Feykir


Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 2

Feykir - 05.02.2015, Blaðsíða 2
2 5/2015 Lífið úthlutar okkur ýmsum verkefnum og þær eru misbrattar brekkurnar sem okkur er ætlað að klífa. Ein þeirra sem fengið hefur að kynnast þessu er Sólveig Jónasdóttir í Stóragerði í Skagafirði, en hún er í opnuviðtali Feykis að þessu sinni. Eiginmaður Sólveigar, Gunnar Þórðarson, greindist með MND sjúkdóminn árið 2008 þegar þau höfðu nýlega söðlað um og byggt upp Samgönguminjasafn af miklum myndarbrag ásamt því að gróðursetja mikinn fjölda trjáplantna á jörðinni. Bíla- dellunni deilir Sólveig með eiginmanninum og á sama hátt hefur hún verið honum stoð og stytta í veikindunum. Eins og fram kemur í viðtalinu er MND ólæknandi sjúkdómur sem gengur oft hratt fyrir sig. Segja má að menn verði fangar í eigin líkama, þar sem um lömun er að ræða en sjúkdómurinn veldur ekki heilabilun. MND er í minni hluta tilfella arfgengur heldur orsakast hann af stökkbreytingu í genum. Undanfarin ár hafi óvenju margir Íslendingar greinst með MND. Þannig voru um 20 sjúklingar í MND félaginu þegar Sólveig gekk til liðs við það, en nú eru félagar rúmlega þrjátíu. Góðu fréttirnar eru þær að ýmsar rannsóknir eru í gangi. „Það er heilmikið að gerast í þeim heimi, sem betur fer. Þessi ísfötuáskorun hún gerði kraftaverk, algjört kraftaverk,“ sagði Sólveig í samtalinu. Og ekki veitir af, því sjaldgæfir sjúkdómar á borð við MND eru ekki efst í forgangsröð rannsakenda og lyfjafyrirtækja. Um þessar mundir taka Íslendingar þátt í mjög stórri alþjóðlegri rannsókn. Er það í fyrsta skipti sem að Íslendingar eru rannsakaðir sérstaklega, en íslenskur læknir búsettur í Danmörku mun stýra þeirri rannsókn. Þess má geta að þegar hefur verið skilgreint að einkenni Íslendinga með MND eru aðeins öðruvísi en annarra. Helst má finna samsvörun meðal MND veikra í Japan. Þá hefur verið gerð mjög athyglisverð genarannsókn sem bendir til að þeir sem hafa greinst eiga flestir sameiginlegan forföður, sem uppi var í kringum árið 1500. Þrátt fyrir að sjúkdómurinn sé ólæknandi er alltaf verið að þróa lausnir sem bæta eiga lífsgæði fólks með MND. Um nokkurt skeið hafa verið til lyf sem talin eru hægja á gangi sjúkdómsins og tæki sem örva þindina, aðstoða við öndun og hósta. Sömuleiðis má nefna meðhöndlun taugaverkja. Þá hefur umönnun og eftirfylgni þróast í áranna rás. En betur má ef duga skal og með stuðningi við MND félagið og þátttöku í verkefnum á borð við ísfötuáskorunina getur hver og einn lagt sitt af mörkum. Tákn MND félagsins er kletturinn og það má sannarlega yfirfæra á fólk eins og Sólveigu í Stóragerði sem stendur sem klettur við hlið eiginmannsins í hans æðrulausu baráttu. Kristín Sigurrós Einarsdóttir Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Brekkur lífsins Veruleg stefnubreyting að mati þingmanns Umræða um skólagjöld við Háskólann á Hólum Nokkur umræða hefur spunnist um hugsanlega upptöku skólagjalda við háskólana á Hvanneyri og Hólum. Í svari Mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur á Alþingi fyrr í vikunni útilokaði hann ekki breytt rekstrarform og kvaðst opinn fyrir öllum hugmyndum. Eins og fram hefur komið í Feyki hefur mikil umræða spunnist um mögulega sameiningu skólanna tveggja og fjárhags- vandræði þeirra. Katrín spurði ráðherra jafn- framt hvort gerð hefði verið fýsileikakönnun af hálfu ráðu- neytisins á annars vegar fag- legum ávinningi og hins vegar fjárhagslegum ávinningi af sameiningu skólanna. Einnig spurði hún um áform um rekstrarform sameinaðs háskóla og hvort til stæði að taka upp skólagjöld eins og gert er á Bifröst. Katrín telur að ef tekin yrðu upp skólagjöld til að mennta bændur og fleiri stéttir, yrði það „veruleg stefnubreyting sem kallaði á miklu meiri umræðu á vettvangi Alþingis ef sú væri ætlunin.