Feykir


Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 2

Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 2
2 21/2015 Það er gamall og góður siður að fylgja gestum úr hlaði og bjóða þá velkomna aftur. Við hjá Feyki sem og aðrir íbúar svæðisins viljum taka vel á móti gestum okkar og erum fús til að kynna þeim heimahagana. Partur af þeirri viðleitni er þetta þemablað Feykis sem er tileinkað ferðalögum á Norðurlandi vestra. Jafnframt því að vísa aðkomufólki veginn ætti það að vera heimamönnum gagnlegt uppflettirit. Vonandi eru ferðamenn með- vitaðir um það að ferðalög eru annað og meira en salernisstopp og kók og pylsa, þó það verði vissulega oft að fylgja. Að ferðast og upplifa ókunnar slóðir af eigin raun skilur mun meira eftir heldur en allar stundirnar sem vafrað er á veraldarvefnum eða ljúfar myndir sem skoðaðar eru á öldum ljósvakans. Slíkt er þó vissulega vel til þess fallið að vekja áhugann á raunverulegri upplifun. Áhugann á að ferðast um slóðir sem markaðar eru sögu, örnefnum, búsetu og menningu sem á sér engan líka. Landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt og í hverjum stokk og hverjum steini leynist lítil saga. Minnumst þess ætíð á ferðalögum okkar um Norðurland vestra. Hér háttar svo til að tiltölulega stutt er frá vestasta hluta héraðsins til hins austasta og ekki eins miklar krókaleiðir eins og víða annars staðar. Fyrir vikið er kannski ákveðin tilhneiging til að þjóta án þess að njóta. Það þýðir þó ekki að akstursskilyrði séu alls staðar góð og þarf að haga ferðinni eftir því. Eftir á getur líka hið óvænta ævintýri orðið eftirminnilegast, jafnvel þó að það sé blautt tjald, kalt kakó eða sprungið dekk. Vonandi skilur upplifun ferðafólks og heimafólks af ferðum um svæðið eftir jákvæðar minningar. Ferðaþjónusta á Norðurlandi vestra hefur vaxið ört á síðustu árum. Stórauknir gistimöguleikar, fjölbreytt afþreying, gómsæt krásir bjóðast víða, auk stórbrotinnar náttúru. Hvort sem þú nýtur upplifunar í alfaraleið í Húnaþingi vestra, skoðar þig um milli fjalls og fjöru í Austur-Húnavatnssýslu eða ferð á slóðir Sturlunga og stóðhesta í Skagafirði, munu gestgjafar kappkosta að gera dvölina sem ánægjulegasta. Eigðu góða og ánægjulega ferð um Norðurland vestra og heila heimakomu. Kristín S. Einarsdóttir, blaðamaður Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Fylgt úr hlaði Tveir nemendur hlutu verðlaun Afhent út minningarsjóðum við skólaslit Gleðilegan sjómannadag! Hátíðarhöld um allt Norðurland vestra Að venju verður mikið húllumhæ fyrir alla aldurshópa á Hvammstanga, Hofsósi, Sauðárkróki og Skagaströnd í tilefni af sjómannadegi. Boðið verður upp á skemmtisiglingar og annað fjör við hafnir bæjanna. Síðan verður gleðin áfram við völd fram á rauða nótt. Feykir óskar sjómönnum til hamingju með daginn. /BÞ Skipaður 32 manna samráðsvettvangur Sóknaráætlun landshlutanna Á síðasta stjórnarfundi SSNV lagði framkvæmdastjóri fram tillögu að gerð sóknaráætlunar fyrir landshlutann. Samkvæmt samningi um sóknaráætlun munu sveitarfélögin innan SSNV skipa 32 manna samráðsvettvang vegna hennar. fulltrúa og verður skipting þeirra sem hér segir: Sveitarfélögin í Skagafirði - 14 fulltrúar; Sveitar- félögin í A-Húnavatnssýslu - 11 fulltrúar; Húnaþing vestra: 7 fulltrúar. „Mikilvægt