Feykir


Feykir - 30.04.2015, Page 2

Feykir - 30.04.2015, Page 2
2 16/2015 Líkt og gengur og gerist á maður ekki samleið með öllu fólki og það getur jafnvel gerst að maður eigi enga samleið með tækjum. Ég og fjölskyldubíllinn erum nærtækt dæmi. Bíllinn á það til að bila, eða vera með einhverskonar vesen, á óheppilegustu tímum og eiginlega alltaf gerist það þegar annað hvort ég eða maðurinn minn bregðum okkur út fyrir bæjarmörkin, þá í sitthvoru lagi, og þá eingöngu ef ég er á bílnum. Fyrir nokkru fór karlinn til Akureyrar, úti var gullfallegt vorveður, blankalogn og sól. Ég sótti börnin í leikskólann og fór að Vesturós Héraðs- vatnanna til að viðra hundinn í veðurblíðunni. Þar áttum við fullkomna stund í um það bil tvær mínútur, eða þar til syninum (4 ára) varð afskaplega mál og yngstu dótturinni (1 árs) tókst að rennbleyta sig. Smala þurfti liðinu aftur í bílinn. Á heimleiðinni fékk ég þá frábæru hugmynd að við gætum kannski komið við í lúgunni í Ábæ og keypt okkur ís svona í sárabætur, sem við og gerðum. Þarna, á besta tíma með bert og bleyjulaust barn vafið í teppi, annað í spreng og bráðnandi ís í farþegasætinu, ákvað bölvaður bíllinn að fara ekki í gang sama hvað ég reyndi. Ég byrjaði að bölva skrjóðnum og syninum var alveg hætt að lítast á blikuna. Eftir drjúglanga stund í viðureign við bílinn var lokaúrræðinu að síðustu beitt. Það var að strjúka stýrinu undurblítt og biðja hann fallega um að fara í gang – og viti menn, það virkaði, sjálfri mér til ómældrar gleði og syninum til mikillar undrunar, sem hefur síðan verið alveg sannfærður um mátt góðra mannasiða og kurteisi. Nú síðast ákvað bílskrattinn hins vegar að læsast þegar ég fór út úr honum og skildi lykilinn eftir í svissinum. Ég reyndi ítrekað að opna hverja hurð en ekkert gekk, hann var harðlæstur. Karlinn var þá fjarri góðu gamni, þetta var seint um nótt, en mér tókst að fá far heim. Næsta dag þegar hann fór að vitja bílsins þá opnaðist ein hurðin – fyrir hann. Átta ára dóttur minni fannst síðustu ófarir mínar í viðureigninni við bílinn býsna hlægilegar og fannst mikið til í þessu hjá mér. „Mamma, bíllinn elskar mig og pabba en hatar þig og Matthías,“ sagði hún hlægjandi. Þá var hún annars vegar að vísa til atviks þegar sonurinn lokaði á puttann á sér og bílhurðin læstist svo hann sat fastur með puttann í falsinu og hins vegar þegar bíllinn læstist einu sinni með drenginn inni í honum þegar hann var tveggja ára. Kalla þurfti til lögregluna og lásasmið og úr varð mikið fár. Ég bað dótturina ekkert að vera að minnast á þetta við bróður sinn, óvíst væri hvernig hann tæki í þessar stað- hæfingar systur sinnar að fjölskyldubílnum væri í nöp við hann og mömmu hans. Eftir að hafa komið þessu á blað held ég að það sé kominn tími á bílakaup. Berglind Þorsteinsdóttir, ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Duttlungar í dauðum hlutum Telja endalok sparisjóðakerfisins blasa við Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Skagafjarðar ósáttir með þróun mála Stofnfjáreigendur í Afli sparisjóði, sem varð til við sameiningu Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar árið 2008, sátu fund þann 17. apríl. Á honum voru samþykktar breytingar á samþykktum sjóðsins á þann veg að atkvæðaréttur er nú í hlutfalli við stofnfjár-eign. Þýðir þetta m.a. að sparisjóðurinn verður settur í opið söluferli. Þar með hefur Arionbanki, sem í dag fer með stærstan hluta stofnfjár í Afl sparisjóði, eða rúm 99%, og fer með eignarhald á hinum sameinaða sjóði Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar, náð yfirráðum í sjóðnum og hefur nú fimm fulltrúa í stjórn. Gísli Árnason á Sauðárkróki er einn af stofnfjáreigendum í Afli. Hann sagði í samtali við Feyki að í sínum huga þýddi þetta að sparisjóðskerfið myndi líða undir lok innan árs eða svo. Undanfarin ár hefði ekki verið pólitískur vilji til