Feykir


Feykir - 11.06.2015, Side 2

Feykir - 11.06.2015, Side 2
2 22/2015 Mig langar aðeins að leggja orð í belg í umræðunni um femínisma sem hefur farið af stað síðustu daga og einkennst hefur af alhæfingum og sleggju- dómum, líkt og svo oft áður. Er Hildur Lilliendahl Viggósdóttir talsmaður allra femínista? Svarið við því er einfaldlega nei. Ekki frekar en ég. Ef um væri að ræða skipulögð samtök væri skiljanlegra að taka orð þeirra sem tala í nafni samtakanna sem lýsandi fyrir hugmyndir þeirra sem samtökunum tilheyra, en femínismi er ekki flokkur, samtök eða samband heldur hugmyndafræði eða lífsskoðun og viðhorf til sam- félagsins sem fólk tileinkar sér. Sumir hafa gengið svo langt síðustu daga að sverja það opinberlega af sér að vera femínistar, líkt og Ólöf Skaftadóttir gerði með aðsendri grein á Vísi.is. Ástæða þess var að henni líkaði ekki (sjálfsagt ítrekuð) ummæli fyrrnefndrar Hildar (og fleiri kynsystra sem kalla mætti róttæka femínista) við hin ýmsu tilefni, nú síðast í garð sjómanna á hátíðardegi þeirra. En eins fráleitt og það er að setja alla sjómenn undir sama ofbeldishattinn þá er það jafn fráleitt að ætla að allir sem tileinka sér femíniska hugsun séu hvatvísar bullukollur eins og Hildur eiga það til að vera. Það að áætla að femínismi rísi og falli með einni manneskju er fjarstæða. Femínismi er jafnréttishugsun, hugsuð út frá konunni, og er hugmyndafræði sem nær langt út fyrir stað og stund, á Íslandi í dag. Þessi jafnréttishugsjón á sér raunar djúpar rætur hér á landi og Íslendingar hafa á margan hátt verið í fararbroddi hvað varðar réttindi kvenna, þátttöku í atvinnulífi og stjórnmálum og setu í æðstu embættum ríkisins, þótt ýmislegt megi enn betur fara. En úr því að ummæli Hildar sem hrintu þessari umræðu af stað snérust um sjómenn þá er gaman að geta bent á nýopnaða sýningu í Sjóminjasafninu í Reykjavík þar sem fjallað er um konur og sjósjókn. Því konur hafa verið og eru líka sjómenn. Þekktust íslenskra sjókvenna er líklega Þuríður formaður en þær voru og eru mun fleiri sem sótt hafa sjóinn. Í umfjöllun um sýninguna kemur m.a. fram að á 17. og 18. öld var um þriðjungur sjómanna á Vestfjörðum konur og á 20. öld allt að 10% íslenska flotans. Um viðhorf til starfa þeirra vitna m.a. lög frá síðari hluta 18. aldar þar sem kveðið er á um að konur skuli hljóta jöfn laun á við karla fyrir slátt, sjóróðra og önnur „karlmannsverk“. Lög af þessu tagi eru án efa einsdæmi frá þessum tíma og hvað sem við viljum kalla okkur, femínista eða jafnréttissinna, þá er þetta saga sem við Íslendingar getum verið stolt af. Berglind Þorsteinsdóttir, ritstjóri Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Femínismi og sjómennska Fögnuður við sundlaugina Lagður af stað í Umhyggjugöngu Engin útköll vegna stormsins Suðvestanhvassviðri gekk yfir landið á mánudaginn Suðvestan veður gekk yfir landið á mánudaginn með hörðum vindhnútum á Norðurlandi vestra, einkum í Skagafirði. Einna verst var veðrið uppúr kvöldmat og fór til að mynda í 26 metra á sekúndu á Bergs- stöðum kl. 21 um kvöldið. Við Stafá mældist vindhraði á sama tíma 23 m/s en þar fóru vind- kviður upp í 41 m/s. Þá mældist vindhraði á Vatnsskarði 21 m/s en 32 m/s í vindkviðum. Samkvæmt upplýsingum frá björgunarsveitum bárust þeim ekki útköll vegna stormsins. /BÞ Sameining setra þjónar ekki tilgangi Blönduós Verkefnisstjórn um könnun á hagkvæmni og ávinningi þess að sameina náttúru- sýningar Hafíssetursins og Laxasetursins í eitt húsnæði hefur skilað af sér loka- skýrslu. Niðurstaða verkefnisstjórnarinnar er sú að það þjóni ekki tilgangi að sameina þessi tvö setur. Skýrslan var lögð fram á fundi byggðarráðs Blönduós- bæjar í síðustu viku. Helstu rök fyrir niðurstöðu verk- efnastjórnarinnar eru eftir- farandi: Sýning Hafísseturs- ins er næstum öll á íslensku og að mestu leyti lesmál á spjöldum. Hönnun og stand- setning hugsanlegs viðbótar- húsnæðis er of kostnaðar- söm. Endurnýjun sýningar Hafísseturs frá grunni er mjög kostnaðarsöm. Sýningar Hafísseturs og Laxaseturs hafa báðar skýra náttúrutengingu en eiga að öðru leyti