Feykir


Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 8
8 5/2015 „Okkur langaði að breyta til“ Nýir eigendur taka Víðigerði í gegn Hjónin Guðlaug Jónsdóttir og Hallgrímur Hallgrímsson keyptu veitingaskálann góðkunna Víðigerði, ásamt syni sínum Kristni Bjarnasyni, síðast liðið vor og vinna nú að miklum endurbótum á staðnum. Staðurinn hefur verið lokaður frá því í október en áætlað er að opna hann á ný um páskana. Feykir heyrði í hinum nýju eigendum og spurði þau út í framkvæmdirnar. Guðlaugur og Hallgrímur eru úr Reykjavík og ráku pizzastaðinn Hróa hött í Hafnarfirði áður en þau keyptu Víðigerði ásamt syni sínum í maí síðast liðnum. „Þetta var nú hrein ævintýra- mennska, okkur langaði að breyta til. Við vissum frá upphafi að það þyrfti að taka staðinn í nefið því hér var allt í mikilli niðurníðslu,“ segja Guðlaug og Hallgrímur um stakkaskiptin í samtali við Feyki. Helstu framkvæmdir felast í að taka efri hæðina alveg í gegn og breyta í gistirými. Eftir breytingar verða þar níu herbergi, öll með sér baði; eitt Dýpkun að ljúka Sauðárkrókshöfn Framkvæmdum við dýpkun á Sauðárkrókshöfn er að ljúka, eins og sagt var frá á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar í síðustu viku. Síðustu daga hefur verktaki verið að ljúka við dýpkun á svæði fyrir framan öldubrjót við hafnarmynnið. Samtals hefur verið dælt um 20.000 rúmmetrum úr höfn- inni, úr fyrrnefndu svæði við hafnarmynnið og svæði innan hafnar. Dýpkun innan hafnar- innar gekk erfiðlega sökum þess hversu fínt efnið í botninum er og því erfitt og tímafrekt að dæla því um borð í skipið. Dýpið á dýpkunarsvæðinu innan hafnar er nú á bilinu 8 til 8,5 m. Lokauppgjör verksins liggur ekki fyrir. Hluta efnisins var dælt í landfyllingu þar sem gamla smábátahöfnin var staðsett. Þeirri uppfyllingu er lokið. Aðeins er eftir að keyra þunnu lagi af burðar-lagsefni ofan á sandinn. /KSE eins manns herbergi, eitt fjölskylduherbergi og svo þau sem eftir eru tveggja manna. Einnig munu þau öll vera með 32" sjónvörp og Interneti. „Svo verður sæt setustofa þar sem hægt er að spila, tefla eða bara sitja og spjalla við aðra gesti,“ segir Guðlaug. Þjón- ustuna segja þau breytast á þann veg að nú sé ætlunin að vera með morgunverðar- hlaðborð, bæði fyrir gesti og gangandi, og einnig að opna sjálfan staðinn mun fyrr á morgnana. Auk endurbótanna mun Víðigerði öðlast nýtt nafn og segir Guðlaug nú sé verið að útbúa nýtt lógó fyrir staðinn. „Þegar það er tilbúið þá förum við að auglýsa á fullu nýja nafnið, sem er North-West. Svo kemur annaðhvort Hotel eða –Inn, en það er ekki alveg ákveðið,“ segir Guðlaug að endingu. /BÞ Hallgrímur, Kristinn og Guðlaug. MYND: ÚR EINKASAFNI hjónin hafa alltaf verið samhent, hvort sem það er í rekstri fyrir- tækjanna, byggingu íbúðarhúss- ins eða því verkefni sem þeim var úthlutað, að takast á við illvígan sjúkdóm. Verkefnin eru raunar óþrjótandi. „Það er verið að gera upp svolítinn gullmola, það er gamli bíllinn hans Sigurmons heitins í Kolkuósi, hann verður kláraður núna og verður tilbúinn í vor. Hann er voða fallegur,“ segir Sólveig um það sem framundan