að verja þetta kerfi. Gísli mætti ásamt nokkr- um einstaklingum í Skagafirði sem eiga stofnfé í sjóðnum á fundinn á Siglufirði. „Við vissum svo sem að við áttum enga möguleika, það var búið að ganga þannig frá málum,“ sagði hann. Verið að keyra sjóðinn í þrot Gísli nefnir einkum að þannig hafi verið búið um hnútana að afskriftir sjóðsins væru hærri en árið á undan. „Það er verið að keyra sjóðinn í þrot og undirbúa yfirtöku Arionbanka á honum, það hugnast okkur ekki, enda teljum við okkar hagsmuni algjörlega borna fyrir borð,“ segir Gísli og mælir þar fyrir munn áðurnefndra einstaklinga sem eiga stofnfé í sjóðnum. Gísli bætir því við að umræddir stofnfjáreigendur, sem með þessari breytingu fari með innan við eitt prósent í sjóðnum, hafi lagt fram bókanir á fundinum og efist raunar um lögmæti fundarins. Fundargerðin var ekki aðgengileg þegar Feykir ræddi við Gísla, en hún mun berast blaðinu þegar þar að kemur. Niðurstaða rekstrarreikn- ings árið 2014 sýndi tap að fjárhæð 189 milljónir króna. Munar þar mestu um aukna virðisrýrnum útlána sem fjórfaldast rúmlega frá árinu áður og er metin á 454 milljónir króna í árslok 2014 á móti 104 milljónum í árslok 2013. Þetta telur Gísli óraunhæft í ljósi þess að ekkert í rekstri sjóðsins, útlánum eða skuldbindingum hans var með öðrum hætti en fyrra ár. /KSE Dagana 19. - 25. apríl var 51 tonni landað á Skagaströnd, 12 tonnum á Hofsósi og tæpum 275 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta ríflega 330 tonn á Norðurlandi vestra. Engu var landað á Hvammstanga. Þegar Feykir hafði samband við Skagafjarðarhafnir sl. mánudag voru öll skip í landi og „skítabræla,“ eins og hafnarvörður komst að orði. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Hofsós Skáley SK 32 Grásleppunet 6.389 Sæborg EA 125 Grásleppunet 2.279 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 3.598 Alls á Hofsósi 12.266 Sauðárkrókur Bryndís SK 8 Grásleppunet 1.570 Fannar SK 11 Grásleppunet 3.102 Farsæll SH 30 Rækjuvarpa 136.488 Gammur II SK 12 Gráslepputnet 1.650 Gammur SK 12 Grásleppunet 934 Hafborg SK 54 Grásleppunet 1089 Hafey SK 10 Grásleppunet 2.283 Heiðrún SH 198 Grásleppunet 4.182 Klakkur Sk 5 Botnvarpa 78.559 Málmey SK 1 Botnvarpa 136.488 Már SK 90 Grásleppunet 3.439 Nona SK 141 Grásleppunet 2.764 Röst SK 17 Rækjuvarpa 12.475 Steini G SK 14 Grásleppunet 851 Vinur SK 22 Grásleppunet 1.254 Þytur SK 18 Grásleppunet 1.702 Alls á Sauðárkróki 274.819 Skagaströnd Addi afi GK 97 Grásleppunet 2.480 Auður SH 94 Grásleppunet 1.680 Bergur Sterki HU 17 Grásleppunet 3.602 Bogga í Vik HU 6 Grásleppunet 379 Daðey GK 777 Grásleppunet 6.274 Dagrún HU 121 Grásleppunet 4.529 Diddi GK 56 Grásleppunet 641 Hjördís HU 16 Grásleppunet 1.078 Húni Hu 62 Grásleppunet 239 Signý HU 13 Grásleppunet 803 Sæfari HU 200 Gráskeppunet 2.304 Sæunn HU 30 Handfæri 330 Vestri BA 63 Rækjuvarpa 26.974 Alls á Skagaströnd 51.313 Aflatölur vikuna 19.–25. apríl Öll skip í landi og skítabræla á mánudaginn var Ferð um fallega og blómlega sveit Þann 12. apríl lögðum við í Félagi sauðfjárbænda í Skagafirði í ferðalag og heimsóttum starfsbræður okkar í Vestur-Húnavatnssýslu. Ferðinni var seinkað um einn dag vegna veðurs. Ragnheiður í Brautarholti fræddi okkur um sínar æskuslóðir. Við komum við á fjórum fjárbúum: Mýrum II, Urriðaá, Sauðadalsá og Böðvarshólum. Allstaðar fyrirmyndar bú, þar sem gaman var að fræðast og skoða. Einnig var gaman og fræðandi að koma við á Súluvöllum og sjá smala- hunda þeirra hjóna vinna. Í lok dagsins var snæddur afbragðs góður matur á Dæli í Víðidal. Indriði frá Álfgeirsvöllum keyrði okkur þennan bjarta vetradag um fallega og blómlega sveit, þar sem fólk býr greinilega af krafti. Við þökkum kærlega fyrir okkur. Merete Rabølle formaður Félags sauðfjárbænda í Skagafirði AÐSENT MERETE RABØLLE SKRIFAR

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.