Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 11
21/2015 11
Staðarskáli er einn af fjölsóttustu
áningarstöðum Norðurlands vestra og iðar
af lífi allt árið um kring. Þann 1. júní sl. tók
VIÐTAL
Berglind Þorsteinsdóttir
„Spenntur fyrir tilhugsun-
inni um að koma aftur
í sveitina mína“
Einar Rúnar Ísfjörð er nýr stöðvarstjóri Staðarskála
nýr stöðvarstjóri til starfa, Einar Rúnar Ísfjörð, en hann sagðist hafa stokkið á
tækifærið að þegar honum bauðst að koma aftur í sveitina sína, eins og orðar
það sjálfur, en sem unglingur bjó hann í Húnaþingi vestra. Feykir ræddi
við Einar um þær miklu endurbætur sem hafa staðið yfir í Staðarskála og
hvernig ferðasumarið horfir fyrir honum.
Einar er fæddur og uppalinn í Reykjavík
en þrettán ára gamall fluttist hann norður
að Efra-Vatnshorni í Húnaþingi vestra,
ásamt foreldrum sínum. Hann var í
grunnskólanum á Laugarbakka í þrjú ár
og segir að sér hafi ávallt líkað vel í
sveitinni. Þaðan fluttist Einar til Kefla-
víkur þar sem hann hefur unnið ýmis
störf í gegnum tíðina, t.d. hjá Varnarliðinu
á Keflavíkurflugvelli við samningagerð
og verkkaup, skrifstofustjóri hjá Íslensk-
um þjónustuverktökum, rekstrarstjóri hjá
Teiti Jónassyni og stöðvarstjóri hjá N1 í
Reykjanesbæ undanfarin sjö ár.
Það var um miðjan janúar síðastliðinn
sem Ómar Jóhannsson rekstrarstjóri N1
hafði samband við Einar til að athuga
hvort hann hefði áhuga á að taka við starfi
stöðvarstjóra á N1 Staðarskála. „Hann
spyr mig hvort ég hafi áhuga á að flytjast
búferlum og taka við sem stöðvarstjóri, ég
var auðvitað spenntur fyrir tilhugsuninni
um að koma aftur í sveitina mína og
ræddi það strax við konuna. Nokkrum
dögum seinna hafði ég samband við
Ómar og sagði að ég væri meira en
tilbúinn til þess,“ segir Einar glaður í
bragði. Konu Einars, Guðnýju Maríu
Bragadóttur frá Sauðárkróki, bauðst þar
einnig starf en þá segir Einar næst á
dagskrá hefði verið að skella öllum eigum
þeirra í kassa og flytja norður en þau
munu koma sér fyrir í Smáragili.
Undanfarna mánuði hefur N1 staðið í
miklum endurbótum á Staðarskála, í
samráði við Svanhildi Hlöðversdóttur
Einar og Guðný. MYND: KSE
fráfarandi stöðvarstjóra. „Búið er að færa
grillaðstöðuna inn í eitt fullkomnasta
eldhús sem völ er á, ísbarinn hefur verið
stækkaður og bjóðum við upp á mikið
úrval,“ nefnir Einar sem dæmi og heldur
áfram: „Öllum húsgögnum hefur verið
skipt út, sett ný borð og stólar og nýir
bekkir með háum bökum, sem flestir eru
með innstungur svo hægt sé að setja
farsíma í hleðslu. Þar að auki hefur nýjum
og flottum háborðum verið komið fyrir
til að staldra við og njóta nýsteiktra
ástarpunga, sem eru steiktir á staðum.“
Einar nefnir aðra nýjung með stolti sem
er salatbar gerður að óskum viðskipta-
vina Staðarskála. „N1 er stöðugt að leita
leiða til að bæta við þjónustuna og er
matseðill okkar í stöðugri þróun og tekur
breytingum í takt við óskir viðskiptavina
okkar.“
2000-4000 gestir á dag
yfir sumartímann
Að lokum segir Einar starfsfólk
Staðarskála vant að taka á móti fjölda
fólks en daglega staldra á bilinu 2000-
4000 manns við í Staðarskála yfir
sumartímann, auk þess sem leið 57 hjá
Strætó tekur þar rúmlega hálftíma
áningarstopp. „Ferðasumarið leggst mjög
vel í okkur og hlökkum við mikið til að
taka á móti öllum þeim er leggja land
undir fót í sumar, bæði innlendum og
erlendum ferðamönnum.“
Ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum fagnar 15 ára starfsafmæli lífinu á bænum,“ segir Evelyn. Hjónin
eru með gistipláss í íbúðarhúsinu sem
eru eingöngu fyrir gesti í lengri ferðum
og eru einnig með þrjú gistihús sem
nýtast allt árið um kring. Þau bjóða
einnig upp á sérstaka vetrardagskrá t.d.
með þemaferðum um Skagafjörð með
leiðsögn, stutta reiðtúra, gistingu, svo
eitthvað sé nefnt. Þau segjast leggja
uppúr að vera með fjölbreytta og
skemmtilega þjónustu.
