Feykir


Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 8
8 21/2015 VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Sigrún og Villi rifja upp fyrir blaðamanni að þau hafi byrjað reksturinn árið 1988. „Það var skorið niður hjá okkur vegna riðu og við vorum fjárlaus í þrjú ár. Þá vantaði okkur eitthvað að gera og við byrjuðum með einn sumarbústað, svo kom annar árið eftir. Svo tókum við gamla bæinn í gegn og gerðum hann upp,“ segja þau. „Það voru hænur í honum þegar ég kom,“ segir Sigrún og brosir og Villi bætir því við að það hafi ekki verið gler í gluggum og snjóað hafi inn í húsið. „Það var annað hvort að rífa hann eða gera hann upp.“ Eftir þetta hafa bæst við smáhýsi, tjaldstæði aðstöðuhús við tjaldsvæðið og tvö hús með herbergjum með baði. Í Dæli hefur verið byggt upp Ferðaþjónustan í Dæli í Víðidal í Húnaþingi vestra er eitt af rótgrónari fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Dæli er aðili að Ferðaþjónustu bænda og þar hefur reksturinn vaxið jafnt og þétt og er nú orðin að umfangsmiklu fyrirtæki sem skapar fjögur heilsársstörf og nokkur sumarstörf að auki. Tvær kynslóðir sjá um reksturinn, hjónin Sigrún B. Valdimarsdóttir og Víglundur Gunnþórsson, ásamt syni sínum Kristni Rúnari og tengdadótturinni Hallfríði Sigurbjörgu Óladóttur. Feykir heimsótti þau á björtum vordegi og fékk að vita meira um þennan fjölsótta ferðaþjónustustað rétt utan við þjóðveginn. Ferðaþjónustan í Dæli í Víðidal hefur verið rekin síðan 1988 Bjóða gesti velkomna í „Sólardalinn“ hægt og rólega, eftir efnum og aðstæðum. Við smíðarnar eru hæg heimatökin því Villi er smiður og Kiddi er að læra smiðinn. Fyrsta sumarhúsið var að vísu flutt tilbúið á staðinn og smáhýsin, sem eru bjálkahús, keypt ósamansett en annað er heimasmíðað. Tvö hús í viðbót eru á teikniborðinu, samskonar þeim sem standa næst íbúðar- húsinu og voru smíðuð á staðnum. Til stendur að tengja þessi fjögur hús saman og verða þá komin 18-20 herbergi með baði og hægt að taka á móti hópum. Þess má einnig geta að á næsta ári verður lögð hitaveita sem verður mikil búbót fyrir heimili og fyrirtæki í Víði- dalnum. Byggt við í allar áttir Alls eru í Dæli uppbúin rúm í 14 herbergjum og allt að 30 svefnpokapláss í smáhýsum og sumarbústöðum. Þegar allt er fullt eru um 60 gistipláss. Neðri hæð íbúðarhússins hýsir nú um 100 manna matsal og eldhús. Aðspurð segja Sigrún og Villi að búið sé að byggja við húsið í allar áttir. „Þetta hús var bara fer- kantað með lágu risi. Það er búið að byggja vestur úr því, sólstofu sunnan úr, íbúð ofan á, þvottahús og frystiklefa norðan við,“ segir Villi og Sigrún bætir því við að það hafi legið beint við að finna eitthvað til að byggja austan við en þar er nýi matsalurinn, þegar búið var að byggja í allar aðrar áttir! Sjálf búa þau hjónin í íbúðinni á efri hæðinni. Kiddi fór sem unglingur í skóla á Sauðárkróki og síðan til Reykjavíkur og lærði bílamálun og er komin af stað í húsasmíði. Haffí lærði til reiðkennara á Hólum og segir hún að hestar hafi alltaf verið sitt líf og yndi, enda komin af Skagfirðingum sem hafa lifað og hrærst í hestamennsku. Unga parið býr nú á Árbakka, sem er nýlegt íbúðarhús skammt frá. Um tvö ár eru síðan þau komu í sveitina og segir Haffí, sem er frá Sauðárkróki, að þar sé dásamlegt að vera. Sigrún segir frábært að fá þau inn í reksturinn og hlakkar til að fara að „hægja á“ en heyra má að þau hjónin eru nú ekki á leiðinni að setjast í helgan stein, enda auðheyrilega mikið athafnafólk. Allur húsakostur á bænum er gjörnýttur og fjárhúsinu og flatgryfjunni hefur verið breytt í vandað hesthús og reiðskemmu. Fé var tekið aftur eftir niður- skurðinn en 1998 lagðist fjárbú- skapur af á bænum. „Þetta var orðið dálítið strembið,“ segir Sigrún. „Við vorum í skólaakstr- inum, svo rak ég dagvist í átta ár, tók börnin hérna í sveitinni í pössun og við vorum með fé og vorum í Norðurlandsskógum, þannig að vorin voru orðin erfið. Þarna var ferðaþjónustan farin að aukast og þetta var bara orðið Tjaldsvæðið á fallegum degi. MYND: ÚR EINKASAFNI Kiddi, Haffí, Villi og Sigrún. MYND: TATJANA GERKEN Í Dæli eru fjölbreyttir gistimöguleikar. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.