Feykir


Feykir - 19.03.2015, Síða 13

Feykir - 19.03.2015, Síða 13
11/2015 13 [einnig bloggari Herratrends] fékk í miðjum forritunartíma í Tækniskólanum. Hann fékk verkefni þar sem hann átti að koma með hugmynd að vefsíðu og búa hana síðan til,“ segir Einar Logi um hvernig hugmyndin að síðunni kviknaði. „Ég persónulega þekkti ekki neinn af þessum strákum. Alex vildi hafa Einar Logi er 19 ára gamall, sonur Kristínar Snorradóttur og Þorvalds E. Þorvaldssonar. Hann er nýútskrifaður stúdent úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og starfar nú sem þjónn á Vegamótum og einnig í tískuvöruversluninni Zöru í Smáralind. „Herratrend.is hófst með hugmynd sem Alex M. Green VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir hópinn á síðunni sinni sem fjölbreyttastan svo allir gætu höfðað til sem flestra á síðunni. Ég og Alex vissum af hvorum öðrum því við vorum báðir að vinna í Smáralind, en þekktumst ekkert. Svo hafði Alex samband við mig og bauð mér að vera með í þessu stóra verkefni.“ Vefsíðan fjallar aðallega um tísku fyrir herra en Einar Logi segir ætlunina jafnframt að fjalla um ýmislegt annað, eins og tónlist, næturlífið, tattoo, fólk, bíómyndir og tölvuleiki. „Við erum allir mjög ólíkir, hver og einn mun fjalla um mismunandi hluti með mismunandi áherslum, hvort sem það er tónlist, tíska eða eitthvað annað.“ Herratrend.is hefur vakið mikla athygli og fengið mjög góðar viðtökur, að sögn Einars Loga. „Það hafa allir tekið vel í það sem við erum að gera og flestir segja að það hafi verið mikil þörf á svona vefsíðu,“ segir hann og bætir við að margir sem hann hittir á förnum vegi kannist við hann og spyrji hann út í síðuna. „Um daginn labbaði rapparinn Gísli Pálmi upp að mér og Einar Logi var módel á úskriftarsýningu fatahönnunar Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Sýningin var á Kjarvalsstöðum. MYND: GUNNAR GUNNARSSON „Mikil þörf á svona vefsíðu“ Tískubloggarinn Einar Logi skrifar á Herratrend.is Einar Logi Þorvaldsson frá Sauðarkróki stofnaði nýverið vefmiðilinn Herratrend. is, ásamt sex félögum sínum. „Við erum góður, fjölbreyttur hópur og þar af leiðandi verður umfjöllunarefnið skemmtilegt og öðruvísi,“ sagði Einar Logi þegar Feykir sló á þráðinn til hans rétt undir helgina. Einar Logi var önnum kafinn í undirbúningi fyrir Reykjavik Fashion Festval en gaf sér þó tíma fyrir stutt spjall. spurði mig hvort ég væri ekki Einar Logi hjá Herratrend, það var mjög skemmtilegt,“ segir hann og hlær. Kynnist fullt af fólki og myndar góð tengsl Sem fyrr segir var Einar Logi að vinna við Reykjavík Fashion Festival þegar blaðamaður náði tali af honum en hátíðin fór fram dagana 12. – 16. mars. „Ég er í sjálfboðastarfi í ýmsum verkum, ég hef t.d. verið að búa til kynningarmyndband fyrir heimasíðu RFF, sendast eftir ýmsum hlutum og undirbúa fyrir lokahóf hátíðarinnar - bara í öllu. Það er mjög gaman að vinna í þessu umhverfi - þar kynnist ég fullt af fólki og mynda góð tengsl,“ segir Einar að lokum. / MYND: DAVÍÐ MÁR

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.