Feykir


Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 6

Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 6
6 21/2015 Fyrsta fuglastígskortið fyrir Norðurland vestra gefið út Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar Fyrsta útgáfa af fuglastígskorti fyrir Norðurland vestra er komið út. Á kortinu eru merktir 17 staðir sem þykja áhugaverðir fyrir fuglaskoðunaráhugamenn allt frá Borðeyri í vestri að Þórðarhöfða í austri. Fuglaskoðun er vinsælt áhuga- mál um heim allan og eru vinsældir hennar ört vaxandi. Fuglaskoðaðar, sem og annað ferðafólk sem hefur áhuga á náttúruskoðun, sækjast eftir að skoða áhugaverða staði þar sem náttúran er óspillt og fuglarnir lifa í sínu náttúrulega umhverfi. Fuglaskoðarar ferðast margir hverjir gagngert til ákveðinna landa og svæða til fuglaskoðunar. Þetta er almennt séð hópur sem kaupir nokkuð mikla þjónustu og staldrar við í lengri tíma á hverjum stað en hinn hefðbundni ferðamaður. Þetta er líka hópur sem ber virðingu fyrir náttúrunni og gengur vel um. Vonir eru bundnar til að fuglastígurinn muni efla ferða- mennsku á Norðurlandi vestra með því að víkka út þann hóp ferðamanna sem hingað kemur sem og lengja þann tíma sem ferðamenn sækja landsvæðið heim. Stígurinn getur verið einn af vaxtarbroddum ferða- þjónustunnar og lengt ferða- mannatímabilið snemma á vorin þegar til dæmis tún á Norðurlandi vestra fyllast af helsingjum, álftum og gæsum og á haustin þegar fuglar koma saman í stórum hópum til að undirbúa sig undir flugið á vetrarstöðvarnar. Norðurland vestra er mjög vel til fugla- skoðunar fallið og er aðgengi að fuglategundum sem þykja eftirsóknarverðar til skoðunar gott. Verkefnið er unnið af Ferða- málasamtökum Norðurlands Tildrur á flugi við ósa Blöndu. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON vestra í samvinnu við Selasetur Íslands, Ferðamálafélag V-Hún, Ferðamálafélag A-Hún, Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum. Verkefnið er styrkt af Vaxtarsamningi Norðurlands vestra og hefur verkefnastjórn verið á höndum Selaseturs Íslands. Dreift á einni af stærstu fuglasýningum heims Vinna við verkefnið hefur staðið í á þriðja ár. Sumarið 2014 var Ellen Magnúsdóttir fuglafræðingur ráðin til starfa og skoðaði hún vænlega staði og taldi tegundir sem þar sáust. Byggt á hennar athugunum voru staðirnir valdir sem eru á þessari fyrstu útgáfu kortsins. Vert er að vekja athygli á því að þessir staðir eru langt frá því að vera þeir einu sem koma til greina til fuglaskoðunar á svæðinu. Fjölmargir aðrir staðir eru áhugaverðir í þessu augnamiði og stefnt er á að fjölga þeim jafnt og þétt í síðari útgáfum. Sótt hefur verið um styrki til áframhaldandi athugana á fuglum á svæðinu til að halda áfram að þróa stíginn. Kortinu verður dreift til ferðaþjónustuaðila á svæðinu án endurgjalds en mælst til þess að þeir selji kortið á vægu verði (200 kr.). Þannig má stemma stigu við því að mikið magn kortanna lendi í ruslinu en afar kostnaðarsamt er að vinna verkefni af þessum toga. Kortinu verður einnig dreift á einni af stærstu fuglasýningum heims í Bretlandi næsta haust. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við fuglastíg á Norðurlandi eystra og er kortið sem kemur út á næstu dögum í sama útliti og kortið á Norður- landi eystra. Þar með er náð fram samfellu og fuglaskoðarar geta þá hæglega sett saman þessa tvo stíga til að sjá enn fleiri staði á Norðurlandi öllu. Kortið er hannað og sett upp af Blokkinni á Húsavík og prentað í Nýprent á Sauðárkróki. Stofnar ferðaskrifstofu í Skagafirði Anna Lilja Pétursdóttir ákvað að eitthvað þyrfti að gera til að gera Norðurlandi vestra hærra undir höfði sem heild Anna Lilja Pétursdóttir er nýflutt í Varmahlíð eftir áralanga búsetu fjarri heima- högunum, en undanfarin 13 ár hefur hún búið í Reykjavík, í Alicante og Granada á Spáni og loks Leeds á