Feykir


Feykir - 30.04.2015, Qupperneq 12

Feykir - 30.04.2015, Qupperneq 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 16 TBL 30. apríl 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Hvað ertu með á prjónunum? Guðbjörg Hraundal Pálsdóttir á Sauðárkróki Þarf að prufa allar hugdettur HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN berglind@feykir.is - Ég var um sjö ára þegar ég lærði að prjóna og hekla og enginn mátti kenna mér það nema pabbi og það tókst mér sitjandi á baðkersbrúninni heima. Ég hef gert allskonar hannyrðir síðan þá og geri það flesta daga, get ekki sleppt því að vera með eitthvað í höndunum. Ég hef gaman að öllu handverki, hvort sem það er að sauma, smíða, hekla, prjóna, gimba, leira, glerbrennslu og tyffaní en núna er ég mest í að smíða úr silfri og timbri. Ég tek kannski silfursmíðina fram yfir flest annað. Flest handverk er ég að selja í Alþýðulist í Varmahlíð en það er til nóg af hugmyndum hér á þessum bæ og ég þarf að prufa allar hugdettur. Sem krakki sagaði ég mikið út úr krossvið, svo sem hillur og kertastjaka og myndir, því að engar tölvur eða sjónvörp voru að trufla mann. Guðbjörg skorar á Ástu Búadóttur að deila með lesendum hvað henni finnst skemmtilegast að vinna í höndunum. KS-Deildin 2015 Þórarinn sigurvegari Lokakeppni KS-Deildar- innar fór fram í Svaða- staðahöllinni sl. miðviku- dagskvöld. Það var Þórarinn Eymundsson, í liði Hrímnis, sem stóð uppi sem sigurvegari en þetta er annað árið í röð sem Þórarinn vinnur deildina. Keppt var í slaktaumatölti og skeiði á lokamótinu. Það var Fanney Dögg Indriðadóttir sem sigraði keppni í slaktaumatölti á hryssunni Brúney frá Grafarkoti. Þær áttu frábærar sýningar bæði í forkeppni og úrslitum. Elvar Einarsson og Segull frá Halldórsstöðum sigruðu skeiðið. Sigurvegari B-úrslita var Bjarni Jónasson og Roði frá Garði. /BÞ Efstu þrír. MYND: KS-DEILDIN Elín Ósk úr Höfðaskóla sigraði Stærðfræðikeppnina 2015 Stærðfræðikeppnin 2015 Elín Ósk Björnsdóttir, í Höfðaskóla á Skagaströnd, varð í fyrsta sæti í Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólans á Tröllaskaga fyrir 9. bekki grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð þann 17. apríl sl. Í öðru sæti var Úlfar Hörður Sveinsson í Árskóla á Sauðárkróki og þriðja sætinu deildu þau Ágústa Eyjólfsdóttir, Árskóla og Aron Ingi Ingþórsson, Húnavalla- skóla. Stærðfræðikeppnin er samstarfs- verkefni Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og Menntaskólans á Tröllaskaga. Undankeppnin fór fram í mars sl. og tóku nemendur í 9. bekk af Norðurlandi vestra, úr Fjallabyggð og Dalvíkurskóla þátt í henni. Að þessu sinni komust 15 nemendur í úrslit. „Það var glæsilegur hópur sem mætti einbeittur til leiks í morgun [17. apríl]. Keppendur stóðu sig allir með afbrigð- um vel og voru snöggir að svara prófinu,“ segir í frétt á vef MTR. /BÞ Elín Ósk Björnsdóttir hreppti fyrsta sætið í Stærð- fræðikeppninnar 2015. Úlfar Hörður Sveinsson var í 2. sæti. Þriðja sætinu deildu þau Ágústa Eyjólfsdóttir og Aron Ingi Ingþórsson. MYND: MTR.IS Vísur og kveðskapur rifjaðar upp á stofnfundi Stofnun Kvæðamannafélagsins Gná í Skagafirði Stofnfundur Kvæðamannafélagsins Gnáar fór fram í Jarlsstofu á Hótel Tindastóli þann 16. apríl sl. Að sögn Hilmu Eiðsdóttur Bakken, eins stofnenda félagsins og nýkjörins formanns, var notaleg og góð stemn- ing á fundinum. Þar var kveðið, rifjað- ar upp ýmsar vísur og kveðskapur. Á fundinum var kosið í stjórn, þrír í aðalstjórn og tveir varamenn. Alls mættu átta manns á fundinn og hafa fleiri sent boð um þátttöku í félaginu. Enn eru allir boðnir velkomnir í félagið geta áhugasamir geta haft samband við Björgu í síma 864 3693 eða Hilmu í síma 865 3614. Næsti fundur verður haldinn 19. maí nk. kl. 20, staðsetning verður auglýst þegar nær dregur. Síðan er stefnt að því að taka sumarfrí og byrja aftur af krafti í september. Hægt er að fylgjast með á facebook-síðu félagsins. /BÞ Frá stofnfundinum. MYND: HILMA

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.