Feykir


Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 7
21/2015 7 FERÐIR MEÐ LEIÐSÖGN Á NORÐURLANDI VESTRA GUIDED TOURS IN NORTH WEST ICELAND Söguskjóðan Story Sack Miðdegisganga á Molduxa LÉTT FJALLGANGA MEÐ LEIÐSÖGN Sagt frá því sem fyrir augu ber, auk þjóðsagna, kveðskapar og kímnisagna. AN EASY HIKE ON MOLDUXI MOUNTAIN ABOVE SAUÐÁRKRÓKUR – EVERY THURSDAY THIS SUMMER Bærinn undir Nöfunum GÖNGUFERÐ UM GAMLA BÆINN Á SAUÐÁRKRÓKI Sagt frá gömlum húsum, eftirminnilegum persónum, kveðskapur og gamanmál. Gengið verður þriðjudaga í sumar. A GUIDED TOUR OF THE OLD TOWN IN SAUÐÁRKRÓKUR – EVERY TUESDAY THIS SUMMER (EXCEPT JUNE 16TH) Handverksferð um Norðurland vestra 3JA DAGA HANDVERKSFERÐ UM NORÐURLAND VESTRA Komið við á söfnum, í galleríum og á sveitabæjum A THREE DAY HANDICRAFTS TOUR OF THE NORTH WEST ICELAND Á slóðum Guðrúnar frá Lundi RÚTUFERÐ UM SLÓÐIR SKÁLDKONUNNAR Farið á æskuslóðir í Fljótum og á Höfðaströnd, með viðkomu á Hofsósi. Einnig á Skaga og Sauðárkrók. Ævi Guðrúnar rakin. BUS TOUR IN THE TRAIL OF ONE OF THE MOST FAMOUS ICELANDIC FEMALE AUTHOR Allar nánari upplýsingar um ferðirnar og fleiri ferðir sem Söguskjóðurnar bjóða upp á má finna í bæklingnum Söguskjóður sem liggur frammi á flestum ferðamannastöðum á svæðinu. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á Facebook-síðum okkar. FACEBOOK > Gagnvegur eða Sauðárkrókur – Bærinn undir Nöfunum For more information! LOOK OUT FOR OUR BROCHURE OR CHECK THE INTERNET KRISTÍN SIGURRÓS EINARSDÓTTIR SVÆÐISLEIÐSÖGUMAÐUR LOCAL GUIDE & +354 867 3164 gagnvegur@gmail.com Facebook > Gagnvegur SIGRÚN FOSSBERG SVÆÐISLEIÐSÖGUMAÐUR LOCAL GUIDE & +354 895 6377 s.fossberg@simnet.is Facebook > Sauðárkrókur – Bærinn undir Nöfunum ný pr en t e hf . / 05 20 15 Ferð í septembe r A TOUR IN SEPTEMBE R 3 ferðirí sumar a.m.k. AT LEASTTHREE TRIPS Hægt að leigja stöng og skreppa í veiði Vötnin Angling Service á Blönduósi Fyrirtækið Vötnin Angling Service var stofnað á Blönduósi vorið 2014. Eigendur þess eru Edda Brynleifsdóttir og Þorsteinn Hafþórsson. Þorsteinn hefur starfað sem leiðsögumaður í laxveiði í mörg ár. Edda og Þorsteinn voru farin að fá fjölda fyrirspurna um hvort þau gætu skroppið með ferðamenn að veiða eða útvegað þeim veiðistangir og sagt þeim til. Í kjölfar samstarfs við ferðaskrifstofu í Noregi ákváðu þau að slá til og stofna fyrirtæki. „Við bjóðum til leigu veiðistangir og búnað fyrir flugu- kast- og strandveiði, vöðlur, stangarhaldara og flest það sem þurfa þykir í stangveiði. Við getum einnig útvegað veiðileyfi í nokkur vötn í kringum Blönduós. Hægt er að kaupa leiðsögn og kennslu, allt frá einum klukkutíma upp í heilan dag. Við skipuleggjum einnig veiðiferðir út á Skaga með leiðsögn. Yfir vetrartímann leigjum við búnað fyrir ísdorg og skipuleggjum ferðir í kringum það,“ segja Þorsteinn og Edda. Þau segja þjónustuna vera fyrir alla, fjölskyldufólk og ferðamenn, íslenska sem erlenda. „Ef stöng brotnar við veiðar er hægt að leigja hjá okkur og þannig bjarga restinni af túrnum. Það hentar líka erlendum ferðamönnum sem koma hingað að veiða, að þurfa ekki að koma með allan búnað með sér að utan með tilheyrandi kostnaði, heldur bara leigja þetta hér. Það er líka gaman fyrir fjölskyldufólk sem er t.d. í sumarbústöðum á svæðinu að hafa þann kost að geta leigt stöng og skroppið í veiði.“ Að sögn Þorsteins og Eddu hafa viðtökur verið mjög góðar. „Síðasta sumar gekk betur en við þorðum að vona og það stefnir í töluverða aukningu þetta sumar,“ segja þau að lokum. Hægt er að hafa samband við fyrirtækið í síma 862 0474. Einnig er það með heimasíðu www.anglingservice.com. Hægt er að senda tölvupóst á anglingservice@gmail.com og er á Facebook https://www.facebook.com/ anglingservice. Edda og Þorsteinn ásamt Brynleifi syni sínum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.