Englandi. Í sumar ætlar Anna Lilja að taka sumartraffíkina á Hótel Varmahlíð, en er einnig farin að vinna fyrir sjálfa sig, hjá nýstofnaða fyrirtækinu sínu, North West Adventures. „Ég er að verða eins og Georg Bjarnfreðarson og nálgast fimm háskólagráður. Ég er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, með BS í Sálfræði frá HÍ, diplómu í íslensku frá HÍ og er að klára meistarapróf í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. Þá lærði ég spænsku við Háskólann í Granada,“ segir Anna Lilja sem segist vera hreinræktaður Skagfirðingur, ólst upp í því dýrðar póstnúmeri 560, í Varmahlíð nánar tiltekið. Hún er dóttir þeirra Þórdísar Friðbjörnsdóttur, sem býr í Varmahlíð og er ættuð frá Hofsósi, og Péturs Stefánssonar í Víðidal. North West Adventures Eins og áður kom fram var Anna Lilja að stofna ferðaskrifstofu í Skagafirði sem heitir North West Adventures. „Ferðaskrif- stofan mun einbeita sér að því að markaðssetja og kynna Norður- land vestra og þá afþreyingu og gistingu sem þar er í boði. Eins og nafnið gefur til kynna kemur fyrirtækið til með að kynna allt Norðurland vestra en fyrst um sinn hef ég þó verið að einbeita mér að Skagafirði en næ vonandi að koma mér í tengsl við Húnvetninga seinna á þessu ári. Allir þeir sem vilja vera með eru velkomnir.“ Aðspurð um af hverju hún ákvað að stofna ferðaskrifstofu í Skagafirði segist Anna Lilja hafa ferðast víða erlendis í fyrri vinnu sinni og heimsótt ýmsar sýningar og viðburði og hafi alltaf verið jafn hissa á því hvað fáir útlendingar þekktu til Norðurlands vestra. „Þeir sem þekktu Ísland gátu bent á Mývatn á Norðurlandi en annað ekki. Skagfirðingurinn í mér var orðinn ansi leiður á þessu og ég ákvað því að eitthvað þyrfti að gera til að gera Norðurlandi vestra sem heild hærra undir höfði. Ég hef lengi verið með annan fótinn í ferðamennsku og hef síðustu árin fundist vanta einhvern óháðan aðila sem kynnir og markaðssetur svæðið sem heild.“ Nú er komið að okkur Anna Lilja segir grundvöll fyrir rekstri ferðaskrifstofu á Norður- landi vestra vera mikinn. „Þetta landsvæði á svo mikið inni hvað varðar ferðaþjónustu og ég lít svo á að nú sé komið að okkur. Við verðum vissulega að skapa okkur vinsældir sjálf en með fjölbreytta afþreyingu og gistimöguleika og dásamlega náttúru á það ekki að verða óvinnandi verkefni. Ég vona að North West Adventures dragi ekki bara fleiri ferðamenn á svæðið heldur fái þá líka til að stoppa lengur á svæðinu og nýta sér betur það sem Skagafjörður og Húnavatnssýslur hafa upp á að bjóða. Að fyrirtækið geti síðan í framtíðinni verið atvinnu- skapandi fyrir svæðið er líka mjög spennandi finnst mér.“ Aðspurð hvort ferðaþjónusta hér eigi eftir að vaxa segist Anna Lilja vera sannfærð um það. „Annars hefði ég aldrei lagt af stað í þetta ævintýri sem stofnun North West Adventures hefur verið. Landshlutinn hefur hingað til einungis fengið brotabrot til sín af þeim ferðamönnum sem árlega heimsækja Ísland og við getum aldrei annað en sótt á í þessum málum. Svo hlakka ég til að takast á við þetta verkefni - það er ekkert nema tilhlökkun yfir framhaldinu,“ segir Anna Lilja að lokum. Anna Lilja opnar fljótlega heimasíðuna www.northwestadventures.is en þar verður hægt að skoða hvað er í boði á svæðinu og þar geta ferðamenn sett saman sína eigin afþreyingarpakka og greitt fyrir þá í gegnum síðuna. Hún hefur verið að vinna að því að safna samstarfsaðilum inn á heimasíðuna og hefur nú þegar náð sambandi við góðan fjölda ferðaþjónustufyrirtækja sem hafa tekið henni vel. Þeim sem ekki hafa heyrt frá Önnu Lilju en hafa áhuga á samstarfi er bent á að senda tölvupóst á annalilja2@yahoo.com eða hringja í Önnu Lilju í síma 867 8133. Anna Lilja ásamt Helgu systur sinni (t.v.) og Pétri pabba sínum. MYND: ÚR EINKASAFNI VIÐTAL Þóra Kristín Þórarinsdóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.