Hópurinn sem sækir Lýtingsstaði
heim segir Evelyn að sé jafn breiður og
framboð ferðaþjónustunnar. „Lengri
ferðirnar höfða til reyndra hestamanna
og jafnvel til fólks sem á íslenska hesta.
Stór hópur þessara gesta kemur frá
Þýskalandi, en þangað á ég ennþá mikil
tengsl. Stór hópur viðskiptavina kemur
líka frá Norðurlöndunum,“ segir
Evelyn. Í hestaleiguna sækja einstakl-
ingar úr öllum heimshornum og í
gistihúsin koma oft fjölskyldur sem
nýta sér þjónustuframboðið á Lýtings-
stöðum og um allan Skagafjörð. „Á
þessum 15 árum höfum við prófað
ýmislegt en höfum þó alltaf haldið
þeirri stefnu að bjóða gestum náin
tengsl við okkur og að miðla
upplýsingum um land og þjóð. Við
erum með frekar litla hópa í ferðunum
okkar, eigum vel þjálfuð og ganggóð
hross, erum með snyrtilega gistiaðstöðu
og bjóðum upp á heimilismat úr
héraðinu. Ég mundi segja að öll þessi
atriði skipti máli fyrir heildarupplifun
gesta en auðvitað er það íslenski
hesturinn sem dregur fólkið til okkar
og að upplifa íslenska hestinn í
stórkostlegri náttúru er einstakt.“
Bjartar sumarnætur
og Morgunhana-ferðir
Nú fer ferðamannatíminn að hefjast af
fullum þunga en fyrsta lengri hestaferð
sumarsins verður farin í lok júní. „Svo
verða vikuferðir út ágúst og tvær ferðir
í haust í sambandi við göngur og réttir.
Það er búið að panta í margar stuttar
ferðir í allt sumar. Við verðum einnig
með stuttar sérferðir yfir sumarið. Í
júní eru það kvöldferðir til að upplifa
bjarta sumarnótt á hestbaki. Í júlí erum
við með Morgunhana-ferð sem endar
með morgunmat og í ágúst bjóðum við
upp á ferð með kynningu í Gallerý
Rúnalist. Svo er Horses & Heritage á
sínum stað á þriðjudagskvöldum,“
útskýrir Evelyn.
Horses & Heritage er samstarfs-
verkefni með fyrirtækinu The Traveling
Viking sem hófst fyrir þremur árum.
Um er að ræða dagsferð frá Akureyri
þar sem farið er í Skagafjörð, Glaumbær
er skoðaður og svo er farið á Lýtingsstaði
þar sem fólkið fær fræðslu um uppruna
og sögu hestsins og fer í stuttan reiðtúr.
„Fyrir utan þessa dagsferð höfum við
þróað Horses&Heritage sem kvöldpró-
gramm með fræðsluerindi og „matar-
snakki“ úr héraðinu. Þetta er uppákoma
fyrir gestina okkar en við auglýsum
einnig á víðar í Skagafirði,“ segir Evelyn.
Flott viðbót í
torfhúsaflóru Skagafjarðar
Evelyn segir frá því að nú standi til að
byggja hesthús, skemmu og rétt úr torfi
á Lýtingsstöðum – alveg eins og það var
í gamla daga, segir Evelyn en verkefnið
hlaut myndarlegan styrki úr Uppbygg-
ingarsjóði NLV. „Lýtingsstaðir eru
söguríkur staður og hér stóð meðal
annars þinghús hreppsins. Ekkert af
þessum gömlu byggingum er lengur
til,“ segir Evelyn en uppbygginguna
segir hún vera lið í að feta sig áfram í
menningartengdri ferðaþjónustu.
Í verkið fengu þau Skagfirðinginn
Helga Sigurðsson frá Ökrum, hjá
Fornverk ehf., og munu húsin nýtast
sem sýningarsvæði. „Við stefnum á að
innrétta hesthúsið með fjóra bása og í
skemmunni verða sýningargögn tengd
hestum og reiðmennsku. Við stefnum á
að klára hleðsluna núna í júní, svo þarf
að ganga vel frá innréttingunni og
aðgengi.“
„Húsin verða aðdráttarafl fyrir
ferðamenn, erlenda sem innlenda, og
vonandi líka fyrir heimamenn. Þau
verða flott viðbót í torfhúsaflóru
Skagafjarðar þó um nýbyggingu sé að
ræða en einskonar sýningarhesthús úr
torfi er okkur vitandi ekki til annars
staðar á Íslandi,“ segir Evelyn að lokum.
Lýtingsstaðir. MYND: ÚR EINKASAFNI