Feykir


Feykir - 19.03.2015, Síða 14

Feykir - 19.03.2015, Síða 14
14 11/2015 Fermingarpeningarnir á Framtíðarreikning Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning bætum við 5.000 kr. við.* Framtíðarreikningurinn ber ávallt hæstu vexti verðtryggðra spari- reikninga og er laus við 18 ára aldur. Nánari upplýsingar á arionbanki.is/ferming *Eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn Það þarf að huga að ýmsu þegar kemur að fermingaveislunni og mörg atriði þurfa að smella fyrir vel lukkaða veislu. Feykir leitaði ráða hjá Binný í Blóma- og gjafabúðinni á Sauðárkróki en hún er hafsjór af fróðleik þegar það kemur að slíku. Binný mælir með því að hefja fermingarundirbúninginn tímanlega, jafnvel ári fyrir áætlaðan fermingardag. Þá er gott að byrja að ræða við fermingarbarnið um hvers það óskar og hvað það sér fyrir sér í veislunni. Gott er að hefja innkaup snemma til að gera Heilræði fyrir fermingar- veisluna Binný í Blóma- og gjafabúðinni UMFJÖLLUN Berglind Þorsteinsdóttir í rauðvínsglös á hvolfi með kerti ofan á. Hún sorteraði mörg kíló af Skittlesi, sem er rosaleg vinna, en það væri t.d. hægt að byrja á því mörgum mánuðum fyrr og flokka það í poka,“ útskýrði Binný. Svo gátu borðgestir nartað í Skittlesið í veislunni. Foreldrar og fermingarbarn þurfa að sitja þar sem góð yfirsýn er yfir inngang salarins svo að þau sjái þegar gestirnir koma í hús. Binný segir mikið atriði að raða rétt á borðið þannig að röðin gangi smurt fyrir sig. „Það er mjög mikilvægt að það sé nóg pláss á borðinu þannig að fólk geti lagt diskinn frá sér. Fallegra er að hafa borðið frekar látlaust en ef það er raðað of þétt þá getur myndast öngþveiti - þá gengur röðin mun hægar,“ segir Binný. Hugsa þarf fyrir því hvar röðin við borðið myndast og ef boðið er upp á forrétt, aðalrétt og góð kaup og dreifa kostnaði, t.d. er hægt að gera góð kaup á kjöti og kartöflum á Bændadögum að hausti en svo er allaf hægt að viða að sér ýmsu smotterí svo ekki þurfi að kaupa allt viku fyrir veislu. Einnig segir Binný sniðugt að byrja að útbúa borðskraut með góðum fyrirvara, þá vinni það sig svo létt. Vinsælt er að klippa út skraut eða útbúa blóm til að raða á borðið en sömu söguna er að segja með fermingar- kertið ef barnið vill gera það sjálft. Binný nefnir sem dæmi veislu frænku sinnar sem fermdist í fyrra og Binný var þar til aðstoðar. „Fermingar- barnið fékk þá hugmynd að skreyta borðið með Skittlesi og ákvað að hafa alla liti - það kom rosalega vel út. Hún raðaði því á borðið eftir litum og krumpaði bréf í sama lit og setti

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.