Feykir


Feykir - 30.04.2015, Side 11

Feykir - 30.04.2015, Side 11
16/2015 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur hvílt sig. Spakmæli vikunnar Það er mikilvægasta skilyrði hamingjunnar að maður sé tilbúinn að vera það sem hann er. – Desiderius Erasmus Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... meðal manneskja kyngir 295 sinnum á meðan á máltíð stendur? ... yfir 500 loftsteinar falla á Jörðina á hverju ári? ... hljóð ferðast 15 sinnum hraðar í gegnum stál en loft? ... 85% kvenna nota ranga stærð af brjóstahöldum? ... Frakkar borða hlutfallslega mest af osti? ... súkkulaðiframleiðendur nota 40% af möndluframleiðslu heimsins? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... „Þú færð 2.000 krónur á tímann, en eftir þrjá mánuði hækka launin upp í 3.000 krónur á tímann,“ sagði forstjórinn við umsækjandann. „Hvenær viltu svo byrja að vinna?“ „Mér líst vel á að byrja eftir 3 mánuði.“ Krossgáta FJÓLA DÖGG BJÖRNSDÓTTIR SAUÐÁRKRÓKI: -Auðvitað spái ég Tindastól sigri. AGNES BÁRA ARADÓTTIR VARMAHLÍÐ: -Að sjálfsögðu hef ég fulla trú á mínum mönnum, Tindastól!! Feykigott á grillið Teriyaki kryddlögur 1 dl olía 3 msk sesamolía 2/3 dl sojasósa 2 tsk kummin 2 tsk koríanderduft (eða handfylli af fersku söxuðu koríander) 3 hvítlauksrif, pressuð 1 msk fersk engiferrót, söxuð 1 msk púðursykur (eða 2 msk hunang) Kínverskur kryddlögur 2 msk olía 1 sítróna (safinn) 1½ tsk lauksalt 2 ½ hvítlauksrif, pressuð 1 tsk engifer 1 tsk bearnaise essence 2 ½ tsk salt ½ tsk sinnep 1 msk tómatsósa 3 msk sykur ¼ tsk pipar 1½ tsk sojasósa 1 tsk tabasco Apríkósugljái 4 msk apríkósusulta 4 msk barbicue sósa 4 msk olía 3 tsk milt karrí salt og nýmalaður pipar Verði ykkur að góðu! MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Sumardagurinn fyrsti er genginn í garð og góða veðrið rétt handan við hornið. Þá er rétt að bjóða upp á þrjár uppskriftir á óviðjafnanlegum kryddlögum sem óhætt er að mæla með en það jafnast ekkert á við góðan grillmat til að gæða sér á á fallegu sumarkvöldi. Kryddlegirnir og gljáinn henta vel með allskonar kjöti, lamba- nauta- eða folaldakjöti. Teryaki og kínverski er sérlega góður með lambakjöti og sá kínverski er bestur á fremur feitu kjöti, t.d. framparta- og hryggsneiðum. Þumalputtareglan varðandi magn á kjöti í teriyaki- og kínverska leginum er að ef þú telur þig vera með yfirdrifið magn, þá að margfalda það með tveimur. Þeir eru sérlega ávanabindandi og líka mjög gott að að narta í kjötið kalt næstu daga, þ.e.a.s. ef það klárast ekki. Gott er að setja kjötið í teriyaki- og kínversku legina kvöldið áður en grillað er en einnig dugar að gera það um hádegi samdægurs. Apríkósugljáinn þarf ekkert að liggja á, bara að smyrja hann á og svo beint á grillið. Mælt er með því að reiða fram með kartöflum, kaldri hvítlaukssósu frá Nonna (ómissandi), góðu salati og svo að sjálf- sögðu rauðvíni eða ísköldum bjór. Feykir spyr... Hverjum spáir þú sigri, KR eða Tindastóli? Feykir mælir með... Lambafille í Teriyaki bíður þess að fara á grillið. MYND: BÞ UMSJÓN berglind@feykir.is ODDUR KÁRASON VARMAHLÍÐ: -Er þetta spurning?! Auðvitað rífa Stólar þá svarthvítu í sig! ELFAR MÁR VIGGÓSSON SAUÐÁRKRÓKI: -Það er að sjálfsögðu Tindastóll, hef trú á mínum mönnum. ARNAR SKÚLI ATLASON SAUÐÁRKRÓKI: -Tindastól auðvitað. Frumsýning Barið í brestina

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.