Feykir


Feykir - 19.03.2015, Page 2

Feykir - 19.03.2015, Page 2
2 11/2015 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tbl með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. & 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Tertusneiðin fór til spillis Fermingar eru tími mikillar eftirvæntingar. Sjálf er ég næst yngst í sex systkina hópi og eyddi stórum hluta af minni barnæsku í að stúdera hvenær röðin kæmi að mér varðandi hina ýmsu hluti sem eldri systkini mín höfðu þegar fengið. Eitt af því var fermingin, og ekki síst fermingarveislan, enda hef ég ávallt veisluglöð verið, ekki síst hvað varðar mat eða kökur. Ég man að ég valdi hefðbundið bakkelsi eins og kleinur, pönnukökur og fleira á veisluborðið, auk einnar rjómatertu með rauðu hlaupi sem ágætis kona í sveitinni bakaði fyrir okkur. Þá voru kransakakan og brauðterturnar á sínum stað en heitir brauðréttir ekki komnir í tísku. Fermingargjafirnar á þessum tíma voru gjarnan rúm með tveimur rúmfataskúffum undir, skrifborðsstólar, lampar, skart- gripir og leðurjakkar. Ég man að ansi mikið af því sem mér hlotnaðist að gjöf þennan dag var í hvítum, bleikum og svörtum litum og minnti herbergið mitt á þessum árum helst á sviðs- myndina í þáttunum hjá Hemma Gunn, enda „eightís“ tískan í algleymingi. Þá eru minnisstæð handklæðasett, armbandsúr sem eflaust hefur verið pantað úr Quelle-listanum og óskaplega tæknilegt svart Philips kassettutæki, þeirrar gerðar að hægt var að smella hátölurunum af! Það gerðist nú ekki mikið flottara, að ég tala nú ekki um áletraða leðurveskið og vínrauða skartgripaskrínið, en í þessum hirslum geymdi maður rúmlega 80 þúsund krónur sem biðu þess að félli ferð í Borgarnes svo hægt væri að leggja þær inn í Sparisjóðinn. Við vorum tvær stelpurnar sem fermdar vorum í Lundar- kirkju á páskadag, 3. apríl 1988, sem jafnframt var fjórtán ára afmælisdagurinn minn. Að vísu vorum við fjölskyldan flutt í næstu sveit, Bæjarsveitina, en ég hélt tryggð við mína gömlu góðu kirkju, enda alin upp á Lundi til 10 ára aldurs. Sr. Agnes Sigurðardóttir, núverandi biskup, fermdi mig. Hún var langt gengin með barn þegar þarna var komið sögu og man ég að mamma sagði mér að gömul og heiðvirð kona í sveitinni hefði komið að máli við sig og spurt hana hvort hún ætlaði virkilega að láta kasólétta konu ferma dóttur sína! Ekki virtist mamma jafnhneyksluð á því fyrirkomulagi, enda hefði það komið úr hörðustu átt frá konu sem hafði gengið með sex börn á fjórtán árum! Þess má geta að Agnes var þriðji kvenpresturinn á landinu og á þessum tíma var Vigdís forseti að byrja sitt þriðja kjörtímabil. Fermingin gekk nokkuð skammlaust fyrir sig, en mér er þó minnisstætt að messuvínið var ákaflega bragðvont. Getur þar hvort tveggja komið til að þetta hafi verið fyrsta áfengið sem ég bragðaði um dagana eða að það hafi staldrað of lengi við í altarisskápnum, enda einungis tvö til þrjú fermingarbörn á ári. Hitt var þó verra að vínið fór illa í maga þessarar grönnu og slánalegu unglingsstúlku sem ég, ótrúlegt en satt, var á þessum árum. Vildi ekki betur til en svo að ég hafði enga matarlyst og missti því af fyrstu stórveislunni sem hafði sérstaklega verið gerð fyrir mig. Fyrsta tertusneiðin var því einkum upp á punt, hún rann ekki jafn ljúft niður og til stóð. Ég hef þó bætt mér það upp í seinni tíma veislum. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður CANON EOS 1200D m/ 18-55mm IS linsu Fangaðu augnablikið með DSLR myndavél sem er auðveld í notkun og skilar ljósmyndum og vídeó sem þú elskar. • Bókin Stafræn ljósmyndun á Canon EOS fylgir. • 18 megapixla ljósmyndir þar sem þú sérð öll smáatriði. • Myndskeið (vídeó) með atvinnumanna-útliti og líta vel út í HD sjónvarpinu. • Þegar birtan minnkar þá eykur 1200D ljósnæmið þannig að myndirnar eru enn skarpar. • Taktu mynd með réttu stillingunni með Scene Intelligent Auto (SCN). VERÐ KR. 89.900 Bluetooth hátalar Stórkostlegt úrval af bluetooth hátalörum frá Bose, House of Marley, Sony, JBL o.fl. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N n ýp re n t 0 3 /2 0 1 5 VERÐ KR. 45.990 VERÐ KR. 189.900* VERÐ KR. 58.900 HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 9200 afgreidsla@tengillehf.is • SCN greinir aðstæður út af birtu, lit, hreyfingu o.fl. og hjálpar þér að taka betri mynd. • Feature Guide vélarinnar og smáforrit (app) hjálpa þér aðlæra betur á EOS. • Frábær og notendavæn hönnun o.fl. LENOVO B50-30 fartölva Skemmtileg fartölva á einstaklega hagstæðu verði. Hentug í almenna netnotkun. • Örgjörvi: Intel Celeron N2840 2,16-2,58GHz dual core 1MB • Minni: 4GB 1333MHz DDR3L (8GB mest, 1 rauf ) • Skjár: 15,6" HD m. myndavél • Upplausn: 1366x768 punkta • Diskur: 500GB 5400sn. 2,5" 9,5mm SATA • Skjákort: Intel HD • Drif: DVD-RW • Rafhlaða: Innb. LiIon 4 sellu, allt að 4 klst hleðsla • Netkort: þráðlaust b/g/n og Bluetooth 4.0 Græjaðu fermingargjöfina hjá okkur! Græjubúð Tengils e r stútfull af frábærum ferming artilboðum LENOVO IdeaTab Yoga 10.1" Spjaldtölva frá Lenovo. Spræk og skemmtileg 10“ spjaldtölva sem fer einkar vel í hendi. Hentar vel í alla afspilun og leiki og hefur ótrúlega rafhlöðuendingu. • Örgjörvi: Cortex-A7 1.6GHz Quad-Core • Minni: 2GB 800 MHz LP-DDR2 • Gagnapláss: 16GB (stækkanlegt um allt að 64GB með microSDHC korti) • Skjár: 10.1" 1920x1200 IPS LCD með LED baklýsingu (149 PPI) • Myndavél: 8 MP bakvísandi og 1.6 MP HD framvísandi • Net: 802.11b/g/n þráðlaust net og Bluetooth 4.0 • A-GPS staðsetningartækni • Hátalarar: stereo • Hljóðnemi: Innbyggður (eyðir umhverfishljóði) • Stýrikerfi: Android 4.4.2 (KitKat) m. Google Play • Breidd 18 sm x Hæð 26.1 cm x Dýpt 0.3-2.15 sm • Þyngd: 600 g. Fermingar TILBOÐ LENOVO IDP Y50 15"F i7 4710HQ 16/1TB GTX W81 Alvöru leikjaskrímsli! Y50 er með Haswell i7 örgjörva sem gefur hreint ótrúleg afköst fyrir leiki og skemmtun. • Örgjörvi: Intel Core i7 4710HQ 2,5-3,5GHz quad core 64bit • Minni: 2 x 8GB 1600MHz DDR3 minni (16GB mest, 2 raufar) • Skjár: 15,6" FHD LED VibrantView m. innbyggðri myndavél • Upplausn: 1920x1080 punkta • Skjákort: Optimus tækni: NVIDIA® GeForce® GT860M (4GB) og Intel 4600 • Diskur: 1TB HDD, 5400sn. 2,5" • Netkort: 10/1000 Ethernetkort o.fl. FermingarTILBOÐ Ferminga r TILBO Ð FermingarTILBOÐ OPIÐ ALLA VIRKA DA GA FRÁ KL. 8:00 -17 :00 – KOMDU OG K ÍKTU Á ÚRVALIÐ! VERÐ FRÁ KR. 9.900 Gott úrval af heyrnartólum Allt að 20% fermingar- afsláttur af heyrnartólum House Of Marley, Bose, Sony, Skull Candy o.fl. VERÐ FRÁ KR. 2.990 * Tímabundið tilboð „Þetta er búinn að vera erfiður dagur“ Það var í nógu að snúast hjá björgunarsveitum á Norðurlandi vestra vegna óveðursins sem geysaði um landið síðasta laugardag. Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi fóru í sautján útköll þar sem aðgerðir stóðu yfir í samtals tíu tíma. „Þetta er búinn að vera erfiður dagur,“ segir Ingvar Daði Jóhannsson, ritari Björg- unarsveitarinnar Grettis þegar Feykir hafði samband við hann seinnipartinn á laugardaginn. „Við höfum sinnt sautján verk- efnum sem skráð voru í dag, auk margra smærri verka sem gengið var í áður en útköll bárust,“ sagði Ingvar Daði enn- fremur. Veðurofsinn var gríðar- legur og til marks um það fuku 27 heyrúllur af hlaðinu á Hólkoti í Unadal og enduðu út í á. Er talið að vindhraðinn þar hafi farið upp í 60-70 m/sek þegar verst lét. Þá fauk þak í hálfu lagi af íbúðarhúsi á Grund 