“ /KSE Vetrarhátíð í Skagafirði Mikill hugur í skipu- leggjendum Hin árlega Vetrarhátíð í Skagafirði verður haldin dagana 19.-22. febrúar nk. Það er Skíðadeild Tindastóls sem hefur haft veg og vanda af hátíðinni en fengið til liðs við sig fjölmarga aðila í Skagafirði, svo sem Sveitarfélagið Skagafjörð, Skagfirðingasveit, Slökkviliðið, Sauðárkrókskirkju, Byggðasafn Skagfirðinga og fleiri aðila. Í síðustu viku var hald- inn spjallfundur um hátí- ðina á Kaffi Krók, þar sem aðilum að Félagi ferðaþjón- ustunnar í Skagafirði gafst tækifæri til að kynna sér hátíðina og taka þátt í undirbúningi og framkvæmd hennar. Mikill vilji er fyrir þátttöku sem flestra aðila á svæðinu og geta áhugasamir komið hugmyndum að viðburðum eða þjónustu sem þeir vilja auglýsa samhliða dagskrár hátíðar- innar til verkefnastjóra, Áróru Ragnarsdóttur, gegn- um netfangið aroracalvert@ gmail.com. /KSE Sveitarfélagið Skagafjörður Ákveðið hefur verið að framlengja niðurfellingu á gatnagerðargjöldum tímabundið af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Framlengingin, sem gildir til 31. desember 2015, var samþykkt á sveitarstjórnar- fundi í síðustu viku. Nánari upplýsingar um lausar lóðir er að finna á heimasíðu Svf. Skagafjarðar. /BÞ Tímabundin niðurfelling gatnagerðar- gjalda framlengd Minnir á að gera ráð- stafanir með heimferð Lögreglan á Norðurlandi vestra Nú er tími þorrablótana í algleymingi og því hefur Lögreglan á Norðurlandi vestra minnt á nokkur heilræði sem gott er að hafa í huga á þessum tíma sem öðrum. Hálka og kuldi eru dauðans alvara sem allir þurfa að bera virðingu fyrir og sérstaklega þegar haldið er heim af blóti. „Reynum því öll að passa upp á hvort annað og fylgjast vel með því að allir komi heilir heim. Þá er líka vert að muna það að akstur ökutækja eftir áfengis- neyslu er bannaður á Íslandi, jafnvel þótt það sé bara upp heimkeyrsluna. Og að lokum; göngum hægt um gleðinnar dyr og skemmtum okkur fallega. Þorrablótskveðja frá lögreglunni á Norðurlandi vestra,“ segir á fésbókarsíðunni. /KSE Starfshópur skili til- lögum í þessum mánuði Uppbygging fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki Íþrótta- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu um skipun starfshóps, innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem komi með tillögu að uppbyggingu vetraríþrótta- aðstöðu á Sauðárkróki. Starfshópurinn skal koma með tillögu til félags- og tómstundanefndar um staðsetningu og gerð mannvirkisins. Stefnt skal að því að tillögur liggi fyrir í febrúar. Í fundargerð segir að samkvæmt tillögunni skuli í starfshópnum sitja: Formaður félags- og tómstundanefndar sem stýrir fundum, einn aðili frá veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins, einn frá fjöl- skyldusviði sveitarfélagsins, einn frá Árskóla, tveir frá Ung- mennafélaginu Tindastóli og einn frá UMSS. Fulltrúar Vinstri grænna og óháðra sátu hjá við afgreiðsluna og gerðu athuga- semd við skipunina, telur að höfða þurfi til breiðari hóps, eins og segir í fundargerðinni. Ómar Bragi Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar Umf. Tindastóls, sagði að um ánægjulegt skref sé að ræða í áralangri baráttu fyrir bættri aðstöðu, þegar Feyki leitaði viðbragða frá honum við gerð fréttarinnar. „Vonandi verður góð samstaða um framhaldið, það skiptir miklu máli þegar um svona stórt verkefni er um að ræða. Það er börnum og unglingum á svæðinu til heilla að klára málið alla leið.“ /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.