Feykir - 30.04.2015, Síða 1
á
BLS. 8-9
BLS. 5
Umfjöllun um Vísnakeppni
Safnahúss Skagfirðinga
Í svipnum greini
létta lund
BLS. 3
Spjallað við Evu Dís og Tönju
Rán um Kenýuferð
Draumur okkar
að fara út í
sjálfboðastarf
Dagbjört Dögg Karlsdóttir
er íþróttagarpurinn
Jón Arnór í
uppáhaldi
16
TBL
30. apríl 2015
35. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BÍLAVERKSTÆÐI
Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570
Við þjónustum bílinn þinn!
Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,
vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun.
Fínir föstudagar hjá FISK Seafood
Skemmtileg nýbreytni hjá starfsfólki í vinnslu
Starfsfólk FISK Seafood á
Sauðárkróki hefur tekið upp nýja og
skemmtilega hefð sem þau vonast til
að festist í sessi, þ.e. að mæta fín í
vinnuna á föstudögum.
„Við Hafrún Ósk Hallgrímsdóttir
vorum að skoða saman myndir á netinu
úr fiskvinnslum hér áður fyrr þegar
konur klæddust pilsum og kjólum og þá
kviknaði þessi hugmynd hjá okkur,“
segir Ásgerður Ósk Tryggvadóttir í
samtali við Feyki.
Samstarfsfólkið tók vel í hugmyndir
Ásgerðar og Hafrúnar og hafa flestir mætt
fínir til vinnu undanfarna tvo föstudaga.
„Við skoruðum á karlana að koma í skyrtu
og hafa nokkrir þeirra orðið við því. Þetta
er bara föstudagur númer tvö en vonandi
heldur þetta áfram,“ segir Ásgerður.
Starfsfólkið sem blaðamaður Feykis ræddi
við þegar hann leit við hjá þeim sl.
föstudag segja andann vera allt annan í
húsinu fyrir vikið, konurnar segja að
gaman sé að skoða kjól hverrar annarrar
og ef það kemur gott lag í útvarpinu þá
kemur það fyrir að þær freistist til að
sveifla pilsinu aðeins til og frá. /BÞ
Einn á ferð
Vöðuselskópur við Vesturós Héraðsvatna
Þessi fallegi selskópur fannst einn og
yfirgefinn í fjörunni í Skagafirði,
skammt frá gömlu brúnni við
Vesturós Héraðsvatnanna, á
sumardaginn fyrsta. Það var Sveinn
Einarsson sem rakst á kópinn þegar
hann var á göngu í fjörunni ásamt
hundi sínum og hafði samband við
Feyki.
Blaðamaður sendi Söndru M.
Granquist, dýraatferlis- og vistfræðing
hjá Selasetri Íslands á Hvammstanga,
ljósmyndir af kópnum í von um að fá
nánari upplýsingar. Út frá myndunum
taldi Sandra að um vöðuselskóp væri
að ræða en vöðuselir kæpa eðlilega
ekki hér við land, heldur á ís. Urturnar
kæpa yfirleitt í mars en fer líka eftir
veðri. „Það getur því verið að móður og
kóp hafi verið aðskilin á ís og kópur-
inn hefur lent í fjörunni. Einnig gæti
verið að urtan hafði kæpt þar, en að
ómögulegt væri að segja til um það,“
sagði Sandra. „Það hjálpar okkur mikið
SÖLUSTJÓRI
NORÐURLANDI VESTRA
Þröstur I. Jónsson hefur hafið störf hjá
BYKO sem sölustjóri og þjónustar
alla íbúa frá Skagafirði til Hólmavíkur.
Þröstur verður staðsettur á Sauðárkróki en
mun vinna út frá verslun okkar á Akureyri.
Sími: 821 4059 • tj@byko.is
G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N
Fermingargjafir
Græjubúð Tengils er
stútfull af frábærum
fermingartilboðum
Eldhressir starfsmenn og ef vel er að gáð má sjá glitta í pilsfalda og skyrtukraga. MYND: BÞ
á Selasetrinu að fá upplýsingar eins og
þessar til að skrá hjá okkur,“ sagði
Sandra að lokum. /BÞ
Kópurinn á Borgarsandi. MYND: BÞ