2, járn, pappi og einangrun með þeim afleiðingum að þakið opnaðist. Alls fóru Björgunarsveitin Grettir, Skagfirðingasveit og Flugbjörgunarsveitin í Varma- hlíð í 24 verkefni og voru 29 Í nógu að snúast hjá björgunarsveitum á Norðurlandi vestra Æfingatímabilið tvískipt að þessu sinni „Barið í brestina“ frumsýnt í Sæluviku Það er árviss viðburður að Leikfélag Sauðárkróks frumsýni leikrit í Sæluviku. Að þessu sinni varð fyrir valinu verkið Barið í brestina eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson, sem er gamanleikur með tónlist, í leikstjórn Þrastar Guðbjartssonar. Að sögn Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, formanns leikfélagsins, er æfingatímabilið tvískipt að þessu sinni, þar sem leikstjórinn er einnig ráðinn til verkefna annars staðar. Fyrra tímabilinu, sem stendur í fjórar vikur, er senn að ljúka. Eftir þriggja vikna hlé verður síðan tekin tveggja vikna törn fyrir frumsýningu. Fimmtán hlutverk eru í verkinu, sem öll krefjast mikillar viðveru leikara. Annar eins fjöldi starfar svo að hinum ýmsu verkefnum bakvið tjöld-in. Sigurlaug Dóra segir að vel hafi gengið að manna hlutverk á sviði sem og baksviðs. Þeir sem taka þátt séu nýliðar, mikilir reynsluboltar og allt þar á milli. Að minnsta kosti tíu sýningar eru áformaðar og verður sýnt í Bifröst á Sauðárkróki. /KSE björgunarsveitarmenn að störf- um þennan dag. Algengast var að þakplötur væru að fjúka. Góðu heilli hafa ekki borist fréttir af manntjóni en eignatjón mun vera umtalsvert. Sund- laugin á Hofsósi er lokuð um óákveðinn tíma meðan viðgerð stendur yfir. Talsvert eignatjón Svipaða sögu er að segja úr Húnavatnssýslum. Björgunar- sveitin Húnar fór í mörg útköll vítt og breitt um Húnaþing vestra. Aðstoðarbeiðnir fóru að berast um leið og veðrið skall á undir hádegið og voru menn að störfum þar til síðdegis. Björg- unarfélagið Blanda í Austur- Húnavatnssýslu fór í að minnsta kosti tuttugu útköll vegna óveðursins en flest þeirra voru á milli kl. 10:30 og 14:30 á laugar- daginn. Vindhraðinn á Blönduósi og nágrenni var yfir 40 m/sek um morguninn en fóru niður í 30 m/sek um hádegi. Rúður voru að brotna, þakplötur að losna og fjúka ásamt öðru lauslegu. Voru útköllin bæði á Blönduósi og í sveitunum í kring, að sögn for- svarsmanna Björgunarsveitar- innar. /KSE Mikið var um fjúkandi þakplötur í óveðrinu sem geisaði á laugardaginn og var fjöldi björgunarsveitamanna. MYND: SKAGFIRÐINGASVEIT Fjölmiðlaveisla í Fjallinu Þann 11. mars sl. bauð Skíðadeild Tindastóls, í samvinnu við önnur skíða- svæði á Norðurlandi, og Markaðsstofu Norðurlands, um 50 manns frá ferða- skrifstofum og fjölmiðlum, í ferð um Norðurland með viðkomu á skíðasvæði Tindastóls. Var þetta liður í markaðssetningarátaki sem nefnist Ski Iceland. Að sögn Viggós Jónssonar er þetta í annað sinn sem boðið er í slíka ferð í tengslum við verk- efnið, fyrst í mars í fyrra, og gaf það mjög góða raun en í kjölfar- ið var Ski Iceland í fyrsta sinn boðið að vera með í kynningar- básum Icelandair á kaupstefnu erlendis. Yngstu börnunum boðið á Töfrateppið Föstudaginn 27. eða laugar- daginn 28. mars verður tekið í notkun lítið færiband, svokallað Töfrateppi. Það er hugsað fyrir minnstu börnin, allt niður í þriggja ára, en þá líða þau upp brekkuna og geta rennt sér niður. „Þá höfðum við hugsað okkur að bjóða litlu krökkunum á skíði, við lánum þeim skíði og leyfum þeim að prófa,“ sagði Viggó í samtali við Feyki. „Það er hugur í skíðadeildinni á Króknum að gera þetta skíða- svæði enn betra en það er. Þetta svæði hefur mjög mikið upp á að bjóða og það er mjög fjöl- skylduvænt.“ /BÞ Hugur í Skíðadeild Tindastóls

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.