Feykir


Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 9

Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 9
21/2015 9 of mikið,“ segja þau. „Það er ekki hægt að vera í öllu.“ Bónorð í heita pottinum Mikill meirihluti gesta sem koma í Dæli eru erlendir ferðamenn. Íslendingarnir koma helst á ættarmót, í sumar eru til að mynda ættarmót allar helgar nema verslunarmannahelgina. Algengast er að ferðafólk staldri við eina nótt. „Það er varla hægt að segja að þetta sé áfangastaður heldur stoppar fólk hér eina nótt áður en það fer eitthvað annað. En kannski er þetta að breytast eftir að Selasetrið kom og Selasiglingar,“ segir Villi og aftur nefnir Sigrún að afþreyinguna skorti. Villi segir að aðsóknin á jaðartímum sé þó að aukast. Ferðaþjónustan í Dæli á sína fastagesti, m.a. hóp frá Skaga- strönd sem kemur á hverju ári. „Og maðurinn sem bað kon- unnar sinnar í pottinum. Þau koma á hverju ári,“ bætir Kiddi við. Sigrún segir líka frá eldri hjónum að sunnan sem koma á hverju ári og hafa þau hjónin endurgoldið þeim heimsókn- irnar, enda myndast stundum vinatengsl við fastagesti. Í Dæli er jafnframt rekin tamningastöð, boðið er upp á reiðkennslu og nýlega var tekinn í notkun reiðvöllur á staðnum. Þessi hestatengda starfsemi er góð viðbót við það sem fyrir var. Haffí sér um hana og Kiddi deilir starfskröftum sínum milli hennar og ferðaþjónustunnar. „Húsið tekur 30 hross og það er fullt,“ segir Haffí aðspurð um umsvif starfseminnar. Auk þess að stunda tamningar og keppni bíður Haffí upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga sem ýmist geta komið með eigin hesta eða fengið leigðan hest meðan á kennslunni stendur, í lengri eða skemmri tíma. Reiðvöllurinn er ætlaður fyrir sýningahald og þjálfun. Fyrsta sýningin var nýlega afstaðin þegar blaðamann bar að garði, en sýningarnar verða að minnsta kosti vikulega í sumar. Ferðaskrifstofurnar panta sýningarnar fyrirfram fyrir hópa sem eru yfirleitt í hádegismat líka. „Sýningarnar byggja á sögu hestsins og hvernig hann hefur verið notaður. Það er riðið í söðli, hesturinn flytur hey, sýnt er hvernig hann var notaður í gamla daga og við hvaða störf. Hann var okkar þarfasti þjónn til að komast á milli staða og til að geta lifað. Svo færum við okkur í rólegheitunum nær nútímann og sýnum hvernig hann er í dag sem atvinnugrein og áhugamál,“ útskýra Haffí og Kiddi. Sigrún og Villi muna tímana tvenna í ferðaþjónustunni en þegar þau voru að byrja voru Brekkulækur í Miðfirði og Staðarskáli helstu ferðaþjónustu- fyrirtækin í héraðinu. Dæli varð strax aðili að Ferðaþjónustu bænda. „Ég tel það mjög gott að hafa fengið þar stuðning. Ég held að fólk sem er í Ferðaþjónustu bænda átti sig margt ekki á því hvað þetta er gott stuðningsnet hjá Ferða- þjónustu bænda því það er haldið vel utan um þá sem eiga aðild,“ segir Sigrún. Gott samstarf í ferðaþjónustunni Út frá því berst talið að húsdýragarði sem er rekinn á Stóru-Ásgeirsá, 2 km frá Dæli. Þar er einnig hestaleiga og segjast þau eiga gott samstarf við ábúendur þar. „Það er bara frábært, það vantar alltaf afþreyingu fyrir ferðafólkið,“ segir Sigrún. Hún getur þess einnig að gott samstarf sé við Gauksmýri og fleiri ferðaþjón- ustuaðila á svæðinu. „Við vísum hvert á annað og reynum að halda fólki innan héraðsins með því að finna gistingu fyrir það hér inn á svæðinu.