatpuré 1 tsk paprikuduft 1 tsk tabasco sósa (meira ef vill) dass af HP sósu dass af Worchestershire sósu skvetta af rauðvíni ristaðar kókosflögur 50 gr rifið eða saxað suðusúkkulaði salt og pipar MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Við erum mikið matfólk, kunnum vel að meta góðan mat og það sama á við um börnin okkar þrjú. Þessi tvö eldri eru alltaf til í að smakka eitthvað nýtt og Daníel, sem er orðinn tvítugur, gerir sjálfur ýmsar tilraunir með mat og drykk,“ segja sælkerarnir Ellen Mörk Björnsdóttir og Magnús Eðvaldsson á Hvammstanga. „Ásdís Aþena, sem er að verða ellefu ára, elskar humar og rækjur, sushi, tapas og slíkt og það er virkilega gaman að fara með hana út að borða. Sú yngsta, Valdís Freyja, er bara fimm ára og hún er meira fyrir hefðbundinn mat, soðinn fiskur og stappaðar kartöflur með laukfeiti (án lauks!) er algert uppáhald. Yfirleitt er nokkuð lagt í meðlætið með matnum á heimilinu, sérstaklega ef um kjötmáltíð er að ræða þar sem Ellen hefur ekki borðað kjöt í um 20 ár. Við ákváðum að gefa uppskrift af Chilirétt Daníels og eftirrétturinn er avókadó-búðingur sem er víst svo hollur að hann má jafnvel borða í morgunmat með góðri samvisku.“ Aðferð: Steikið nautahakkið á háum hita, kryddið með salti og pipar. Hitinn lækkaður og Worchestershire sósunni og HP sósunni bætt við ásamt niðurskornum chilipipar og paprikudufti. Rauðvíninu hellt yfir. Þegar hakkið er orðið gegnsteikt og allt vel blandað skal hella þessu yfir í stóra pönnu eða pott og láta malla á vægum hita. Skorið niður lauk, papriku og sveppi, steikt á pönnu upp úr olíu og bætið söxuðum hvítlauk við. Bætið þessu út í hakkið. Hrærið vel, hækkið hitann og bæta út í maukuðum tómöt- um, tómatpuré, nýrnabaunum, kókosflögum og súkkulaði. Látið malla á miðlungs hita, smakkið til með meira rauðvíni, sósum og kryddi eftir þörfum. Þennan rétt er best að borða með hrísgrjónum, jafnvel pasta, einnig fer hann vel með góðu brauði (ristað brauð er mjög klassískt). Kryddin eru ekki heilög, hakkið og baunirnar eru grunnurinn, hitt er hægt að smakka til og prófa sig áfram með eftir smekk. EFTIRRÉTTUR Avókadó súkkulaðibúðingur 1 l rjómi (þeyttur) 6 eggjarauður 2 egg 250 gr sykur Aðferð: Allt sett í matvinnsluvél í þessari röð, maukið vel þar til allt er vel blandað og áferðin alveg slétt. Setjið í fallega glerskál inn í ísskáp. Berið fram með þeyttum rjóma, jarðarberjum, ristuðu kókosmjöli og sírópsristuðum pekanhnetum. Einnig er gott að taka út frosin hindber, láta þau þiðna aðeins og bera fram með búðingnum. Við skorum á oddvita Húnaþings vestra, Unni Valborgu og Alfreð eiginmann hennar. Verði ykkur að góðu PÁLL FRIÐRIKSSON --Líklega ekki. Fer í mesta lagi til Vestmannaeyja í sumarfríinu. Feykir spyr... [SPURT Á FACEBOOK] Ætlar þú eitthvað erlendis á árinu? Ellen og Magnús matreiða Magnús og Ellen UMSJÓN kristin@feykir.is ELÍN GRÓA KARLSDÓTTIR -- Við hjónin förum í helgarferð til Parísar í lok apríl og til Spánar með yngsta barnið með okkur í lok maí. Svo er aldrei að vita hvort ferðirnar verði fleiri þegar árið er búið.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.