Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 4
4 21/2015
Hvetur fólk til þess að láta
drauma sína verða að veruleika
STARFIÐ MITT > Sigríður Káradóttir í Gestastofu Sútarans
Sigríður Káradóttir er
framkvæmdastjóri
Gestastofu Sútarans á
Sauðárkróki. Í
framhaldsskóla stefndi hún
helst inn á heilbrigðissviðið
og fannst sálfræðin lang
skemmtilegust.
Getur þú lýst nánar í hverju
starfið þitt felst? -Starfið mitt
felst í því að stýra og vinna að
öllum þeim fjölbreyttu verk-
efnum sem snúa að daglegum
rekstri Gestastofunnar, svo sem
að selja vörur, vinna í markaðs-
málum, auglýsingum og öðru
slíku, gera áætlanir, halda
utanum daglegan rekstur og
setja í framleiðslu vörur inní
verksmiðjuna okkar sem
vantar þann daginn. Svo þarf
alltaf að halda á lofti þeim
markmiðum sem búið er að
setja sér, og einnig þarf að vera
í góðu samstarfi við aðra ferða-
þjónustuaðila og vinna þar að
semeiginlegum verkefnum.
Af hverju valdir þú þessa
atvinnu? -Þetta er erfið spurn-
ing. Við Gunnsteinn vorum
búin að vinna hjá Sjávarleðri
nokkuð lengi þegar hugmyndin
um að opna inní verksmiðjunni
verslun, sögusýningu og vinnu-
stofu kom upp, þar sem yrði
hægt að fullvinna vörur. Þegar
ég fór svo að vinna að hug-
myndinni sá ég að þetta passaði
mér mjög vel þar sem ég hef
mikinn áhuga á öllu handverki
og svona lifandi starfi.
Hvað er það besta við vinnuna
þína? -Það er svo margt en fyrst
og fremst er það öll þau já-
kvæðu og skemmtilegu mann-
legu samskipti sem skapast í
svona starfi. Svo auðvitað að ná
settum markmiðum og jafnvel
gera aðeins betur, það er
keppnisandinn býst ég við.
Er eitthvað sem er erfitt? -Ef
ég á að nefna eitthvað þá er það
sú staða þegar verkefnin eru
orðin það mörg og umsvifin
það mikil að þörf er á fleira
starfsfólki, en reksturinn ber
það varla, það er ekki endalaust
til af þolinmóðu fé.
Finnst þér þau laun sem þú
færð vera sanngjörn fyrir
þessa vinnu? -Já.
Myndir þú mæla með þessari
menntun/atvinnu við aðra?
-Alveg eindregið, að vinna við
ferðaþjónustu er virkilega
skemmtilegt og fjölbreytnin er
svo mikil. Auðvitað oft brjáluð
vinna en þú færð svo mikið til
baka.
Viltu segja eitthvað að lokum?
-Mig langar bara að hvetja fólk
á Norðurlandi til þess að láta
hugmyndir sínar og drauma
verða að veruleika. Það er alltaf
þéttur róður að koma sér af
stað með góðar hugmyndir, en
við höfum gott stuðningskerfi
hér sem skiptir sköpum.
Tækifærin eru í öllum hornum
og nauðsynlegt að nýta þau og
nota sveifluna sem er í ferða-
þjónustu á Íslandi í dag.
UMSJÓN
Þóra Kristín Þórarinsdóttir
Sigríður Káradóttir í Gestastofunni. MYND: ÞKÞ
Fjölbreytt framboð
spennandi ferða
Pure Nature Travel í Austur-Húnavatnssýslu
Félagið Pure Nature Travel
var upprunalega stofnað
árið 2010 en frá og með
áramótum 2014-2015 var
áherslum og tilgangi
félagsins breytt . Það
starfar nú sem ferða-
þjónustufyrirtæki með það
að markmiði að bjóða upp
á heildstæðar ferðalausnir
um svæðið.
„Við erum að vinna markvisst af
því að skipuleggja ferðir með
gistingu á svæðinu. Munum við
bjóða uppá veiðiferðir og er
þegar farin í sölu veiðiferð þar
sem gestirnir veiða í gegnum ís.
Unnið er að uppsetningu
hannyrðaferðar og fleiru.
