Feykir


Feykir - 19.03.2015, Síða 6

Feykir - 19.03.2015, Síða 6
6 11/2015 sem þá hafði nýlega látið af störfum sem textílkennari við Varmahlíðarskóla, að sauma hálsslaufur úr roði. Upphafið var það að Lionsmenn fengu hana til að sauma slaufu í sextugsafmælisgjöf handa Agnari oddvita á Miklabæ í Blönduhlíð. Var hún gerð úr rauðu hlýraroði og má segja að Agnar sé einskonar „stílryðjandi“ (trendsetter). Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar. „Síðan vatt þetta upp á sig upp á sig. Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni og hélt bara áfram. Ég gerði mest handa vinum og vandamönnum til að byrja með en svo fór ég bara að selja slaufurnar og hef gert það núna síðast liðin tvö ár eða svo,“ segir Helga um framhaldið. Helga notar ein- göngu roð í slauf- urnar, einkum af laxi og hlýra en einstaka eru gerðar úr karfa- roði. Þar sem roðin eru náttúrulegt efni, sem eru lituð hjá Loð- skinn, eru þau fáanleg í öllum regnbogans litum en engin tvö þeirra eru nákvæmlega eins. Stærðirnar á slaufunum Agnar á Miklabæ eins konar „stílryðjandi“ Hannar og saumar slaufur undir vörumerkinu HF Textíll VIÐTAL Kristín S. Einarsdóttir Fyrir rúmum tveimur árum byrjaði Helga Friðbjörnsdóttir, geta líka verið aðeins mismunandi. Kaupendurnir eru alveg frá fermingaraldri og uppúr. Helga segir að slaufur hafi verið í tísku um nokkurt skeið, auk þess sem sumir karlmenn séu einfaldlega slaufu- menn og kjósi slaufurnar fram yfir hálsbindin. Slaufurnar eru saumaðar bæði í vél og í höndum. „Þetta er svolítið föndur,“ segir Helga en handverk er aldeilis ekki nýtt fyrir henni þar sem hún starfaði sem textílkennari í Varma- hlíðarskóla um árabil. „Þegar ég hætti því fyrir nokkrum árum sneri ég mér meira að ýmsu svona. Ég hef líka verið að sauma púða, sem ég nota roðið í og hör. Þeir eru vinsælir í afmælisgjafir.“ Auk þess nýtir Helga sporðstykk- in af roðunum til að sauma snyrtibuddur. Helga fæst líka við annan saumaskap, prjónar og þæfir og segist hafa nóg að gera eftir að hún hætti að vinna en það sé mikill kostur að geta stjórnað tíma sínum sjálfur. Slaufurnar hennar Helgu er að finna á fésbókarsíðunni HF Textíll auk þess sem þær fást á ofangreind- um stöðum. Netfangið hennar er helga.fridbjornsdottir@ gmail.com ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Ingunn Kristjánsdóttir / söngkona „Mér fannst Jóhanna Guðrún alveg æðisleg“ Ingunn Kristjánsdóttir, fædd árið 1990, er Króksari í húð og hár en foreldrar hennar eru Sigríður Margrét Ingimarsdóttir og Kristján Örn Kristjánsson. Ingunn hefur stundað nám í Bandaríkjunum síðustu árin og útskrifaðist með bachelor í sálfræði frá University of Florida í maí 2014 og stundar nú mastersnám í atferlisfræði við University of the Pacific í Stockon í Kaliforníu. Hún spilar smá á gítar en segist vera alveg „...pro á hristur en annars er það bara röddin sem er mitt aðal hljóðfæri.“ Hún söng sitt fyrsta lag inn á plötu árið sem hún fermdist. „En ætli það standi ekki uppúr að hafa verið í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna 2008 og svo var ég auðvitað í hljómsveitinni Batterý og SENSE – good times!“ Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? -Það fer algjörlega eftir því í hvernig skapi ég er, hvaða tónlist fær mig til að sperra eyrun en verð alltaf að vera með einhverja tónlist í gangi í kringum mig. Hlusta rosalega mikið á Pandora á netinu þar sem að maður getur valið hverskonar tónlist maður vill hlusta á. Síðan bý ég til lagalista með mismunandi tónlistarmönnum og lögum. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? -Var alveg rosalega heppin með það að það var hlustað á allskonar tónlist á mínu heimili. Mamma var að læra óperusöng þegar ég var lítil svo að ég heyrði oft klassíska tónlist, pabbi spilaði á trommurnar sínar úti í skúr með allskonar lögum. Ef að ég var með Ingimar afa þá var það Pavarotti og Dóra amma með Rás1 í gangi. Hjá Sigurbjörgu ömmu og Kristjáni afa þá var það auðvitað Elvis Presley. Kannski er það þessvegna sem að ég á mér engan uppáhalds söngvara – get hlustað á allt. Hver var fyrsta diskurinn sem þú keyptir þér? -Ætli það hafi ekki verið fyrsti Spice Girls diskurinn. Hvaða græjur varstu þá með? -Einhverja svakalega „græju“ sem var með kasettuspilara og allt! Hver var fyrsta platan sem þú óskaðir þér í jólagjöf ? -Mér fannst Jóhanna Guðrún alveg æðisleg og minnir að það hafi verið fyrsti diskurinn sem að ég fékk í jólagjöf. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? -It’s Friday Friday, gotta get down on Friday …ég er örugglega búin að eyðileggja daginn fyrir ein- hverjum núna! Uppáhalds Júróvisjónlagið? -Never Ever Gonna Let You Go með Rollo & King. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? -Haha, það fer eftir því hvort að það væri partý heima á Íslandi eða í Bandaríkjunum. Væri meira RnB, Rapp og EDM ef að það væri í Bandaríkjunum og meira popp og hip hop heima. Myndi líka spila mun fleiri íslensk lög í partýi heima. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? -John Mayer, Jason Mraz eða Michael Bublé. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? -Ég væri alveg til í að fara á Adele eða Michael Bublé tónleika með mömmu. Ég væri alveg til í að fara bara hvert sem er, til í allt! Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? -Hvaða kona væri ekki til í að vera Beyonce?! Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? -Ég held að ég eigi mér bara enga uppáhalds plötu!

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.