Feykir


Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 14

Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 14
14 21/2015 Fyrir góðan dag Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn Ártorgi 1 550 Sauðárkrókur & 455 4500 www.ks.is N Ý PR EN T eh f SAMANTEKT Þóra Kristín Þórarinsdóttir Nýtt á söfnum og setrum í sumar Sumarsýningar á Norðurlandi vestra Þau eru mörg söfnin og setrin á Norðurlandi vestra og hvert öðru áhugaverðara. Mörg af þeim halda sama sniði milli ára en önnur bjóða upp á eitthvað nýtt, og þá oftast á sumrin. Blaðamaður Feykis náði tali á nokkrum framkvæmdastjórum safna og fræddist um sýningar sumarsins. Vesturfarasetrið á Hofsósi Vesturfarasetrið mun í júlí opna nýja sýningu, Brasilíufarana, um ferðir Íslendinga til Brasilíu. Um 40 manns fluttust frá Íslandi til Brasilíu 1873 og voru áform um að stofna íslenska nýlendu þar í landi. Saga þessa fólks verður rakin í máli og myndum á sýningunni, auk þess verður aðdragandi ferðanna skoð- aður, ferðalagið og síðan hvernig Brasilía kom Íslendingum fyrir sjónir. Fjallað verður um fjölskyldurnar sem fóru og afkomendur þeirra. Fyrir- huguð er ferð íslenskættaðra Brasilíumanna til Íslands í sumar og er ætlunin að opna sýninguna í tilefni af þeirri heimsókn. Annars verða sýningarnar Annað land annað líf, Akranna skínandi skart og Þögul leiftur allar í gangi í sumar. Heimilisiðnaðarsafnið Blönduósi Heimilisiðnaðarsafnið hefur opnað sýninguna Fínerí úr fórum for- mæðranna en hún er tileinkuð því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarrétt á Íslandi. Ásamt henni verður boðið upp á ýmsa viðburði í safninu í sumar en að svo stöddu er ekki búið að dagsetja þá. Selasetrið Hvammstanga Selasetrið var stofnað af heima- mönnum og áhugamönnum um sel árið 2005 og fagnar því 10 ára afmæli í ár. Verslun Selasetursins var stækkuð og hefur vöruval verið aukið til mikilla muna. Í sumar stendur sem hæst vinna við hönnun á uppfærslu sýningar Selasetursins í tengslum við styrk frá Vaxtar- samningi Norðurlands vestra. Axel Hallkell leikmyndahönnuður hefur verið verið fenginn til verksins í sam- vinnu við starfsmenn Selasetursins. Hann hefur m.a hannað landnáms- sýninguna í Borgarnesi, Eldheima og Surtseyjarstofu í Vestmanneyjum og fuglasafnið við Mývatn. Stefnt er að því að þeirri vinnu ljúki fyrir haustið og framtíðarsýn fyrir sýning- una verði tilbúin á afmælisárinu. Samgönguminjasafn Skagafjarðar Á safninu er nýuppgerður Willis jeppi sem verður til sýnis þegar safnið opnar og svo koma nokkrir nýir bílar inn í sumar. Jeppinn er árgerð 1962 og Sigurmon í Kolku- ósi átti hann. Samgönguminjasafnið stefnir á að bjóða upp á kaffihlaðborð aðra hverja helgi í sumar sem verður auglýst á facebook síðu safnsins, ásamt öllum öðrum viðburðum. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna Í sumar verða settar upp á safninu tvær sýningar sem opna seinnihluta júnímánaðar. Önnur er um Spán- verjavígin 1615 en það ár brotnuðu þrjú spönsk skip í Reykjarfirði á Ströndum. Vestfirðingar undir for- ystu Ara sýslumanns í Ögri fóru að skipbrotsmönnunum og myrtu þá. Mál þetta er kallað Spánverjavígin og er talið eitt mesta grimmdarverk Íslandssögunnar. Þetta er spjalda- sýning og er hönnuð af Ólafi J. Engilbertssyni. Hin sýningin er í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Á henni verða til sýnis munir í eigu safnsins sem sérstaklega tengjast sögu kvenna á safnasvæðinu. Með mun- unum eru ýmsir textar sem tengja þá við sögu kvenna í gegnum tíðina. Vélageymsla í Lindarbæ í Sæmundarhlíð Sigmar Jóhannsson stefnir að því að opna Vélasafn í lok júní í Lindarbæ í Sæmundarhlíð. Þar verður hægt að sjá traktora af öllum stærðum og gerðum ásamt smá- vegis af hestaverkfærum, eins og hestakerrum. Þar verða allt upp undir 20 traktorar sem búið verður að gera upp.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.