“ Auk Hvammstanga eru Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn Eyrarvegi 21 Sauðárkróki Sími 455 6600 www.vorumidlun.is Skagfirðingabraut 29 Sauðárkróki Sími 453 6666 Sæmundargötu 1 Sauðárkróki Sími 453 5481 Útibúið á Sauðárkróki Suðurgötu 1 Sími 410 4161 Borgartúni 1 550 Sauðárkrókur Sími 453 6490 Skagastrandarhöfn | Sími: 455 2700 www.skagastrond.is Húnaþing vestra | Ráðhús við Hvammstangabraut Sími 455 2400 Hesteyri 1 Sauðárkróki Sími 455 4500 Góð aflameðferð er grunnur gæða – Blæðing og kæling www.fmis.is Þverbraut 1 Blönduósi & 452 4932 | Klapparstíg 4 Hvammstanga & 451 2730 Borgarmýri 1 Sauðárkróki Sími 455 6500 Vatnsnes-hringurinn og Kolu- gljúfur vinsælustu áfangastað- irnir í Húnaþingi vestra. Þá eru ýmsar gönguleiðir vinsælar og segir Sigrún að ferðafólk sæki mikið í þær. Hún tekur sem dæmi að fyrir nokkrum árum hafi sjálfboðaliðar markað gönguleið við Kolugljúfur. Sigrún segir að Ferðamála- félag Vestur-Húnavatnssýslu sé virkt og nú sé starfandi stýrihópur skipaður fulltrúum félagsins, sveitarfélagsins og atvinnuráðgjöfum. Markmiðið sé að stýra þróun og upp- byggingu í ákveðna átt og koma á skýrari stefnumótun. Hún telur að oft nýtist fjármagn í greininni illa og tekur sem dæmi þegar verið er að úthluta styrkj- um í verkefni sem aldrei eru kláruð eða því sem gert er sé ekki haldið nægjanlega vel við. Hún telur því þarft að hefja stefnumótum og fylgja henni svo sem mest verði úr pening- unum. Síðastliðinn vetur var afar erfiður hvað tíðarfar varðar, sem gerði það að verkum að fáir komu án þess að eiga bókað fyrirfram. „Það var reyndar einn dagur sem var ágætis lausa- traffík, þegar björgunarsveitin kom og keyrði fólk hingað,“ segir Kiddi og brosir, enda þýðir lítið annað en að reyna að brosa að minningunni um tíðarfar vetrarins. Yfir vetrartímann eru þau Sigrún, Villi, Kiddi og Haffí öll í fullu starfi í Dæli. Þá er nóg að gera kringum hestana, viðhald á öllu húsnæði og búnaði, bókanir og fleiri tilfallandi verk. „Þetta er ótrúlega mikið, ef það er ekki kíkt á tölvupóstinn einn dag hrúgast hann upp,“ útskýrir Kiddi. Þau telja að um 95% gestanna sem koma séu búnir að bóka fyrirfram, enda sé varla orðið hægt að treysta á að ferðast um landið yfir hásumarið og ætla að fá gistingu án þess að vera búinn að bóka. „Við myndum vilja sjá að þetta yrði meiri áfangastaður og ferðamenn stoppuðu lengur. Við myndum vilja sjá þetta á næstu fimm árum og þetta þýðir þá að við þurfum aukna afþreyingu, fólk þarf að hafa eitthvað við að vera. Við þyrft- um líka að auka nýtinguna á jaðartímum en það er kannski erfiðara yfir há-veturinn þegar allra veðra er von. Við myndum einnig vilja sjá betra viðhald og markvissari uppbyggingu á ferðamannastöðum,“ sögðu ferðaþjónustu-bændurnir í Dæli í Víðidal að lokum. Kaffi Sveitó er vinsæll áningarstaður hjá ferðafólki og sveitungum. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.