Feykir


Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 31

Feykir - 19.03.2015, Blaðsíða 31
11/2015 31 Matgæðingurinn Elínborg frá Hóli mælir með Svínakjötspottrétt og Marsipan- eplaköku KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti dundað sér við að skoða veðurspána fyrir páskana.... nú eða bara sleppt því! Tilvitnun vikunnar Það er skaði hversu stutt er milli þess að vera allt of ungur og allt of gamall. - Montesquieu Sudoku Vissir þú að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... plánetan Mars virðist rauð því hún er þakin ryði? ... summa gagnstæðra hliða á teningi er alltaf 7? ... Hawaii-eyjar voru upprunalega kallaðar Samlokueyjar? ... það eru fleiri pýramídar í Perú en í Egyptalandi? ... á móti hverri mannveru eru 200 milljón pöddur? „Þessar uppskriftir urðu fyrir valinu hjá mér. Báðar eru í uppáhaldi og mikið notaðar, sérstaklega pottrétturinn. Í honum er magnið af hverju hráefni alls ekki heilagt, heldur er um að gera að breyta og bæta eftir því sem smekkur manna býður,“ segir Elínborg Ásgeirsdóttir á Hóli í Skagafirði. Elínborg skorar á frænku sína, Ingibjörgu Skarphéðins- dóttur og Svein Brynjar Frið- riksson mann hennar í Varmahlíð, að koma með næstu uppskriftir. AÐALRÉTTUR Svínakjötspottréttur 5-600 gr svínagúllas olía engifer, 3 sm bútur ½ blaðlaukur 1 paprika 2 stórar gulrætur 4 msk sojasósa 3 msk teriyaki sósa 3-4 msk hunang 2-3 msk hlynsíróp MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is 1 dós baby maís 1 dós bambus Maizena mjöl Aðferð: Engifer saxað smátt, blaðlaukur, gulrót og paprika skorin í strimla. Kjötið brúnað í olíu, engiferi bætt útí og síðan ferska grænmetinu. Steikt í nokkrar mínútur og síðan er sojasósu, teriyaki sósu, hunangi, sírópi, baby maís og bambus bætt útí. Látið malla þar til kjötið er tilbúið. Þykkt með Maizena. Gott að bera fram FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahaha... BRANDARI VIKUNNAR Síðan það byrjaði að snjóa þá hefur konan ekki gert annað en glápa í gegnum gluggann. Ef veðrið versnar meira þá endar með því að ég verð að hleypa henni inn. með núðlum, hrísgrjónum og/eða hvítlauksbrauði. EFTIRRÉTTUR Marsipan- eplakaka Deig: 200 gr smjör, lint 150 gr sykur 3 egg 1 tsk vanilludropar ½ tsk rommdropar 1 tsk lyftiduft 120 gr hveiti 30 gr maizenamjöl 100 gr hakkaðar möndlur Fylling: 200 gr marsipan(rå) 2 dl rjómi 4 græn epli 3 msk sítrónusafi 50 gr möndluflögur Aðferð: Smjöri og sykri hrært saman, eggjum bætt útí einu í einu, síðan dropunum og loks þurrefn- unum. Jafnað í stórt vel smurt eldfast mót. Marsipan og rjómi brætt saman á lágum hita og jafnað yfir deigið. Eplin skorin í skífur og lögð ofaná. Sítrónusafa ýrt yfir og möndlu- flögum dreift þar yfir. Einnig er gott að setja smá kanilsykur yfir eplin. Bakað við 180°C í um 40 mín. Verði ykkur að góðu! Krossgáta EGILL RÚNAR HALLDÓRSSON, MOLASTÖÐUM: -Blár. JAMES ROBERT ROBINSON, HLÍÐARENDA: -Bleikur. Feykir spyr... [NEMENDUR Á ÞEMADÖGUM Í GRUNNSKÓLANUM AUSTAN VATNA] Hver er uppáhalds- liturinn þinn? UMSJÓN kristin@feykir.is ÓLAFUR ÍSAR JÓHANNESSON, BRÚNASTÖÐUM: - Grænn. ERLINGUR ÞÓRIR ERLINGSSON, HOFSÓSI: -Blár.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.