Einnig viljum við vera með
fjölbreytt úrval af dagsferðum
og hvetjum dagsferðaraðila í
nágrenninu til að senda okkur
upplýsingar,“ segir Stefán Örn
Þórisson, forsvarsmaður fyrir-
tækisins.
Þær dagsferðir á svæðinu
sem fyrirtækið býður upp á og
mun bjóða upp á í framtíðinni
er hægt að bóka jafnóðum allan
sólarhringinn en lengri
skipulagðar ferðir þarf að bóka
með 24 stunda fyrirvara.
„Móttökurnar hafa verið mjög
góðar og gaman að sjá áhuga
ferðaþjónustuaðila á því sem
við erum að gera,“ segir Stefán.
„Í fyrstu atrennu höfum við
verið að einblína á erlenda
markaðinn en við munum að
sjálfsögðu þegar fram líða
stundir reyna að kynna svæðið
fyrir íslensku ferðamönnum.
Að vísu eru sumar af þeim
ferðum sem eru í þróun núna
sem geta höfðað til Íslendinga
líka og ekkert því til fyrirstöðu
að Íslendingar taki þátt í þeim,“
segir Stefán ennfremur. /KSE
Hvítserkur. MYND: PURE NATURE TRAVEL
Fínerí úr fórum formæðra
Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi
flóru. Að sögn Elínar Sigurðar-
dóttur, sem veitir safninu forstöðu,
eru sýningarnar eitt sterkasta ein-
kenni safnsins og skapa mikla
fjölbreytni í starfi þess.
Í upphafi opnunarinnar
hlýddu gestir á ljúfa fiðlutóna
Sigrúnar Eðvaldsdóttur, vinkonu
Sumarsýning Heimilis-
iðnaðarsafnsins á Blönduósi
var opnuð sl. sunnudag. Það
er listakonan Guðrún
Auðunsdóttir sem sýnir verk
sín að þessu sinni. Nefnir hún
sýninguna „Fínerí úr fórum
formæðra“ er það nafn með
rentu því segja má að
sýningin sé nokkurskonar
óður til fortíðar, enda
tileinkuð því að 100 ár eru frá
því íslenskar konur fengu
kosningarétt.
Fyrsta sumarsýning safnsins
var árið 2003, þegar nýtt húsnæði
var tekið í notkun en sýningarnar
eru afar ólíkar að upplagi þó þær
gefi allar innsýn í íslenska textíl-
listakonunnar, en eins og Elín
komst að orði finnst íslensku
þjóðinni hún eiga svolítið í Sig-
rúnu. Þá voru sérstakar kveðjur
fluttar frá Guðrúnu Jónsdóttur,
arkitekt, og frá Ástu Ragnheiði
Jóhannesdóttur, framkvæmda-
stjóra nefndarinnar 100 ára kosn-
ingaréttur kvenna á Íslandi en
þaðan var veittur styrkur til
sýningarinnar.
Listakonan ávarpaði opnunar-
gesti og í orðum hennar kom
fram að sýningin væri í raun
lýsandi dæmi um horfna tíð,
minningar um ungar konur og
þeirra tíma fatnað – efniskennd
kynslóðanna. Hún sagði Heim-
ilisiðnaðarsafnið einstakt og til
mikillar fyrirmydar og í mynd-
listar- og textílheiminum þætti
það mikill heiður að fá að sýna í
safninu. /KSE
Fjölmennt
bocciamót
Hvammstangi
Þann 30. maí var haldið
Vesturlandsmót í boccia í
Íþróttamiðstöðinni á
Hvammstanga. Alls mættu
þrettán lið til leiks: tvö frá
Akranesi, tvö úr Borgar-
byggð, tvö úr Snæfellsbæ,
fjögur frá Stykkishólmi og
þrjú frá Húnaþingi vestra.
Vesturlandsmeistarar 2015
í boccia varð sveit frá Akra-
nesi, í 2. sæti var sveit úr
Borgarbyggð og í því þriðja var
sveit frá Akranesi. Mótið var í
umsjón Félags eldri borgara í
Húnaþingi vestra. /BÞ
Guðrún, Sigrún og Elín við opnun sumarsýningarinnar . MYND: JÓHANNES TORFASON