Feykir


Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 15

Feykir - 04.06.2015, Blaðsíða 15
21/2015 15 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar getur farið að plana ferðalögin um Norðurland vestra. Spakmæli vikunnar Málsháttur er stutt setning byggð á langri reynslu. - Miguel De Cervantes Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... allar pláneturnar í sólkerfinu okkar kæmust fyrir innan í Júpíter? ... meira en milljón Jarðir kæmust fyrir innan í sólinni okkar? ... allir fellibyljir myndast yfir hafi og geta enst í tíu daga? ... ostrur eru fimm ár að framleiða meðalstóra perlur? ... hveiti er mest ræktaða plantan í heiminum? ... 550 pylsur í brauði er borðaðar á hverri sekúndu í USA? FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Hahahahaha... Ferðamaðurinn var að truflast vegna ágangs mýflugna. Hann fór inn í næstu búð og bað um mýflugnasprey. „Er þetta gott sprey,“ spurði hann afgreiðslumanninn þegar hann rétti honum brúsann. „Ekki fyrir flugurnar,“ svaraði afgreiðslumaðurinn, „þær drepast.“ Krossgáta ELVA ÞÓRISDÓTTIR, SKAGASTRÖND: -Flókadalur í Fljótum. Feykir spyr... Hver er uppá- haldsstaðurinn þinn á Norður- landi vestra? UMSJÓN kristin@nyprent.is RÓSA VÉSTEINSDÓTTIR, HOFSTAÐASELI, SKAGAF: -Minn uppáhaldsstaður er Hólar í Hjaltadal, fullt af gönguleiðum og veðursæld allt árið um kring. PÉTUR INGI BJÖRNSSON, SAUÐÁRKRÓKI: -Heima. AÐALBJÖRG JÓNA VALBERGSDÓTTIR, SAUÐÁRKRÓKI: -Ég á nokkra uppáhaldsstaði, það er t.d.Haugakvísl upp á hálendi, dásamlega mikil kyrrð og gaman að veiða þar, svo er það Stíflan í Fljótum, einstaklega gott að koma þangað. MAGNÚS MAGNÚSSON, HVAMMSTANGA: -Arnarvatn stóra á Arnarvatnsheiði hvar ég vann sem veiðivörður sumarlangt um ellefu ára skeið á námsárunum. Hátíðir og viðburðir á Norðurlandi vestra 2015 Sumardagskráin á Norðurlandi vestra VIÐBURÐIR Í SKAGAFIRÐI 6. JÚNÍ SjávarSæla á Sauðárkróki 6. JÚNÍ Bjórhátíð á Hólum 7. JÚNÍ Sjómannadagur á Hofsósi 19.-20. JÚNÍ Jónsmessuhátíð á Hofsósi 19.– 21. JÚNÍ Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda á Steinsstöðum 25.-28. JÚNÍ Lummudagar í Skagafirði 25.-29. JÚNÍ Barokkhátíð á Hólum 27. JÚNÍ Drangey Music Festival á Reykjaströnd 27.-28. JÚNÍ Landsbankamót á Sauðárkróki 11. JÚLÍ Listaflóð á vígaslóð á Syðstu-Grund 8.-9. ÁGÚST Króksmót í fótbolta á Sauðárkróki 13.-15. ÁGÚST Gæran tónlistarhátíð 15. ÁGÚST Sögudagur á Sturlungaslóð 15.-16. ÁGÚST Hólahátíð 22. ÁGÚST SveitaSæla – landbúnaðarsýning og bændahátíð á Sauðárkróki VIÐBURÐIR Í HÚNAÞINGI VESTRA 7. JÚNÍ Sjómannadagur á Hvammstangi 12.-14. JÚNÍ Harmonikkuhátíð í Ásbyrgi 11.-12. JÚLÍ Maríudagar á Hvoli, Vesturhópi 22.-25. JÚLÍ Eldur í Húnaþingi 31. JÚLÍ – 2. ÁGÚST Norðanpaunk 2015 á Laugarbakka 1.-2. ÁGÚST Kaffihlaðborð Húsfreyjanna í Hamarsbúð á Vatnsnesi VIÐBURÐIR Í AUSTUR-HÚN 6. JÚNÍ Sjómannadagurinn á Skagaströnd 20. - 21. JÚNÍ Smábæjarleikarnir, Blönduósi 27. -. 28. JÚNÍ Landsmót UMFÍ 50+ á Blönduósi 16.-19. JÚLÍ Húnavaka 15. ÁGÚST Bæjarhátíð á Skagaströnd ÁGÚST Íbúahátíð á Húnavöllum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.