er að við val á fulltrúum í samráðsvettvanginn gæti sveitarfélögin þeirra sjónar- miða sem fram koma í samn- ingnum og tilgreind eru hér að ofan,“ segir í fundargerð stjórnar SSNV frá 13. maí sl. Fyrsti fundur samráðsvett- vangsins verður haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði 10. júní nk. kl. 17:00 og er hann öllum opinn. /KSE Með samráðsvettvangnum skal tryggð sem breiðust aðkoma sveitarstjórna, stofnana, atvinnu- lífs, menningarlífs, fræðasam- félags og annarra haghafa í landshlutanum. Gæta skal lýð- ræðis, búsetu, aldurs og kynja- sjónarmiða. Samráðsvettvangur- inn skal m.a. hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunarinnar. Sveitarstjórnum sveitarfélag- anna hefur verið falið tilnefna 32 Við skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar í sal frímúrara á Sauðárkróki þann 22. maí voru að venju veitt verðlaun úr minningarsjóðum Jóns Björnssonar frá Hafsteins- stöðum og Aðalheiðar Erlu Gunnarsdóttur frá Syðra- Vallholti. Eiður Guðvinsson afhenti Guðmundi Elí Jóhannssyni, nemanda Tónlistarskólans, viðurkenningu úr minningar- sjóði Jóns Björnssonar frá Hafsteinstöðum og er hann tólfti nemandinn sem fær veitt úr þessum sjóði. Það var Magnús Gunnar Mánason sem hlaut verðlaun úr minningarsjóði Aðalheiðar Erlu. /BÞ Fimm kúabú verðlaunuð Húnavatnssýslur Fimm kúabú í Húnaþings- deildum voru meðal alls 63 verðlaunahafa af landinu öllu þegar verðlaun voru veitt fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk á árinu 2014. Flestir voru verðlauna- hafarnir í Norðausturdeild. Þeir sem hlutu verðlaun í Húnaþingsdeildum voru: Brúsi ehf. Brúsastöðum A-Hún., Jens Jónsson, Brandaskarði A-Hún, Loftur S. Guðjónsson, Ásbjarnar- stöðum V-Hún., Pétur Sigur- valdason, Neðri-Torfustöð- um V-Hún og Ásgeir Sverrisson, Brautarholti V-Hún. /KSE Feykir.is Þú finnur þínar fréttir á vefnum þínum Guðmundur Elí Jóhannsson og Eiður Guðvinsson. MYND: SVEINN S. Flott tilþrif á gólfinu Fyrsta júdómótið á Sauðárkróki í meira en áratug voru keppendur á Vormótinu alls 31, á aldrinum 7 til 12 ára, og komu frá JR í Reykjavík, Pardus á Blönduósi, Draupni á Akureyri og Tindastóli. Áður en mótið hófst var haldin sameiginleg æfing allra keppanda þar sem tekist var á í glímu og farið í ýmsa júdóleiki. Keppendum var svo boðið upp á heita súpu eftir æfinguna. Á mótinu var keppendum skipt upp í tíu flokka eftir stærð, getu og aldri. Flestir kepptu því tvær glímur og fengu allir verðlaun að lokum. „Keppendur stóðu sig mjög vel og var enginn skortur á flottum tilþrifum á júdógólfinu, áhorfendum til mikillar skemmtunar. Eftir mót var keppendum síðan boðið í grill áður en þeir héldu saddir og sælir heim á leið eftir frábæran júdó- dag,“ segir í tilkynningu. /BÞ Vormót Tindastóls í júdó fór fram í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki sl. laugardag en um var að ræða fyrsta júdómótið á Sauðárkróki í meira en áratug. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem nýja júdógólfið var notað í fullri stærð en það var keypt í haust eftir vel heppnaða peningasöfnun júdódeildarinnar á meðal fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á Sauðárkróki. Samkvæmt fréttatilkynningu Sprækir júdóiðkendur. MYND: MHH

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.