Feykir


Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 10

Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 10
10 21/2015 Jóhanna og Karla umkringdar börnum. Gestastofa Sútarans býður alla velkomna í Skagafjörð. Í Gestastofu sútarans er sérverslun með leðurvörur frá hönnuðum og handverksfólki. Úrvalið er fjölbreytt, en allar vörurnar eiga það sameiginlegt að vera búnar til úr afurðum sútunarverksmiðjunnar. Hér getur þú einnig verslað leður og skinn beint frá sútara, til dæmis fiskleður, lambagærur, mokka- og smálambaskinn, lamba- og hreindýraleður og fengið upplýsingar um vöruna frá fyrstu hendi. Vetraropnun: Miðvikudaga og föstudaga frá 13–16. Sumaropnun: Frá 15. maí –15. sept. Opið alla virka daga frá 9–18. Laugardaga og sunnudaga frá 11–15. Velkomin WORKSHOP AND GALLERY Borgarmýri 5, 550 Sauðárkróki Sími: 512 8025 gestastofa@sutarinn.is www.sutarinn.is SVEITARFÉLAGIÐ SKAGASTRÖND Velkomin á Skagaströnd Skagaströnd er einstakur bær. Þar er að finna lífstakt hins dæmigerða sjávarþorps þar sem höfnin er lífæðin og iðar af athafnasemi á góðum afladegi. Menningin er blómleg og lifandi. www.skagastrond.is Í Nes listamiðstöð dvelur fjöldi gestalista- manna sem auðga mannlíf og menn- ingu. Gönguleið hefur verið stikuð á tind Spákonufells, (640 m) og á Spákonu- fellshöfða er einnig vinsælt útivistarsvæði en gönguleiðalýsingar hafa verið gefnar út fyrir þessar náttúruperlur. Háagerðisvöllur er níu holu golfvöllur um fjóra kílómetra norðan við byggðina. Kaffihúsið Bjarmanes er fallegt hús í gömlum stíl sem stendur á sjávarbakkanum með útsýni yfir höfnina. Gistingu er hægt að fá í Snorrabergi, fallegu sumarhúsi og í Sæluhúsunum undir klettum Höfðans eða í Skíðaskálanum við rætur Spákonufells. Fjölbreytt úrval matvöru er að fá í Sam- kaupum. Árnes er elsta hús bæjarins. Það er dæmi um húsnæði og lifnaðarhætti á fyrri hluta 20. aldar. Í Spákonuhofi er skemmtileg sýning um Þórdísi spákonu, sem uppi var á síðari hluta 10. aldar og fróðleikur um spádóma og spáaðferðir. Í Olís–skálanum er boðið upp á þjónustu og næringu bæði fyrir farartæki og fólk. Borgin veitingastaður er í bjálkahúsinu einstaka. Þar eru í boði veitingar af bestu gerð og andi sjávarþorpsins dregin fram í myndum og viðmóti staðarins. Tjaldsvæðið er afar þægilegt og nóg pláss fyrir tjaldvagna, húsbíla og hjólhýsi. Sundlaugin er lítil og notaleg. Þar getur ferðalangur fundið ró og hvíld eftir áfanga dagsins. n ýp re n t 0 3 /2 0 15 Árið 2000 ákváðu hjónin á Lýtings- stöðum, Evelyn Ýr Kuhne og Sveinn Guðmundsson, að prófa að bjóða upp VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Íslenska hestsins notið í stórkostlegri náttúru Ferðaþjónustan á Lýtingsstöðum fagnar 15 ára starfsafmæli á eina hálendisferð yfir Kjöl og aðra í Austurdal, auk þess að vera með gistingu og hestaleigu. Þær ferðir mörkuðu upphaf Ferðaþjónustunnar á Lýtingsstöðum en nú, 15 árum síðar, hefur starfsemin aldeilis undið upp á sig og eru á bilinu tíu til tólf ferðir farnar á sumri. Feykir fékk að heyra nánar um starfsemina og um þær framkvæmdir sem framundan eru. „Fólk sem gistir dvelur alveg upp í tíu daga í einu, skoðar sig um í Skagafirðinum og á Norðurlandi. Það fer á hestbak og fær að fylgjast með Í reiðtúr á góðum degi. MYND: ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.