ekki margt sam- eiginlegt. Í verkefnastjórn- inni voru Arnar Þór Sævars- son, fyrir hönd Blönduós- bæjar, Jón A. Snæbjörnsson, fyrir hönd Laxasetursins, Katharina Schneider, fyrir hönd Þekkingarsetursins og Ingibergur Guðmundsson. Verkefnið fékk styrk frá Vaxtarsamningi síðastliðinn vetur. /KSE Breytingar á aðalskipulagi 2009 – 2021 Svf. Skagafjörður Tvær tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélags- ins Skagafjarðar 2009-2021 voru samþykktar á fundi sveitastjórnar þann 13. maí síðastliðin. Það eru Gönguskarðsárvirkjun, aðrennslisgöng og nýtt stöðvarhús og Deplar í Austur-Fljótum, landbúnað- arsvæði verður verslunar- og þjónustusvæði. Þetta kemur fram á heimasíðu sveitarfélagsins. Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er fólki bent á að hafa samband við Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúa sveitarfélagsins. /KSE Styrkur til Söguseturs íslenska hestsins Sveitarfélagið Skagafjörður Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar sl. þriðjudag var samþykkt að styrkja starfsemi Söguseturs íslenska hestsins um sem nemur áætlaðri hlutdeild í launakostnaði frá 1. júní til ágústloka, eða um 800.000 kr. Nefndin harmaði jafnframt að ekki hefði fengist styrkur til starfsemi Sögusetursins hestsins frá mennta- og menningarmála- ráðuneytinu undanfarin tvö ár og leggur til að ný stjórn setursins taki upp viðræður við ráðuneytið að nýju um þau mál. Á sama fundi var tekið fyrir erindi frá Sigríði Sigurðardóttir þar sem hún baðst lausnar sem fulltrúi Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar í stjórn Söguseturs íslenska hestsins ses. Samþykkt var að leggja til að Gunnsteinn Björnsson taki sæti aðalmanns í stjórn setursins og Sólborg Una Pálsdóttir sæti varamanns. /KSE Sigvaldi Arnar Lárusson, lögreglumaður á Suður- nesjum, lagði af stað í Umhyggjugöngu sl. föstudag frá Keflavík. Ef áætlanir ganga eftir er hann væntan- legur til Sauðárkróks á morgun, föstudagskvöld og endar gangan á Hofsósi laugardaginn 13. júní, þar sem vel verður tekið á móti honum. Kveikjan að Umhyggjugöng- unni var þegar Sigvaldi gerðist kokhraustur og spáði því að Gylfi Sigurðsson yrði kjörinn íþróttamaður ársins 2014. „Hafi ég rangt fyrir mér skal ég hlaupa/ ganga til Hofsós næsta sumar,“ sagði Sigvaldi á fésbókinni skömmu fyrir kjörið og stendur hann nú við stóru orðin. Allur ágóðinn rennur óskiptur til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. „Við ætlum að vera við sundlaugina, grilla pylsur og vonandi skella okkur í sund,“ segir Sveinn Einarsson, einn forsprakki móttökunnar, en Björgunarsveitin Grettir og Ungmennafélagið Neisti hafa tekið framkvæmdina upp á sína arma. „Við vonumst til þess að sem flestir komi og taki vel á móti honum með okkur og geri sér glaðan dag,“ sagði Sveinn í samtali við Feyki. Hægt er að fylgjast með Sigvalda á Um- hyggjugöngunni á Facebook. /BÞ Skrifum á sögu Kvenna- skólans miðar vel áfram Aðalfundur Vina Kvennaskólans Vinir Kvennaskólans á Blönduósi héldu aðalfund sinn þann 4. júní. Kynnt var skýrsla stjórnar, fjallað um skrif á sögu skólans og fjallað um ýmsa þætti sem snúa að menntun, heimilum, umhverfi og næringu, en sagt er frá fundinum á fésbókarsíðu samtakanna. Aðalbjörg Ingvarsdóttir for- maður kynnti skýrslu stjórnar, en þar var farið yfir það helsta í starfi samtakanna. Meðal þess sem hún nefndi var að nokkuð miðar áfram við skrif á sögu Kvennaskólans á Blönduósi og var á fundinum ákveðið að úthluta 500.000 krónum til að halda því góða verki áfram. Rekstur samtakanna gengur vel enda njóta þau velvildar fyrrum nemenda við skólann auk ann- arra stuðningsaðila. Kristín Sigfúsdóttir, sem er kennari að mennt, var gestur fundarins og fjallaði hún á lifandi hátt um ýmsa þætti sem snúa að menntun, heimilum, umhverfi okkar og næringu. Náði hún að fanga athygli þeirra rúmlega 20 fundargesta sem á hana hlýddu. Allir þeir sem áhuga hafa á að gerast Vinir Kvennaskólans geta haft sam- band við Aðalbjörgu formann til að skrá sig. /KSE Sigvaldi og fjölskyldan. MYND: FB

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.