er. Þegar blaðamaður hefur skoðað jógaaðstöðuna og kíkt inn á safnið er Gunnari farið að leiðast eftir hádegismatnum og reynir að sjálfsögðu að bjarga sér. Hann stendur við eldavélina og er að hita hádegismatinn. „Þú verður að kíkja í vor og sjá Kolkuósbílinn,“ segir Gunnar brosandi. Á meðan hann stendur upp kemur heimilishundurinn Goði sér makindalega fyrir í hjólastólnum og fær svo far að eldhúsborðinu, enda segir Sólveig að hann víki ekki mikið frá húsbónda sínum. Hver veit nema í vor verði líka komnar nokkrar rolluskjátur og land- námshænur í hlaðið, en það er eitt af því sem Sólveig lætur sig dreyma um. „Ég man alveg eftir því að maður sat um kallana á vörubílunum til að fá að sitja í einn og einn túr. Fyrsta skiptið sem ég fór upp í drossíu, var í endann á síldar- ævintýrinu. Ég man eftir tveimur skvísum sem voru á svaka drossíu og ég snerist í kringum í þær, fimm sex ára gömul, til að fá að fara einn rúnt, þvílíkt sem mér fannst þetta flott.“ MYND: ÚR SAFNI FEYKIS Fjölmenningarleg matarhátíð hjá ferðamálanemum Matur frá Kúbu, Frakklandi, Þýskalandi og Úkraínu Nemendur í ferðamáladeild Háskólans á Hólum stóðu á mánudaginn fyrir fjölmenningarlegri matarhátíð í matsal skólans. Viðburðurinn var hluti af námskeiði sem heitir Matur og menning. Verkefnið var að kynna sér matarhefðir mismunandi þjóða. Skipt var í fjóra hópa sem unnu hver með sitt land og töfruðu fram nokkra rétti frá við- komandi landi. Einnig var sett upp kynning á landinu, borðin skreytt með einhverju sem minnti á löndin og jafnvel klæðst í búninga frá þeim. Að sögn Laufeyjar Haralds- dóttur, lektors við ferðamála- deild, sem kennir námskeiðið eru þátttakendur í námskeiðinu allir íslenskir en nutu aðstoðar erlendra nema í fiskeldisdeild við verkefnið, sem m.a. að- stoðuðu við að útvega upp- skriftir. Þrátt fyrir að þessi fjögur lönd yrðu fyrir valinu eru nemendur frá mun fleiri þjóðum við skólann, einkum við fiskeldis- og hestadeildir, og telur Laufey að þeir komi frá um 15 löndum. Laufey segir að hráefnið hafi verið sótt víða, m.a. var hráefnið í kúbversku réttina sótt í Kolaportið. Ýmis fyrirtæki styrktu verkefnið með því að leggja til hráefni, eða fjármagn. Nemendum og starfsfólki Hólaskóla og íbúum í nágrenninu var boðið að taka þátt í hlaðborðinu gegn vægu gjaldi og rennur ágóðinn til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Alls söfnuðust hátt í 90 þúsund krónur. „Við leggjum áherslu á að námið sé hagnýtt og þetta er ein leið til þess, að þau fái raun- veruleg verkefni að fást við. Í fyrra vorum við með íslenskt kaffihlaðborð en nú ákváðum við að vera með eitthvað fjöl- þjóðlegt.“ Algengt er að nem- endur ferðamáladeildar reki fyrirtæki í ferðaþjónustu og stundi námið í fjarnámi. „Þetta er því praktískt og fjarnámið hefur verið mjög vinsælt,“ útskýrir Laufey og bætir við að alls stundi um 130 nemendur nám á ferðamálabraut. /KSE Þessi voru í þýska hópnum og höfðu útvegað sér klæðnað við hæfi. Þessi hópur eldaði kúbverskan mat og var því vel við hæfi að kveikja sér í Kúbuvindlum. MYNDIR: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.